Enski boltinn

Stjórn United styður Mourinho

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mourinho í leikslok í gær
Mourinho í leikslok í gær Vísir/Getty
Stjórn Manchester United stendur á bak við Jose Mourinho og er bjartsýn á framhaldið eftir frammistöðu United í fyrri hálfleik í tapinu gegn Tottenham í gær.

Blaðamaður Guardian, Jamie Jackson, greinir frá þessu í dag.

United tapaði 3-0 á heimavelli í gærkvöld, annað tap liðsins í fyrstu þremur leikjunum í úrvalsdeildinni. United á einn leik eftir, gegn Burnley á útivelli, fyrir landsleikjahlé.

Jackson segir stjórn United ekki ætla að reka Mourinho að svo stöddu, nema hann tapi stórt fyrir Burnley.

Mourinho hefur ekki heillað stuðningsmenn, fjölmiðla og aðra fótboltaáhugamenn með framkomu sinni í fjölmiðlum undanfarna daga og toppaði hann skalann í gærkvöld þegar hann strunsaði út af blaðamannafundi eftir leikinn og heimtaði virðingu.


Tengdar fréttir

Neville vill halda Mourinho á Old Trafford | Myndband

Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi knattspyrnusérfræðingur Sky Sports, segir að United eigi ekki að íhuga að reka Jose Mourinho fyrr en tímabilinu líkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×