Hættu við að hafa B-svæði á tónleikadegi Arcade Fire Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 21. ágúst 2018 23:16 Á tónleikunum kom í ljós að hætt hefði verið við tvískiptingu salarins. Vísir/tryggvi Páll Ákveðið var að hætta við tvískiptingu tónleikasalarins þar sem hljómsveitin Arcade Fire kom fram í kvöld. Fram til dagsins í dag var hægt að kaupa ódýrari miða inn á svokallað „B-svæði“ sem veitir aðgang að aftari helming salarins. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hverfa frá tvískiptingu salarins er sú að svo fáir miðar seldust inn á B-svæði, að því er fram kemur í svari frá Tix.is. Friðjón Friðjónsson, almannatengill, er ekki viss um að það ríki mikill skilningur á meðal þeirra sem keyptu sér miða á A-svæðið: „Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A“, segir Friðjón á Twittersíðu sinni. Friðjón segir að hann hafi heyrt marga velta vöngum yfir fyrirkomulaginu: „Borgaði ég þá 4000 kr. aukalega til einskis?“ er spurning sem Friðjón segist hafa heyrt oft á tónleikunum. Stefán Gunnarsson, tónleikagestur, segir að hér sé um að ræða „svik og prettir“. Tónleikahaldarar hefðu átt að láta þá vita sem keyptu dýrari miðann um breytt fyrirkomulag svo þeir hefðu getað mætt fyrr til að tryggja sér gott pláss á tónleikunum. Þá segir í svari Tix miðasölu að þetta hafi ekki legið fyrir fyrr en seint í dag. „Svo er sá fjöldi sem bætist við frá B svæðinu mjög lítill og hefur ekki mikil áhrif á fjölda þeirra sem eru fyrir framan sviðið“. Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni í kvöld en Kiriyama Family hitaði upp fyrir Arcade Fire.Jæja @TixMidasala hér í höllinni er dáldið af fólki sem keypti miða á svæði A. Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) August 21, 2018 Það seldust aðeins örfáir miðar á B svæði (undir 5%) og því tók tónleikahaldarinn ákvörðun um að sleppa skiptingunni, bara því það kæmi illa út að vera að stúka þessa örfáu einstaklinga af þarna aftast.Með von um skilning og góða skemmtun í kvöld.— Tix miðasala (@TixMidasala) August 21, 2018 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Ákveðið var að hætta við tvískiptingu tónleikasalarins þar sem hljómsveitin Arcade Fire kom fram í kvöld. Fram til dagsins í dag var hægt að kaupa ódýrari miða inn á svokallað „B-svæði“ sem veitir aðgang að aftari helming salarins. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að hverfa frá tvískiptingu salarins er sú að svo fáir miðar seldust inn á B-svæði, að því er fram kemur í svari frá Tix.is. Friðjón Friðjónsson, almannatengill, er ekki viss um að það ríki mikill skilningur á meðal þeirra sem keyptu sér miða á A-svæðið: „Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A“, segir Friðjón á Twittersíðu sinni. Friðjón segir að hann hafi heyrt marga velta vöngum yfir fyrirkomulaginu: „Borgaði ég þá 4000 kr. aukalega til einskis?“ er spurning sem Friðjón segist hafa heyrt oft á tónleikunum. Stefán Gunnarsson, tónleikagestur, segir að hér sé um að ræða „svik og prettir“. Tónleikahaldarar hefðu átt að láta þá vita sem keyptu dýrari miðann um breytt fyrirkomulag svo þeir hefðu getað mætt fyrr til að tryggja sér gott pláss á tónleikunum. Þá segir í svari Tix miðasölu að þetta hafi ekki legið fyrir fyrr en seint í dag. „Svo er sá fjöldi sem bætist við frá B svæðinu mjög lítill og hefur ekki mikil áhrif á fjölda þeirra sem eru fyrir framan sviðið“. Tónleikarnir fara fram í nýju Laugardalshöllinni í kvöld en Kiriyama Family hitaði upp fyrir Arcade Fire.Jæja @TixMidasala hér í höllinni er dáldið af fólki sem keypti miða á svæði A. Bara til að komast að því að það er ekkert svæði A— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) August 21, 2018 Það seldust aðeins örfáir miðar á B svæði (undir 5%) og því tók tónleikahaldarinn ákvörðun um að sleppa skiptingunni, bara því það kæmi illa út að vera að stúka þessa örfáu einstaklinga af þarna aftast.Með von um skilning og góða skemmtun í kvöld.— Tix miðasala (@TixMidasala) August 21, 2018
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira