Tillkynnt var um umferðaróhapp á Reykjanesbraut við Sprengisand skömmu eftir klukkan 7 í morgun en þar hafði bifreið verið ekið aftan á aðra bifreið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Annar bíllinn var óökuhæfur eftir aftanákeyrsluna og var hann því fluttur af vettvangi með dráttarbifreið. Engin slys urðu á fólki.
Umferðaróhapp á Reykjanesbraut
Kristín Ólafsdóttir skrifar
