Reiði meðal lögreglumanna Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2018 18:30 Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. Hann segir slæmt ástand innan lögreglunnar ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið, ástandið sé eins um allt land. Í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun tók Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undir þær áhyggjur að lögreglumenn séu of fáir. Hún vakti mikla reiði meðal lögreglumanna í síðustu viku þegar hún sagði aldrei eins vel búið að lögreglunni og nú. Lögreglumenn segja ástandið hinsvegar svart og sleppa þurfi útköllum og forgangsraða næstum daglega. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir vanta að lágmarki 100 lögreglumenn til starfa á landinu. „Álagið er of mikið, það eru of fáir lögreglumenn að störfðum og það vantar fjármagn innan lögreglunnar, það er alveg sama hvað hver segir um það,” bendir hann á. Hann segir lausnina einfalda, það þurfi að stórauka fjárframlög til lögreglu.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Það þarf að hafa það í huga þegar þessar tölur eru birtar, á vef stjórnarráðsins, um fjárframlög til lögreglu vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í það. Það er að segja sá sammdráttur sem varð frá því fyrir hrun og eftir hrun. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem innanríkisráðuneytið sjálft birti á Alþingi,” segir Snorri.Í tillögum um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 er að lögregla verði í 90 prósent tilvika með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er í lágmarksmönnun og staðan sú að stöð sem telur allt að 60 þúsund íbúa hefur jafnvel bara tvo bíla til umráða, úti á landi er jafnvel um einn bíl að ræða.Ef það þarf að senda í útkall, jafnvel tímafrekt útkall, er þá algengt að hverfi eða bæir séu eftirlitslausir?„Já, það gerist ábyggilega á hverjum einasta degi. Oft á dag og oft á sólahring. Ef við skoðum bara Suðurlandið, fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins. Lögreglan þar hefur bent á þessar staðreyndir um undirmönnun og fjárskort. Þannig að bíll upptekinn í uppsveitum Árnessýslu er ekki að þjónusta íbúa Árborgar á meðan, né í Hveragerði eða Þorlákshöfn eða öðrum þeim bæjum sem þar eru," segir Snorri. Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Formaður Landssambands lögreglumanna segir dæmi um að hverfi í Reykjavík eða sveitarfélög á landinu séu eftirlitslaus komi upp tímafrek eða stærri útköll. Hann segir slæmt ástand innan lögreglunnar ekki einskorðast við höfuðborgarsvæðið, ástandið sé eins um allt land. Í þættinum Sprengisandi á Bylgunni í morgun tók Sigríður Andersen dómsmálaráðherra undir þær áhyggjur að lögreglumenn séu of fáir. Hún vakti mikla reiði meðal lögreglumanna í síðustu viku þegar hún sagði aldrei eins vel búið að lögreglunni og nú. Lögreglumenn segja ástandið hinsvegar svart og sleppa þurfi útköllum og forgangsraða næstum daglega. Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna, segir vanta að lágmarki 100 lögreglumenn til starfa á landinu. „Álagið er of mikið, það eru of fáir lögreglumenn að störfðum og það vantar fjármagn innan lögreglunnar, það er alveg sama hvað hver segir um það,” bendir hann á. Hann segir lausnina einfalda, það þurfi að stórauka fjárframlög til lögreglu.Snorri Magnússon, formaður Landssambands lögreglumanna.Fréttablaðið/Daníel„Það þarf að hafa það í huga þegar þessar tölur eru birtar, á vef stjórnarráðsins, um fjárframlög til lögreglu vantar að minnsta kosti 2,8 milljarða inn í það. Það er að segja sá sammdráttur sem varð frá því fyrir hrun og eftir hrun. Þetta kemur fram í opinberum skjölum sem innanríkisráðuneytið sjálft birti á Alþingi,” segir Snorri.Í tillögum um fjármálaáætlun fyrir árin 2019-2023 kemur fram að markmið ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2023 er að lögregla verði í 90 prósent tilvika með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast.Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er í lágmarksmönnun og staðan sú að stöð sem telur allt að 60 þúsund íbúa hefur jafnvel bara tvo bíla til umráða, úti á landi er jafnvel um einn bíl að ræða.Ef það þarf að senda í útkall, jafnvel tímafrekt útkall, er þá algengt að hverfi eða bæir séu eftirlitslausir?„Já, það gerist ábyggilega á hverjum einasta degi. Oft á dag og oft á sólahring. Ef við skoðum bara Suðurlandið, fjölfarnasta ferðamannasvæði landsins. Lögreglan þar hefur bent á þessar staðreyndir um undirmönnun og fjárskort. Þannig að bíll upptekinn í uppsveitum Árnessýslu er ekki að þjónusta íbúa Árborgar á meðan, né í Hveragerði eða Þorlákshöfn eða öðrum þeim bæjum sem þar eru," segir Snorri.
Lögreglumál Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira