Formaður tannlæknafélagsins fagnar samningi eftir 14 ára bið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 30. ágúst 2018 18:29 Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands. Vísir/Baldur Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. „Þetta veitir þeim 50% þátttöku í tannlæknaþjónustu og sama verð verður hjá öllum tannlæknum, almennum tannlæknum, þannig að þetta á að vera allt annað líf fyrir fólkið en við vonum að þetta sé kannski byrjunin á öðru,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. Hún kveðst vona að þátttakan muni aukast í framhaldinu. „Ég er mjög ánægð fyrir hönd okkar skjólstæðinga að þetta skuli vera komið í gegn eftir fjórtán ár.“ Undanfarin fjórtán ár hefur verið föst gjaldskrá sem ekki hefur hækkað síðan 2004 heldur staðið í stað. „Við erum búin að fá yfir okkur efnahagshrun og allt hefur hækkað síðan þá þannig þessi þátttaka var komin niður í 27% að meðaltali en núna er þetta orðið 50% og það er jafnt hjá öllum,“ segir Elín.Hafa séð dæmi um ofmeðhöndlun Ferðir Íslendinga til útlanda til að sækja tannlæknaþjónustu hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu en Elín segir að mörgu að huga þegar þjónusta er sótt erlendis. „Það er ýmislegt sem getur komið upp því að fólk getur náttúrlega ekki alveg borið skynbragð af því sem það er að fá upp í munninn á sér. Við höfum verið að sjá ofmeðhöndlun, einhver sem þarf að fá eina krónu kannski kemur heim með sex,“ segir Elín og bætir við að það geti reynst varasamt. Þá segir hún segir eðlilegar skýringar vera á því hvers vegna tannlæknaþjónusta hér á landi sé mun dýrari hér á landi en annars staðar líkt og raun ber vitni um. „Við búum í þjóðfélagi sem er ríkt og meðaltekjur Íslendingar eru mjög háar,“ segir Elín. „Það er allt talsvert miklu dýrara hér heima á Íslandi í innkaupum og húsakostnaði og launakostnaði og allt sem lýtur að þeim rekstri.“ Það sé þó undir hverjum og einum komið að taka ákvörðun. „Við verðum að gleðjast yfir því að við búum í frjálsu landi og öllum er frjálst að gera það sem að þeir telja að sé rétt fyrir sig.“ Tengdar fréttir Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00 Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Samstarfssamningur milli Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands sem undirritaður var í síðustu viku er mikið fagnaðarefni að sögn formanns Tannlæknafélagsins. Samningurinn snýr að tannlæknaþjónustu fyrir eldriborgara og öryrkja en slíkur samningur hefur ekki verið til staðar í fjórtán ár. Þá sé að ýmsu að huga þegar tannlæknaþjónusta er sótt til annarra landa. „Þetta veitir þeim 50% þátttöku í tannlæknaþjónustu og sama verð verður hjá öllum tannlæknum, almennum tannlæknum, þannig að þetta á að vera allt annað líf fyrir fólkið en við vonum að þetta sé kannski byrjunin á öðru,“ segir Elín Sigurgeirsdóttir, formaður Tannlæknafélagsins. Hún kveðst vona að þátttakan muni aukast í framhaldinu. „Ég er mjög ánægð fyrir hönd okkar skjólstæðinga að þetta skuli vera komið í gegn eftir fjórtán ár.“ Undanfarin fjórtán ár hefur verið föst gjaldskrá sem ekki hefur hækkað síðan 2004 heldur staðið í stað. „Við erum búin að fá yfir okkur efnahagshrun og allt hefur hækkað síðan þá þannig þessi þátttaka var komin niður í 27% að meðaltali en núna er þetta orðið 50% og það er jafnt hjá öllum,“ segir Elín.Hafa séð dæmi um ofmeðhöndlun Ferðir Íslendinga til útlanda til að sækja tannlæknaþjónustu hafa nokkuð verið til umræðu að undanförnu en Elín segir að mörgu að huga þegar þjónusta er sótt erlendis. „Það er ýmislegt sem getur komið upp því að fólk getur náttúrlega ekki alveg borið skynbragð af því sem það er að fá upp í munninn á sér. Við höfum verið að sjá ofmeðhöndlun, einhver sem þarf að fá eina krónu kannski kemur heim með sex,“ segir Elín og bætir við að það geti reynst varasamt. Þá segir hún segir eðlilegar skýringar vera á því hvers vegna tannlæknaþjónusta hér á landi sé mun dýrari hér á landi en annars staðar líkt og raun ber vitni um. „Við búum í þjóðfélagi sem er ríkt og meðaltekjur Íslendingar eru mjög háar,“ segir Elín. „Það er allt talsvert miklu dýrara hér heima á Íslandi í innkaupum og húsakostnaði og launakostnaði og allt sem lýtur að þeim rekstri.“ Það sé þó undir hverjum og einum komið að taka ákvörðun. „Við verðum að gleðjast yfir því að við búum í frjálsu landi og öllum er frjálst að gera það sem að þeir telja að sé rétt fyrir sig.“
Tengdar fréttir Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00 Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Hjálparstofnanir fá fjölda fyrirspurna vegna tannlæknakostnaðar Stjórnvöld áætla að hækka framlag til tannlækninga aldraðra og öryrkja um 140 prósent sem er þó háð því að tannlæknar og sjúkratryggingar nái samningum. Hjálparstofnanir segja mikla ásókn um styrki vegna tannlækninga og þörf á úrræði fyrir fleiri hópa, svo sem láglaunafólk og einstæða foreldra. 15. ágúst 2018 21:00
Hópferðir farnar til að sækja tannlæknaþjónustu Þekkt dæmi eru um að Íslendingar fari í hópferðir til Austur - Evrópu til að sækja sér hagstæðari tannlæknaþjónustu en talsverður munur getur verið á kostnaði. 27. ágúst 2018 21:00