Eigandi útgáfufélags Morgunblaðsins, Þórsmörk ehf., tapaði um 267 milljónum króna á síðasta ári. Kjarninn greinir frá og vísar í ársreikning Hlyns A ehf. sem er stærsti eigandi útgáfufélagsins.
Þórsmörk ehf. á eina eign sem er Árvakur, útgáfufélag Morgunblaðsins. Árvakur rekur auk Morgunblaðsins vefmiðilinn mbl.is, Eddu-útgáfu og útvarpsstöðina K100. Árvakur tapaði tæplega 50 milljónum króna árið 2016 en hvorki Árvakur né Þórsmörk hafa skilað ársreikningi fyrir árið 2017.
Hlynur A er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur, aðaleiganda Ísfélags Vestmannaeyja.
