Formaður tannlæknafélagsins fagnar samningi eftir 14 ára bið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 18:29 Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Vísir/Baldur Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. „Þetta veitir þeim 50% þátttöku í tannlæknaþjónustu og sama verð verður hjá öllum tannlæknum, almennum tannlæknum, þannig að þetta á að vera allt annað líf fyrir fólkið en við vonum að þetta sé kannski byrjunin á öðru,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. Hún kveðst vona að þátttakan muni aukast í framhaldinu. „Ég er mjög ánægð fyrir hönd okkar skjólstæðinga að þetta skuli vera komið í gegn eftir fjórtán ár.“ Undanfarin fjórtán ár hefur verið föst gjaldskrá sem ekki hefur hækkað síðan 2004 heldur staðið í stað. „Við erum búin að fá yfir okkur efnahagshrun og allt hefur hækkað síðan þá þannig þessi þátttaka var komin niður í 27% að meðaltali en núna er þetta orðið 50% og það er jafnt hjá öllum,“ segir Elín.Hafa séð dæmi um ofmeðhöndlun Ferðir Íslendinga til útlanda til að sækja tannlæknaþjónustu hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu en Elín segir að mörgu að huga þegar þjónusta er sótt erlendis. „Það er ýmislegt sem getur komið upp því að fólk getur náttúrlega ekki alveg borið skynbragð af því sem það er að fá upp í munninn á sér. Við höfum verið að sjá ofmeðhöndlun, einhver sem þarf að fá eina krónu kannski kemur heim með sex,“ segir Elín og bætir við að það geti reynst varasamt. Þá segir hún segir eðlilegar skýringar vera á því hvers vegna tannlæknaþjónusta hér á landi sé mun dýrari hér á landi en annars staðar líkt og raun ber vitni um. „Við búum í þjóðfélagi sem er ríkt og meðaltekjur Íslendingar eru mjög háar,“ segir Elín. „Það er allt talsvert miklu dýrara hér heima á Íslandi í innkaupum og húsakostnaði og launakostnaði og allt sem lýtur að þeim rekstri.“ Það sé þó undir hverjum og einum komið að taka ákvörðun. „Við verðum að gleðjast yfir því að við búum í frjálsu landi og öllum er frjálst að gera það sem að þeir telja að sé rétt fyrir sig.“ Tengdar fréttir Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00 Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. „Þetta veitir þeim 50% þátttöku í tannlæknaþjónustu og sama verð verður hjá öllum tannlæknum, almennum tannlæknum, þannig að þetta á að vera allt annað líf fyrir fólkið en við vonum að þetta sé kannski byrjunin á öðru,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. Hún kveðst vona að þátttakan muni aukast í framhaldinu. „Ég er mjög ánægð fyrir hönd okkar skjólstæðinga að þetta skuli vera komið í gegn eftir fjórtán ár.“ Undanfarin fjórtán ár hefur verið föst gjaldskrá sem ekki hefur hækkað síðan 2004 heldur staðið í stað. „Við erum búin að fá yfir okkur efnahagshrun og allt hefur hækkað síðan þá þannig þessi þátttaka var komin niður í 27% að meðaltali en núna er þetta orðið 50% og það er jafnt hjá öllum,“ segir Elín.Hafa séð dæmi um ofmeðhöndlun Ferðir Íslendinga til útlanda til að sækja tannlæknaþjónustu hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu en Elín segir að mörgu að huga þegar þjónusta er sótt erlendis. „Það er ýmislegt sem getur komið upp því að fólk getur náttúrlega ekki alveg borið skynbragð af því sem það er að fá upp í munninn á sér. Við höfum verið að sjá ofmeðhöndlun, einhver sem þarf að fá eina krónu kannski kemur heim með sex,“ segir Elín og bætir við að það geti reynst varasamt. Þá segir hún segir eðlilegar skýringar vera á því hvers vegna tannlæknaþjónusta hér á landi sé mun dýrari hér á landi en annars staðar líkt og raun ber vitni um. „Við búum í þjóðfélagi sem er ríkt og meðaltekjur Íslendingar eru mjög háar,“ segir Elín. „Það er allt talsvert miklu dýrara hér heima á Íslandi í innkaupum og húsakostnaði og launakostnaði og allt sem lýtur að þeim rekstri.“ Það sé þó undir hverjum og einum komið að taka ákvörðun. „Við verðum að gleðjast yfir því að við búum í frjálsu landi og öllum er frjálst að gera það sem að þeir telja að sé rétt fyrir sig.“
Tengdar fréttir Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00 Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00
Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00