Íslenskur Crossfit-kappi heppinn að vera á lífi eftir alvarlegt slys í Frakklandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. ágúst 2018 14:15 Henning Jónasson bíður nú þess að vera fluttir til Íslands frá Frankfurt. Mynd/Laufey Kristjánsdóttir Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Henning var í fríi í Frakklandi ásamt kærustu hans, Laufeyju Kristjánsdóttur. Á sunnudaginn voru þau stödd í Gorges du Verdon, vinsælum ferðamannastað. Þar höfðu þau leigt sér hjólabát þar sem þau sigldu um á vatni í gljúfrinu sem þykir vera eitt fegursta gljúfur Evrópu.„Við vorum að hoppa þarna allan morguninn og vorum alls ekki þau einu sem vorum að gera það,“ segir Laufey í samtali við Vísi. Hún segir að það hafi gengið vel framan af degi en þegar þau voru komin lengra inn í gljúfrið ákvað Henning að stinga sér einu sinni enn til sunds.„Hann ætlaði að taka létt stökk, hann klifraði ekki hátt upp en fór akkúrat í það skiptið með hausinn á undan og þá tók bara botninn við honum. Sem betur var þetta sandur en ekki steinar en þetta var svakalegt högg,“ segir Laufey.Tókst með herkjum að koma sér upp á hjólabátinn áður en hann datt út Svo heppilega vildi til að stutt var í hjólabát þeirra og gat Henning komið sér upp á bátinn.Gljúfrið þar sem Henning og Laufey voru á ferð um þykir ægifagurt.Vísir/Getty„Hann stóð upp og var strax ótrúlega verkjaður en náði einhvern veginn að koma sér upp á hjólabátinn. Það voru bara þrír til fjórir metrar í bátinn og hann labbaði þangað, þetta var það grunnt. Hann stökk upp á bátinn og ég náði að tala við hann í nokkrar sekúndur áður en hann datt algjörlega út í 15-20 sekúndur, lengst inn í gljúfrinu,“ segir Laufey.Laufey kallaði þá á hjálp og komu tveir menn sem voru í grennd við Laufeyju og Henning honum til bjargar. Hringdu þeir á starfsmenn á svæðinu sem gátu boðað sjúkrabíl á vettvang. Hjóluðu þeir svo hjólabátnum í land á meðan Laufey hélt Henning vakandi.Líklegt að hraustleiki hans hafi komið sér velÞaðan var Henning fluttur á sjúkrahús þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir. Ljóst er að Henning þarf að vera með spelku næstu tvo til þrjá mánuði. Brotin voru þó það stöðug að ekki þurfti að framkvæma aðgerð í bili. Líklegt er að hraustleiki Hennings hafi komið honum vel en Laufey segir að læknarnir hafi sagt að mildi sé að hann sé á lífi miðað við þau meiðsli sem hann hlaut.„Læknarnir töluðu um hvað hann væri rosalega heppinn. Það væru ekki margir sem þríbrotna þarna og lifa það af,“ segir Laufey sem nú er stödd með Henning í Frankfurt þar sem þau bíða eftir flugi til Íslands. Eru þau væntanleg til Íslands í kvöld og verður Henning lagður beint inn á Landspítalann við komu til landsins þar sem íslenskir læknar munu leggja mat á ástand hans.Henning og Laufey á góðri stundu. A post shared by Laufey Kristjánsdóttir (@laufeykristjans) on Mar 25, 2018 at 10:34am PDT Laufey segir að Henning sé nokkuð brattur þrátt fyrir slysið.„Hann er náttúrulega verkjaður en er rosalega sterkur. Hann veit að þetta verður erfitt en hann er þannig að hann mun pottþétt koma til baka bara betri ef eitthvað er.“Henning starfar sem crossfit-þjálfari hjá crossfit-stöðinni Granda101 í Reykjavík og ætla félagar hans þar að sýna honum stuðning með því að búa til sérstaka æfingu sem inniheldur margar af uppáhalds æfingum Hennings. Æfingin verður æfing dagsins hjá Granda101 á morgun og hvetja forráðamenn stöðvarinnar aðrar crossfitstöðvar til þess að gera slíkt hið sama, Henning til stuðnings. CrossFit Tengdar fréttir Opnuðu alvöru fjölskyldufyrirtæki úti á Granda Nýja æfingastöðin Grandi101 er alvöru fjölskyldufyrirtæki en það er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Henning Jónasson, bróðir Núma, er svo þjálfari hjá Grandi 101. 3. mars 2017 08:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Talið er að Crossfit-kappinn Henning Jónasson sé heppinn að vera á lífi eftir að hann stakk sér til sunds í grunnu vatni í Suður-Frakklandi á sunnudaginn með þeim afleiðingum að hann hlaut slæmt höfuðhögg og þríbrotnaði á efsta hálsliðnum.Henning var í fríi í Frakklandi ásamt kærustu hans, Laufeyju Kristjánsdóttur. Á sunnudaginn voru þau stödd í Gorges du Verdon, vinsælum ferðamannastað. Þar höfðu þau leigt sér hjólabát þar sem þau sigldu um á vatni í gljúfrinu sem þykir vera eitt fegursta gljúfur Evrópu.„Við vorum að hoppa þarna allan morguninn og vorum alls ekki þau einu sem vorum að gera það,“ segir Laufey í samtali við Vísi. Hún segir að það hafi gengið vel framan af degi en þegar þau voru komin lengra inn í gljúfrið ákvað Henning að stinga sér einu sinni enn til sunds.„Hann ætlaði að taka létt stökk, hann klifraði ekki hátt upp en fór akkúrat í það skiptið með hausinn á undan og þá tók bara botninn við honum. Sem betur var þetta sandur en ekki steinar en þetta var svakalegt högg,“ segir Laufey.Tókst með herkjum að koma sér upp á hjólabátinn áður en hann datt út Svo heppilega vildi til að stutt var í hjólabát þeirra og gat Henning komið sér upp á bátinn.Gljúfrið þar sem Henning og Laufey voru á ferð um þykir ægifagurt.Vísir/Getty„Hann stóð upp og var strax ótrúlega verkjaður en náði einhvern veginn að koma sér upp á hjólabátinn. Það voru bara þrír til fjórir metrar í bátinn og hann labbaði þangað, þetta var það grunnt. Hann stökk upp á bátinn og ég náði að tala við hann í nokkrar sekúndur áður en hann datt algjörlega út í 15-20 sekúndur, lengst inn í gljúfrinu,“ segir Laufey.Laufey kallaði þá á hjálp og komu tveir menn sem voru í grennd við Laufeyju og Henning honum til bjargar. Hringdu þeir á starfsmenn á svæðinu sem gátu boðað sjúkrabíl á vettvang. Hjóluðu þeir svo hjólabátnum í land á meðan Laufey hélt Henning vakandi.Líklegt að hraustleiki hans hafi komið sér velÞaðan var Henning fluttur á sjúkrahús þar sem hann var skoðaður í bak og fyrir. Ljóst er að Henning þarf að vera með spelku næstu tvo til þrjá mánuði. Brotin voru þó það stöðug að ekki þurfti að framkvæma aðgerð í bili. Líklegt er að hraustleiki Hennings hafi komið honum vel en Laufey segir að læknarnir hafi sagt að mildi sé að hann sé á lífi miðað við þau meiðsli sem hann hlaut.„Læknarnir töluðu um hvað hann væri rosalega heppinn. Það væru ekki margir sem þríbrotna þarna og lifa það af,“ segir Laufey sem nú er stödd með Henning í Frankfurt þar sem þau bíða eftir flugi til Íslands. Eru þau væntanleg til Íslands í kvöld og verður Henning lagður beint inn á Landspítalann við komu til landsins þar sem íslenskir læknar munu leggja mat á ástand hans.Henning og Laufey á góðri stundu. A post shared by Laufey Kristjánsdóttir (@laufeykristjans) on Mar 25, 2018 at 10:34am PDT Laufey segir að Henning sé nokkuð brattur þrátt fyrir slysið.„Hann er náttúrulega verkjaður en er rosalega sterkur. Hann veit að þetta verður erfitt en hann er þannig að hann mun pottþétt koma til baka bara betri ef eitthvað er.“Henning starfar sem crossfit-þjálfari hjá crossfit-stöðinni Granda101 í Reykjavík og ætla félagar hans þar að sýna honum stuðning með því að búa til sérstaka æfingu sem inniheldur margar af uppáhalds æfingum Hennings. Æfingin verður æfing dagsins hjá Granda101 á morgun og hvetja forráðamenn stöðvarinnar aðrar crossfitstöðvar til þess að gera slíkt hið sama, Henning til stuðnings.
CrossFit Tengdar fréttir Opnuðu alvöru fjölskyldufyrirtæki úti á Granda Nýja æfingastöðin Grandi101 er alvöru fjölskyldufyrirtæki en það er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Henning Jónasson, bróðir Núma, er svo þjálfari hjá Grandi 101. 3. mars 2017 08:45 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Opnuðu alvöru fjölskyldufyrirtæki úti á Granda Nýja æfingastöðin Grandi101 er alvöru fjölskyldufyrirtæki en það er í eigu tvíburasystranna Elínar og Jakobínu Jónsdætra og manna þeirra, Núma Snæs Katrínarsonar og Grétars Ali Khan. Henning Jónasson, bróðir Núma, er svo þjálfari hjá Grandi 101. 3. mars 2017 08:45