Fær ekki sex daga frí frá „Alcatraz“-skólanum til að taka þátt í mikilvægum landsleikjum Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. ágúst 2018 10:00 Kristin Björndal Leine verður ekki með landsliðinu í næstu tveimur leikjum. vísir/getty María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM 2019 í næstu viku líkt og íslenska landsliðið. Noregur mætir Slóvakíu 31. ágúst og svo toppliði þriðja riðils, Hollandi, 4. september. Vinni norska liðið Slóvakíu fær það úrslitaleik í Osló á móti Hollandi um að komast beint á HM. Spennandi verkefni. Norska liðið verður án hinnar 22 ára gömlu Kristine Leine sem spilar með Roa í norsku úrvalsdeildinni. Hún fær ekki frí frá skóla til að taka þátt í þessu landsliðsverkefni og verður að bíta í það súra epli að horfa á leikinn í höfuðborginni úr stúkunni. „Þetta er alveg ömurlegt. Ég er búinn að leggja hart að mér til þess að vera með í þessum leikjum,“ segir Leine í viðtali við NRK en hún er í hjúkrunarfræðinámi í VID Diakonhjemmet-háskólanum í Osló.Kristin og María eru góðar vinkonur.vísir/gettyReglur eru reglur Leine bað um sex daga frí til að taka þátt í þessu landsliðsverkefni en skólinn setti stólinn fyrir dyrnar. „Skólinn er með ákveðið regluverk og þarf að koma eins fram við alla nemendur. Það voru skilaboðin sem að ég fékk. Skólinn gerir lítið til að koma til móts við mann,“ segir Leine. Háskólarektorinn Ingunn Moser segir í viðtali við norska ríkissjónvarpið að hún geti ekki tjáð sig um einstaka tilfelli en það gilda landsreglur þegar kemur að skólamálum sem að allir verða að fara eftir. „Þeir sem ætla að komast í gegnum námið verða að mæta í 90 prósent tímanna. Þetta eru bara landsreglur, ekki reglur sem þessi skóli setur. Svona er þetta innan norska skólakerfisins,“ segir Moser. Íslensk-norski miðvörðurinn María Þórisdóttir, liðsfélagi Leine í landsliðinu, tekur upp hanskann fyrir samherja sinn en hún lenti í nákvæmlega því sama þegar að hún ætlaði sér að verða hjúkrunarfræðingur.María hætti í náminu „Sorglegt. Ég lenti í því sama og hætti í náminu út af þessu. Af hverju þarf þetta að vera svona. Ég stend með þér,“ segir María á Facebook og deilir viðtali NRK við Leine. María segir svo enn frekar í viðtali við NRK að þetta komi henni ekkert á óvart þar sem að hún gekk í gegnum þetta á sínum tíma. „Ég var í hjúkrunarnámi en þurfti að hætta eftir tæp tvö ár. Það er ekkert gert til þess að hjálpa þeim sem vilja bæði stunda nám og spila fótbolta. Ég eyddi meiri orku í að fá að gera bæði heldur en í sjálft námið,“ segir María. Maren Mjelde, einn besti leikmaður norska liðsins og samherji Maríu hjá Chelsea, finnst þetta virkilega ósanngjarnt og bendir á að konur þurfi á náminu að halda.Norska liðið getur komist beint á HM með sigri í næstu tveimur leikjum.vísir/gettyRöng skilaboð til ungra stúlkna „Við erum sífellt hvattar til þess að sameina nám og fótbolta. Þetta mál er sorglegt því það sýnir að það er erfitt að sameina þetta tvennt,“ segir Mjelde. „Við þénum ekki mikið í kvennaboltanum. Leikmannaferillinn er stuttur og því er mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni. Þetta sendir röng skilaboð til yngri stúlkna sem spila spila fótbolta á hæsta stigi en stunda nám á sama tíma,“ segir Maren Mjelde. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi þar sem að fyrrverandi leikmenn norska karlalandsliðsins hafa blandað sér í umræðuna.Dette er bare patetisk! Krise! Idiotisk!! Mest av alt forbanna trist! https://t.co/PSGklJsa8r — John Arne Riise (@JARiiseOfficial) August 23, 2018Hun får ikke fri fra skole for å spille landskamp??????? Går hun på Alcatraz Skole? https://t.co/247VahW0rB — Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) August 23, 2018 John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir þetta sorglegt og heimskt og Jan Aage Fjortoft spyr hvort að Leine sé í Alcatraz-skólanum og vitnar þar til fangelsins fræga í San Francisco. Þrátt fyrir reiði í norska samfélaginu ætlar háskólinn að standa í sínu. NRK hafði aftur samband við rektorinn Ingunni Moser sem gaf lítið fyrir upphrópin og benti á að reglur væru reglur. „Það er erfitt að stunda nám og spila fótbolta á sama tíma. Vonandi verður það auðveldara í framtíðinni,“ segir María Þórisdóttir. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
