Laxeldi Arnarlax í Tálknafirði synjað um alþjóðlega gæðavottun Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. ágúst 2018 06:00 Laxeldi í Arnarfirði. ERLENDUR GÍSLASON Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. Um er að ræða vottun sem fylgir ítarlegum stöðlum um sjálfbæra samfélags- og umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði gerði vottunaraðilinn alvarlegar athugasemdir við fjölmargt í framleiðsluferli eldisins sem uppfyllir ekki skilyrði vottunarinnar. Erlendir kaupendur eldislaxins gera margir strangar gæðakröfur og var umsókn Arnarlax um vottun hluti uppbyggingar gæðakerfis hjá fyrirtækinu. Niðurstaða úttektar vottunaraðilans var birt 27. ágúst síðastliðinn. Af henni að dæma hefur Arnarlax bætt úr ýmsu sem gerðar voru athugasemdir við í ferlinu. Aðgerðir fyrirtækisins duga hins vegar ekki til og eldið fær ekki vottun, að þessu sinni. Vísað er til stöðu lífríkis í nágrenni eldisins en mælingar á súrefnisástandi botnsjávar og fjölbreytileika og magni botndýra í nágrenni eldisins, ná ekki viðmiðum þeirra staðla sem stuðst er við. Þá er tíðni óútskýrðs laxadauða of há hjá Arnarlaxi til að uppfylla skilyrði vottunaraðilans eða 22 prósent. Að lokum fer umfang lúsavandans einnig upp fyrir leyfilegt viðmið vottunar og áhrif þess á villta laxastofninn hafa ekki verið nægilega rannsökuð. Í niðurstöðunni er þó, með vísan til viðbragða og úrbóta fyrirtækisins í vottunarferlinu, mælt með Arnarlaxi sem umsækjanda um vottun í framtíðinni. „Við erum fullviss um að næsta kynslóð í Laugardal fái vottun,“ segir Þóra Dögg Jörundsdóttir, gæðastjóri Arnarlax, og segir synjun um vottun á þessu svæði ekki hafa áhrif á fyrirhugaðar umsóknir um vottun fyrir önnur eldissvæði. „Þó fiskurinn í Laugardal standist ekki vottun, það er framleiðslan sem þar er núna, þá er vottunaraðili að segja í þessari samantekt að ferlar og rekstur Arnarlax séu í samræmi við kröfur í ASC-staðlinum,“ segir Þóra. Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Neikvæð staða lífríkis á botni Tálknafjarðar, tíðni laxadauða í kvíum og umfang lúsavandans eru helstu ástæður þess að sú kynslóð sem nú er alin í laxeldi Arnarlax í Tálknafirði fær ekki ASC-vottun. Um er að ræða vottun sem fylgir ítarlegum stöðlum um sjálfbæra samfélags- og umhverfisvæna sjávarvöruframleiðslu. Eins og Fréttablaðið greindi frá í síðasta mánuði gerði vottunaraðilinn alvarlegar athugasemdir við fjölmargt í framleiðsluferli eldisins sem uppfyllir ekki skilyrði vottunarinnar. Erlendir kaupendur eldislaxins gera margir strangar gæðakröfur og var umsókn Arnarlax um vottun hluti uppbyggingar gæðakerfis hjá fyrirtækinu. Niðurstaða úttektar vottunaraðilans var birt 27. ágúst síðastliðinn. Af henni að dæma hefur Arnarlax bætt úr ýmsu sem gerðar voru athugasemdir við í ferlinu. Aðgerðir fyrirtækisins duga hins vegar ekki til og eldið fær ekki vottun, að þessu sinni. Vísað er til stöðu lífríkis í nágrenni eldisins en mælingar á súrefnisástandi botnsjávar og fjölbreytileika og magni botndýra í nágrenni eldisins, ná ekki viðmiðum þeirra staðla sem stuðst er við. Þá er tíðni óútskýrðs laxadauða of há hjá Arnarlaxi til að uppfylla skilyrði vottunaraðilans eða 22 prósent. Að lokum fer umfang lúsavandans einnig upp fyrir leyfilegt viðmið vottunar og áhrif þess á villta laxastofninn hafa ekki verið nægilega rannsökuð. Í niðurstöðunni er þó, með vísan til viðbragða og úrbóta fyrirtækisins í vottunarferlinu, mælt með Arnarlaxi sem umsækjanda um vottun í framtíðinni. „Við erum fullviss um að næsta kynslóð í Laugardal fái vottun,“ segir Þóra Dögg Jörundsdóttir, gæðastjóri Arnarlax, og segir synjun um vottun á þessu svæði ekki hafa áhrif á fyrirhugaðar umsóknir um vottun fyrir önnur eldissvæði. „Þó fiskurinn í Laugardal standist ekki vottun, það er framleiðslan sem þar er núna, þá er vottunaraðili að segja í þessari samantekt að ferlar og rekstur Arnarlax séu í samræmi við kröfur í ASC-staðlinum,“ segir Þóra.
Birtist í Fréttablaðinu Fiskeldi Umhverfismál Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira