Starfsmenn WOW beðnir um að eyða myndum af "hryllilegri“ árás í starfsmannagleði Birgir Olgeirsson skrifar 9. september 2018 18:01 Flugvél WOW air á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Alvarleg líkamsárás átti sér stað í gleðskap starfsmannafélags flugfélagsins WOW Air á Hard Rock í Lækjargötu í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að árásin hafi verið tilefnislaus en gerandinn var starfsmaður félagsins sem látið hefur af störfum. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var á fjölmiðla síðastliðinn laugardagsmorgun en þar kom fram að tilkynnt hefði verið um árás á veitingahúsi við Lækjargötu. Var sá sem fyrir árásinni varð sagður með áverka á höfði og að hann hefði verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Er sá sem fyrir árásinni varð sagður flugmaður hjá WOW air en gerandinn flugþjónn sem hefur látið af störfum.Lögreglan var kölluð á vettvang.Vísir/VilhelmStarfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina þar sem árásin var rædd og greint frá líðan þess sem fyrir henni varð. Í póstinum kemur fram að margir hefði orðið vitni að þessari „hryllilegu“ og „skyndilegu“ árás og að margir hefðu haft áhyggjur eftir hana. Er þessi hegðun sögð langt frá gildum WOW air og að hún verði aldrei liðin. Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni varði nóttinni á sjúkrahúsi en var útskrifaður um morguninn og sagður á batavegi. Er öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum sem varð fyrir árásinni. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum. Eru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air séu ein heild með því að eyða myndunum og er á það minnt að lögreglan hafi öll þau sönnunargögn sem til þarf. Samkvæmt heimildum Vísis á árásarmaðurinn að hafa dregið fram matardisk og lamið starfsmanninn í höfuðið með honum. Við það skarst starfsmaðurinn illa á höfði og hálsi og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta. Fréttir af flugi Lögreglumál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Sjá meira
Alvarleg líkamsárás átti sér stað í gleðskap starfsmannafélags flugfélagsins WOW Air á Hard Rock í Lækjargötu í Reykjavík síðastliðið föstudagskvöld. Fréttablaðið greindi fyrst frá. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW air, segir í samtali við Vísi að árásin hafi verið tilefnislaus en gerandinn var starfsmaður félagsins sem látið hefur af störfum. Greint var frá árásinni í dagbók lögreglu sem send var á fjölmiðla síðastliðinn laugardagsmorgun en þar kom fram að tilkynnt hefði verið um árás á veitingahúsi við Lækjargötu. Var sá sem fyrir árásinni varð sagður með áverka á höfði og að hann hefði verið fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Var árásarmaðurinn handtekinn og vistaður fyrir rannsókn málsins í fangageymslu lögreglu. Er sá sem fyrir árásinni varð sagður flugmaður hjá WOW air en gerandinn flugþjónn sem hefur látið af störfum.Lögreglan var kölluð á vettvang.Vísir/VilhelmStarfsmenn flugfélagsins fengu allir tölvupóst frá flugfélaginu um helgina þar sem árásin var rædd og greint frá líðan þess sem fyrir henni varð. Í póstinum kemur fram að margir hefði orðið vitni að þessari „hryllilegu“ og „skyndilegu“ árás og að margir hefðu haft áhyggjur eftir hana. Er þessi hegðun sögð langt frá gildum WOW air og að hún verði aldrei liðin. Starfsmaðurinn sem varð fyrir árásinni varði nóttinni á sjúkrahúsi en var útskrifaður um morguninn og sagður á batavegi. Er öllum þeim þakkað sem hjálpuðu starfsmanninum sem varð fyrir árásinni. Þá er minnst á að margir hafi myndir af árásinni á símum sínum. Eru þeir beðnir um að sýna starfsmanninum sem varð fyrir árásinni að starfsmenn WOW air séu ein heild með því að eyða myndunum og er á það minnt að lögreglan hafi öll þau sönnunargögn sem til þarf. Samkvæmt heimildum Vísis á árásarmaðurinn að hafa dregið fram matardisk og lamið starfsmanninn í höfuðið með honum. Við það skarst starfsmaðurinn illa á höfði og hálsi og var mikið blóð á vettvangi að sögn sjónarvotta.
Fréttir af flugi Lögreglumál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Rafræn skilríki í farsíma virka ekki eins og vera ber Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Sjá meira