María Þórisdóttir og stöllur hennar í norska kvennalandsliðinu í fótbolta eiga fyrir höndum tvo mikilvæga leiki í undankeppni HM 2019 í næstu viku líkt og íslenska landsliðið. Noregur mætir Slóvakíu 31. ágúst og svo toppliði þriðja riðils, Hollandi, 4. september. Vinni norska liðið Slóvakíu fær það úrslitaleik í Osló á móti Hollandi um að komast beint á HM. Spennandi verkefni. Norska liðið verður án hinnar 22 ára gömlu Kristine Leine sem spilar með Roa í norsku úrvalsdeildinni. Hún fær ekki frí frá skóla til að taka þátt í þessu landsliðsverkefni og verður að bíta í það súra epli að horfa á leikinn í höfuðborginni úr stúkunni. „Þetta er alveg ömurlegt. Ég er búinn að leggja hart að mér til þess að vera með í þessum leikjum,“ segir Leine í viðtali við NRK en hún er í hjúkrunarfræðinámi í VID Diakonhjemmet-háskólanum í Osló.Kristin og María eru góðar vinkonur.vísir/gettyReglur eru reglur Leine bað um sex daga frí til að taka þátt í þessu landsliðsverkefni en skólinn setti stólinn fyrir dyrnar. „Skólinn er með ákveðið regluverk og þarf að koma eins fram við alla nemendur. Það voru skilaboðin sem að ég fékk. Skólinn gerir lítið til að koma til móts við mann,“ segir Leine. Háskólarektorinn Ingunn Moser segir í viðtali við norska ríkissjónvarpið að hún geti ekki tjáð sig um einstaka tilfelli en það gilda landsreglur þegar kemur að skólamálum sem að allir verða að fara eftir. „Þeir sem ætla að komast í gegnum námið verða að mæta í 90 prósent tímanna. Þetta eru bara landsreglur, ekki reglur sem þessi skóli setur. Svona er þetta innan norska skólakerfisins,“ segir Moser. Íslensk-norski miðvörðurinn María Þórisdóttir, liðsfélagi Leine í landsliðinu, tekur upp hanskann fyrir samherja sinn en hún lenti í nákvæmlega því sama þegar að hún ætlaði sér að verða hjúkrunarfræðingur.María hætti í náminu „Sorglegt. Ég lenti í því sama og hætti í náminu út af þessu. Af hverju þarf þetta að vera svona. Ég stend með þér,“ segir María á Facebook og deilir viðtali NRK við Leine. María segir svo enn frekar í viðtali við NRK að þetta komi henni ekkert á óvart þar sem að hún gekk í gegnum þetta á sínum tíma. „Ég var í hjúkrunarnámi en þurfti að hætta eftir tæp tvö ár. Það er ekkert gert til þess að hjálpa þeim sem vilja bæði stunda nám og spila fótbolta. Ég eyddi meiri orku í að fá að gera bæði heldur en í sjálft námið,“ segir María. Maren Mjelde, einn besti leikmaður norska liðsins og samherji Maríu hjá Chelsea, finnst þetta virkilega ósanngjarnt og bendir á að konur þurfi á náminu að halda.Norska liðið getur komist beint á HM með sigri í næstu tveimur leikjum.vísir/gettyRöng skilaboð til ungra stúlkna „Við erum sífellt hvattar til þess að sameina nám og fótbolta. Þetta mál er sorglegt því það sýnir að það er erfitt að sameina þetta tvennt,“ segir Mjelde. „Við þénum ekki mikið í kvennaboltanum. Leikmannaferillinn er stuttur og því er mikilvægt að vera með eitthvað í bakhöndinni. Þetta sendir röng skilaboð til yngri stúlkna sem spila spila fótbolta á hæsta stigi en stunda nám á sama tíma,“ segir Maren Mjelde. Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi þar sem að fyrrverandi leikmenn norska karlalandsliðsins hafa blandað sér í umræðuna.Dette er bare patetisk! Krise! Idiotisk!! Mest av alt forbanna trist! https://t.co/PSGklJsa8r — John Arne Riise (@JARiiseOfficial) August 23, 2018Hun får ikke fri fra skole for å spille landskamp??????? Går hun på Alcatraz Skole? https://t.co/247VahW0rB — Jan Aage Fjortoft (@JanAageFjortoft) August 23, 2018 John Arne Riise, fyrrverandi leikmaður Liverpool, segir þetta sorglegt og heimskt og Jan Aage Fjortoft spyr hvort að Leine sé í Alcatraz-skólanum og vitnar þar til fangelsins fræga í San Francisco. Þrátt fyrir reiði í norska samfélaginu ætlar háskólinn að standa í sínu. NRK hafði aftur samband við rektorinn Ingunni Moser sem gaf lítið fyrir upphrópin og benti á að reglur væru reglur. „Það er erfitt að stunda nám og spila fótbolta á sama tíma. Vonandi verður það auðveldara í framtíðinni,“ segir María Þórisdóttir.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti