Synjað um íslenskan ríkisborgararétt vegna hraðasekta Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. ágúst 2018 19:30 23 ára Lithái sem hefur búið hér í 17 ár sótti um íslenskan ríkisborgararétt en var synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir endurtekin brot hafa áhrif á umsókn, óháð eðli og alvarleika brota. Audrius Sakalauskas hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri. Hann er með sveinspróf í rafvirkjun og lýkur nú meistaranámi. Hann sótti um íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en fékk synjun fyrir stuttu. Að hans sögn var honum synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. „Þeir orðuðu þetta þannig að ég sé síendurtekinn afbrotamaður, en það er vegna umferðasekta sem ég fékk fyrir yfir þremur árum síðan. Þetta voru fyrstu árin, ég var 17 til 19 ára gamall. Ungur og vitlaus. Ég held að flestar sektir hjá mörgun séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ segir Audrius.Á heimasíðu Útlendingastofnunnar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir að endurtekin brot hafi áhrif á umsókn og þá hafi eðli brota engin áhrif. Öll brot falli undir sama hatt óháð alvarleika þeirra.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun.Skjáskot úr frétt„Eðli brota skipta ekki máli í þesus samhengi. Einfaldelga hvort einstaklingar hafa fengið sektir eða dóma, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Þá er það þessi krafa að það hafi liðinn ákveðinn tími ef að brot eru ekki endurtekin og ef að sektir ná ekki ákveðinni fjárhæð,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun. „Ég á mér líf hérna. Ég hef verið með konunni minni í sjö ár. Við trúlofuðum okkur fyrir stuttu. Maður er ekkert að fara. Mér líður vel á Íslandi,“ segir Audrius. Audrius óttast að ef ferlið taki of langan tíma verði hann sendur aftur til Lithaen og skipað að gegna þar herskyldu. „Maður þorir ekkert í helgarferð til t.d. Lithaen að kíkja á ömmu af ótta við að vera tekinn í herskyldu til að gegna henni. Það er leiðinlegt að búa við svona hræðslu,“ segir Audrius. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
23 ára Lithái sem hefur búið hér í 17 ár sótti um íslenskan ríkisborgararétt en var synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. Sviðstjóri hjá Útlendingastofnun segir endurtekin brot hafa áhrif á umsókn, óháð eðli og alvarleika brota. Audrius Sakalauskas hefur búið á Íslandi frá fimm ára aldri. Hann er með sveinspróf í rafvirkjun og lýkur nú meistaranámi. Hann sótti um íslenskan ríkisborgararétt í fyrra en fékk synjun fyrir stuttu. Að hans sögn var honum synjað vegna hraðasekta sem hann hlaut á sínum yngri árum. „Þeir orðuðu þetta þannig að ég sé síendurtekinn afbrotamaður, en það er vegna umferðasekta sem ég fékk fyrir yfir þremur árum síðan. Þetta voru fyrstu árin, ég var 17 til 19 ára gamall. Ungur og vitlaus. Ég held að flestar sektir hjá mörgun séu þannig. Það er ekki eins og maður sé að gera eitthvað af ásetningi. Fremja eitthvað svakalegt brot,“ segir Audrius.Á heimasíðu Útlendingastofnunnar kemur fram að stofnunin hafi ekki heimild til að veita ríkisborgararétt þegar brot eru endurtekin. Sviðsstjóri hjá stofnuninni segir að endurtekin brot hafi áhrif á umsókn og þá hafi eðli brota engin áhrif. Öll brot falli undir sama hatt óháð alvarleika þeirra.Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun.Skjáskot úr frétt„Eðli brota skipta ekki máli í þesus samhengi. Einfaldelga hvort einstaklingar hafa fengið sektir eða dóma, hvort sem það er hérlendis eða erlendis. Þá er það þessi krafa að það hafi liðinn ákveðinn tími ef að brot eru ekki endurtekin og ef að sektir ná ekki ákveðinni fjárhæð,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sviðstjóri hjá Útlendingastofnun. „Ég á mér líf hérna. Ég hef verið með konunni minni í sjö ár. Við trúlofuðum okkur fyrir stuttu. Maður er ekkert að fara. Mér líður vel á Íslandi,“ segir Audrius. Audrius óttast að ef ferlið taki of langan tíma verði hann sendur aftur til Lithaen og skipað að gegna þar herskyldu. „Maður þorir ekkert í helgarferð til t.d. Lithaen að kíkja á ömmu af ótta við að vera tekinn í herskyldu til að gegna henni. Það er leiðinlegt að búa við svona hræðslu,“ segir Audrius.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira