Gerir mest grín að enskri tungu Benedikt Bóas skrifar 28. ágúst 2018 06:00 Finnski uppistandarinn Ismo Leikola troðfyllti Tjarnarbíó tvisvar í fyrra og er nú mættur aftur. Vísir/Getty Ismo Leikola, Words Apart, er á ensku þar sem hann leikur sér að enska tungumálinu og skoðar merkingu þess með augum aðkomumannsins. Klippur hans á Youtube sýna færni hans í enskri tungu en eftir að hann kom fram í þætti Conans O’Brian fór frægðarsól hans að rísa. Hann er fyrsti Finninn sem hefur komið fram í þættinum og hefur myndbandið af uppstandinu fengið um 63 milljón áhorf á Facebook. Ismo kemur til landsins í dag frá Edinborg og fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann býr. Þetta er í annað eða þriðja sinn sem hann kemur til landsins. Hann er nefnilega ekki alveg viss. „Þetta er síðasti dagurinn í Edinborg og ég hlakka mikið til að koma til Íslands þó þetta verði stutt stopp. Ég kom í fyrra og ég held að ég hafi komið einu sinni áður. Þá minnir mig að ég hafi skemmt á einhverjum litlum klúbbi,“ segir hann hugsi. „Ísland er svo magnað land og svo ótrúlega fallegt. Það er verst að ég get ekki stoppað lengur. Ég næ bara einum degi en ég vonast til að sjá sem mest á sem stystum tíma.“ Þeir sem hafa fylgst með Ismo vita að hann gerir grín að enskri tungu. Hann segir að það sé enn meginuppistaðan í sinni sýningu en hann sé einnig með nýtt efni í pokahorninu. „Mestmegnis er þetta nýtt efni. Þetta er lengri sýning núna en síðast. Þá var ég með Ara Eldjárn og við vorum með 45 mínútna uppistand hvor. Núna er þetta lengra. En þetta er byggt í grunninn á því að gera grín að enskri tungu. Þetta er svo skrýtið tungumál og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“ Ismo hefur verið í Edinborg undanfarinn mánuð og komið fram og fylgst með öðrum uppistöndurum á Fringe Festival. Hann hefur séð nokkra Íslendinga koma þar fram og segir þá vera mjög góða. Ari Eldjárn sé þó enn sinn maður. „Ég hef séð Ara mörgum sinnum koma fram og hann kom til Finnlands eitt sinn fyrir mörgum árum. Síðan var ég með honum í Melbourne fyrir skömmu, af einskærri tilviljun en hann er frábær. Hérna í Edinborg voru nokkrir Íslendingar sem ég fylgdist aðeins með og tók eftir.“ Sýning Ismo hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói. Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira
Ismo Leikola, Words Apart, er á ensku þar sem hann leikur sér að enska tungumálinu og skoðar merkingu þess með augum aðkomumannsins. Klippur hans á Youtube sýna færni hans í enskri tungu en eftir að hann kom fram í þætti Conans O’Brian fór frægðarsól hans að rísa. Hann er fyrsti Finninn sem hefur komið fram í þættinum og hefur myndbandið af uppstandinu fengið um 63 milljón áhorf á Facebook. Ismo kemur til landsins í dag frá Edinborg og fer á morgun til Bandaríkjanna þar sem hann býr. Þetta er í annað eða þriðja sinn sem hann kemur til landsins. Hann er nefnilega ekki alveg viss. „Þetta er síðasti dagurinn í Edinborg og ég hlakka mikið til að koma til Íslands þó þetta verði stutt stopp. Ég kom í fyrra og ég held að ég hafi komið einu sinni áður. Þá minnir mig að ég hafi skemmt á einhverjum litlum klúbbi,“ segir hann hugsi. „Ísland er svo magnað land og svo ótrúlega fallegt. Það er verst að ég get ekki stoppað lengur. Ég næ bara einum degi en ég vonast til að sjá sem mest á sem stystum tíma.“ Þeir sem hafa fylgst með Ismo vita að hann gerir grín að enskri tungu. Hann segir að það sé enn meginuppistaðan í sinni sýningu en hann sé einnig með nýtt efni í pokahorninu. „Mestmegnis er þetta nýtt efni. Þetta er lengri sýning núna en síðast. Þá var ég með Ara Eldjárn og við vorum með 45 mínútna uppistand hvor. Núna er þetta lengra. En þetta er byggt í grunninn á því að gera grín að enskri tungu. Þetta er svo skrýtið tungumál og ég er alltaf að komast að einhverju nýju.“ Ismo hefur verið í Edinborg undanfarinn mánuð og komið fram og fylgst með öðrum uppistöndurum á Fringe Festival. Hann hefur séð nokkra Íslendinga koma þar fram og segir þá vera mjög góða. Ari Eldjárn sé þó enn sinn maður. „Ég hef séð Ara mörgum sinnum koma fram og hann kom til Finnlands eitt sinn fyrir mörgum árum. Síðan var ég með honum í Melbourne fyrir skömmu, af einskærri tilviljun en hann er frábær. Hérna í Edinborg voru nokkrir Íslendingar sem ég fylgdist aðeins með og tók eftir.“ Sýning Ismo hefst klukkan 20 í Tjarnarbíói.
Birtist í Fréttablaðinu Uppistand Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Ungfrú Danmörk fegurst allra Lára og Jens verða mamma og pabbi Brjáluð stemning í Eldhúspartýi FM957 Annar bakaradrengur kominn í heiminn Stjörnulífið: „Það er gott að vera ekki í feluleik og flótta frá sjálfum sér“ Edrú í eitt ár Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Sjá meira