Slegist með stólum á öldurhúsi í Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. september 2018 07:38 Gríðarlegur erill var hjá lögreglu milli 17 og 5. Vísir/Vilhelm Samtals komu 93 mál inn á borð lögreglu milli klukkan 17 í gær og 5 í morgun. Þar ber helst að nefna hópslagsmál á öldurhúsi í Hafnarfirði, þriggja bíla árekstur á Sæbraut, unglingaslagsmál í strætóskýli í Kópavogi og óboðinn gestur í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Slegist með stólum á öldurhúsi Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um hópslagsmál við öldurhús í Hafnarfirði, þar sem meðal annars var slegist með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang en slagsmálin höfðu fjarað út þegar lögreglu bar að garði. Einn var þó fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Um klukkan 21:30 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Sólfarið. Engin meiðsl urðu á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar óökufærar með kranabifreið af vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga að slást við strætóskýli í Kópavogi. Unglingarnir eru sagðir hafa hlaupið á brott er þeim var tjáð að búið væri að hringja á lögreglu og voru þeir á bak og braut þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt um tvær líkamsárásir í Kópavogi Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás við öldurhús í Kópavogi. Þolandi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meintur gerandi tekinn til skýrslutöku á lögreglustöð. Báðir aðilar gengu leiða sinna að loknum yfirheyrslum og skoðun á sjúkrahúsi. Um klukkan 3 í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Kópavogi. Lögregla ræddi við málsaðila á vettvangi og er málið til skoðunar. Skömmu eftir klukkan 23 tilkynnti húsráðandi í Breiðholti að maður í annarlegu ástandi hafi komið óboðinn inn í íbúð hans. Húsráðandi náði þó sjálfur að visa manninum á brott úr íbúðinni áður en lögregla kom á vettvang. Á tólfta tímanum var einnig tilkynnt um eld í ruslatunnu við skóla í Breiðholti. Eldurinn var slökktur með slökkvitæki er lögregla kom á vettvang. Ekki urðu aðrar skemmdir en á ruslatunnunni sem er ónýt. Flest málanna níutíu og þriggja voru þó minniháttar og tengjast ölvun og/eða hávaða frá samkvæmum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðalagabrot á borð við að aka á rauðu ljósi, vera á ótryggðu ökutæki í umferðinni og aka um á ökutæki án skráningarmerkja. Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Samtals komu 93 mál inn á borð lögreglu milli klukkan 17 í gær og 5 í morgun. Þar ber helst að nefna hópslagsmál á öldurhúsi í Hafnarfirði, þriggja bíla árekstur á Sæbraut, unglingaslagsmál í strætóskýli í Kópavogi og óboðinn gestur í Breiðholti. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Slegist með stólum á öldurhúsi Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um hópslagsmál við öldurhús í Hafnarfirði, þar sem meðal annars var slegist með stólum. Nokkrar lögreglubifreiðar voru sendar á vettvang en slagsmálin höfðu fjarað út þegar lögreglu bar að garði. Einn var þó fluttur á slysadeild til skoðunar með áverka á höfði. Um klukkan 21:30 varð þriggja bifreiða árekstur á Sæbraut við Sólfarið. Engin meiðsl urðu á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar óökufærar með kranabifreið af vettvangi. Á sjöunda tímanum í gær barst lögreglu tilkynning um hóp unglinga að slást við strætóskýli í Kópavogi. Unglingarnir eru sagðir hafa hlaupið á brott er þeim var tjáð að búið væri að hringja á lögreglu og voru þeir á bak og braut þegar lögreglu bar að garði. Tilkynnt um tvær líkamsárásir í Kópavogi Á áttunda tímanum í gær var tilkynnt um líkamsárás við öldurhús í Kópavogi. Þolandi var fluttur á slysadeild til skoðunar en meintur gerandi tekinn til skýrslutöku á lögreglustöð. Báðir aðilar gengu leiða sinna að loknum yfirheyrslum og skoðun á sjúkrahúsi. Um klukkan 3 í nótt var svo tilkynnt um líkamsárás við skemmtistað í Kópavogi. Lögregla ræddi við málsaðila á vettvangi og er málið til skoðunar. Skömmu eftir klukkan 23 tilkynnti húsráðandi í Breiðholti að maður í annarlegu ástandi hafi komið óboðinn inn í íbúð hans. Húsráðandi náði þó sjálfur að visa manninum á brott úr íbúðinni áður en lögregla kom á vettvang. Á tólfta tímanum var einnig tilkynnt um eld í ruslatunnu við skóla í Breiðholti. Eldurinn var slökktur með slökkvitæki er lögregla kom á vettvang. Ekki urðu aðrar skemmdir en á ruslatunnunni sem er ónýt. Flest málanna níutíu og þriggja voru þó minniháttar og tengjast ölvun og/eða hávaða frá samkvæmum, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Þá voru nokkrir ökumenn kærðir fyrir umferðalagabrot á borð við að aka á rauðu ljósi, vera á ótryggðu ökutæki í umferðinni og aka um á ökutæki án skráningarmerkja.
Lögreglumál Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira