Óheyrilegur kostnaður vegna hátíðarfundar rakinn til óstjórnar Jakob Bjarnar skrifar 19. september 2018 12:06 Spjótin beinast nú að Steingrími J. Sigfússyni forseta Alþingis sem hér sést ásamt Helga Bernódussyni skrifstofustjóra Alþingis, baðaður í hinni rándýru lýsingu. Fbl/Anton Brink Svo virðist sem klúður hafi einkennt alla framkvæmdastjórn sem snéri að uppsetninga sviðsins sem smíðað var sérstaklega undir hátíðarfund Alþingis sem fram fór 18. júlí í sumar. Þetta segja ýmsir fagmenn á þessu sviði í samtali við Vísi. Alls nam sundurliðaður kostnaður vegna fundarins 87 milljónum króna en það sem einkum stendur í fólki eru kostnaðarliðir sem snúa að lýsingu og hljóði, lýsingin kostaði 22 milljónir króna en hljóðkerfið tæpar 4 milljónir. Ráðgjöfin sem kostaði 9 milljónir er svo nokkuð sem menn reyna ekki að skilja.Mikil reiði meðal almenningsVísir hefur greint frá mikilli reiði sem brotist hefur út á samfélagsmiðlum vegna málsins. „Tröllslega galið,“ segir Illugi Jökulsson útvarpsmaður og rithöfundur og Hannesi Friðbjörnssyni tónlistarmanni, sem hefur spilað á ófáum tónleikunum, blöskrar: „22 millur í lýsingu utandyra um mitt sumar. Ég veit sitthvað um svona framkvæmdir og þetta er það sturlaðasta sem ég hef heyrt“.Það sem verður til að undirstrika hinn mikla kostnað er sú staðreynd að fáir mættu til að verða vitni af viðburðinum, þeir sem þó mættu voru forviða túristar og svo nokkrir sem mættu gagngert til að mótmæla.fbl/anton brinkFréttastofa hefur rætt við fjölda þingmanna sem allir vísa á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins. Hann hljóti að svara fyrir þetta. Verkkaupi er skrifstofa Alþingis en framkvæmdastjórn var á könnu framkvæmdasýslu ríkisins. Það var svo Exton sem sá um útfærslu og uppsetningu. Fagmenn sem Vísir hefur rætt við furða sig á kostnaðinum þó framkvæmdastjóri Exton vilji meina að hann eigi sér eðlilegar skýringar, eins og fram kom í Vísi í vikunni.Tilboð með seinni skipunum helmingi lægra Samkvæmt tilboði sem Vísir hefur undir höndum gerði annar aðili tilboð í einn verkþáttinn, lýsinguna, og hljóðaði kostnaður þar, sem lagður var upp sem rausnarlegur, samtals 11 milljónum króna eða helmingi minni en kostnaðurinn reyndist. Þegar kallað var eftir því tilboði var tími til stefnu af skornum skammti og ekkert varð úr að það yrði skoðað nánar.Eins og sjá má á þessari mynd voru fjölmargir kastarar skrúfaðir upp til að lýsa hinn umdeilda fund.fbl/anton brinkFagmenn á þessu sviði, í því sem snýr að uppsetningu á sviði, hljóði og lýsingu, telja kostnaðinn út úr öllu korti og hér sé illa með almannafé farið. Samkvæmt heimildum Vísis var gangur málsins sá að upphaflega bauð ríkið út uppsetningu á sviðinu sjálfu. Exton fékk það verk og í framhaldinu virðist hafa verið ákveðið að fyrirtækið hannaði og sæi um uppsetningu á hljóði og lýsingu. Fullyrt er að þeir verkþættir hafi ekki verið boðnir út fyrr en alltof seint og heildarpakkinn hafi aldrei verið boðinn út.Fóturinn aldrei settur niður Því er lýst þannig í eyru blaðamanns Vísis að þetta hljóti að hafa verið þannig að Exton, sem hannaði lýsingu og hljóð og svo settu upp sjálfir, hafi gert tilboð í verkið og vænst gagntilboðs sem aldrei kom. Talið er óeðlilegt að þeir sem hanni taki svo að sér verkið sjálfir. Þá vilja heimildarmenn Vísis meina að málum sé blandið hvort og þá hver fór fram á baksviðslýsingu af hálfu Ríkissjónvarpsins vegna sjónvarpsútsendingarinnar en sá liður hleypti kostnaðinum upp samkvæmt útskýringum framkvæmdastjóra Exton.Guðrún er forstjóri FSR, sem stýrði framkvæmdinni en verkkaupi er skrifstofa Alþingis. Guðrún hefur óskað eftir því að fá að svara spurningum vegna málsins samkvæmt formlegri skriflegri fyrirspurn.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri framkvæmdasýslu ríkisins, segir þetta ekki ríma við þær heimildir sem hún hefur. Hún segir verkið hafa verið boðið út sem þá stangast á við þær upplýsingar sem Vísir hefur undir höndum. Hún segist ekki þekkja hvert verkefni í þaula, þau séu mörg sem Framkvæmdasýsla ríkisins hefur á sinni könnu.Fer fram á formlega fyrirspurn Guðrún vildi sem minnst tjá sig um málið á þessu stigi, taldi eðlilegra að þingið, sem einnig kom að verkinu, sé til svara. Hún fór fram á formlega skriflega fyrirspurn sem Vísir hefur sent á framkvæmdasýsluna og má sjá hana hér neðar. Guðrún sagði þó að Framkvæmdasýsla ríkisins legði sig í líma við að standa vel að öllum útboðum fyrir hönd ríkisins og að þar væri gætt jafnræðis. Sem fyrr segir hefur Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis ekki enn tjáð sig um þennan mikla kostnað en þingmenn vísa á hann. Steingrímur var í gær í opinberri heimsókn í Færeyjum og hefur ekki verið til svara.Fyrirspurn til framkvæmdasýslu ríkisins Eins og áður sagði fór Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, fram á formlega fyrirspurn vegna málsins og til nánari glöggvunar er hún svohljóðandi: Vegna kostnaðar við hátíðarfund Alþingis sem nam alls um 87 milljónum krónac/o Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri framkvæmdasýslu ríksins. Framkvæmdasýsla ríkisins stjórnaði verkinu því sem snéri að sviði og sviðsbúnaði sem settur var upp í tengslum við hátíðarfund Alþingis sem haldinn var 18. júní 2018. Verkkaupi var Skrifstofa Alþingis.Hvenær var verkið fyrst boðið út og hvaða verkþættir þá? (Snéri útboðið að heildarpakkanum eða aðeins einum þætti, sviðinu?)Hversu margir buðu í verkið?Var tilboð Exton lægst eða réðu aðrir þættir því að gengið var að tilboði þeirra?Fóru fram einhver önnur útboð á seinni stigum vegna uppsetningar á sviði, hljóði og lýsingu? Og/eða var kallað sérstaklega eftir slíkum tilboðum.Er það rétt, eins og heimildir Vísis kveða á um, að Exton hafi séð um hönnun og útfærslu á lýsingu og hljóði og þá verið fengnir til að framkvæma þá hönnun?Hver fór fram á baksviðslýsingu vegna sjónvarpsútsendingar, sem mun hafa hleypt kostnaði upp við lýsinguna, og hvenær kom sú ósk/krafa fram?Hver af hálfu Alþingis kom að stjórn verksins?Gerði framkvæmdasýsla ríkisins á einhverju stigi athugsemd við kostnaðinn þegar fyrir lá að hann yrði mikill? Ef svo, hvenær þá? Alþingi Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Gífurleg vinna að baki uppsetningu ljósabúnaðarins sem þurfti að yfirgnæfa dagsbirtuna Lýsingin á hátíðarþingfundinum kostaði 22 milljónir króna. 17. september 2018 19:00 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Forseti Alþingis þurfi að útskýra tvöföldun á kostnaði fyrir þingi og þjóð Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það vera augljós að eitthvað hafi farið úrskeiðis við undirbúning hátíðarþingfundar á Þingvöllum. 18. september 2018 20:03 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Svo virðist sem klúður hafi einkennt alla framkvæmdastjórn sem snéri að uppsetninga sviðsins sem smíðað var sérstaklega undir hátíðarfund Alþingis sem fram fór 18. júlí í sumar. Þetta segja ýmsir fagmenn á þessu sviði í samtali við Vísi. Alls nam sundurliðaður kostnaður vegna fundarins 87 milljónum króna en það sem einkum stendur í fólki eru kostnaðarliðir sem snúa að lýsingu og hljóði, lýsingin kostaði 22 milljónir króna en hljóðkerfið tæpar 4 milljónir. Ráðgjöfin sem kostaði 9 milljónir er svo nokkuð sem menn reyna ekki að skilja.Mikil reiði meðal almenningsVísir hefur greint frá mikilli reiði sem brotist hefur út á samfélagsmiðlum vegna málsins. „Tröllslega galið,“ segir Illugi Jökulsson útvarpsmaður og rithöfundur og Hannesi Friðbjörnssyni tónlistarmanni, sem hefur spilað á ófáum tónleikunum, blöskrar: „22 millur í lýsingu utandyra um mitt sumar. Ég veit sitthvað um svona framkvæmdir og þetta er það sturlaðasta sem ég hef heyrt“.Það sem verður til að undirstrika hinn mikla kostnað er sú staðreynd að fáir mættu til að verða vitni af viðburðinum, þeir sem þó mættu voru forviða túristar og svo nokkrir sem mættu gagngert til að mótmæla.fbl/anton brinkFréttastofa hefur rætt við fjölda þingmanna sem allir vísa á Steingrím J. Sigfússon forseta þingsins. Hann hljóti að svara fyrir þetta. Verkkaupi er skrifstofa Alþingis en framkvæmdastjórn var á könnu framkvæmdasýslu ríkisins. Það var svo Exton sem sá um útfærslu og uppsetningu. Fagmenn sem Vísir hefur rætt við furða sig á kostnaðinum þó framkvæmdastjóri Exton vilji meina að hann eigi sér eðlilegar skýringar, eins og fram kom í Vísi í vikunni.Tilboð með seinni skipunum helmingi lægra Samkvæmt tilboði sem Vísir hefur undir höndum gerði annar aðili tilboð í einn verkþáttinn, lýsinguna, og hljóðaði kostnaður þar, sem lagður var upp sem rausnarlegur, samtals 11 milljónum króna eða helmingi minni en kostnaðurinn reyndist. Þegar kallað var eftir því tilboði var tími til stefnu af skornum skammti og ekkert varð úr að það yrði skoðað nánar.Eins og sjá má á þessari mynd voru fjölmargir kastarar skrúfaðir upp til að lýsa hinn umdeilda fund.fbl/anton brinkFagmenn á þessu sviði, í því sem snýr að uppsetningu á sviði, hljóði og lýsingu, telja kostnaðinn út úr öllu korti og hér sé illa með almannafé farið. Samkvæmt heimildum Vísis var gangur málsins sá að upphaflega bauð ríkið út uppsetningu á sviðinu sjálfu. Exton fékk það verk og í framhaldinu virðist hafa verið ákveðið að fyrirtækið hannaði og sæi um uppsetningu á hljóði og lýsingu. Fullyrt er að þeir verkþættir hafi ekki verið boðnir út fyrr en alltof seint og heildarpakkinn hafi aldrei verið boðinn út.Fóturinn aldrei settur niður Því er lýst þannig í eyru blaðamanns Vísis að þetta hljóti að hafa verið þannig að Exton, sem hannaði lýsingu og hljóð og svo settu upp sjálfir, hafi gert tilboð í verkið og vænst gagntilboðs sem aldrei kom. Talið er óeðlilegt að þeir sem hanni taki svo að sér verkið sjálfir. Þá vilja heimildarmenn Vísis meina að málum sé blandið hvort og þá hver fór fram á baksviðslýsingu af hálfu Ríkissjónvarpsins vegna sjónvarpsútsendingarinnar en sá liður hleypti kostnaðinum upp samkvæmt útskýringum framkvæmdastjóra Exton.Guðrún er forstjóri FSR, sem stýrði framkvæmdinni en verkkaupi er skrifstofa Alþingis. Guðrún hefur óskað eftir því að fá að svara spurningum vegna málsins samkvæmt formlegri skriflegri fyrirspurn.Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri framkvæmdasýslu ríkisins, segir þetta ekki ríma við þær heimildir sem hún hefur. Hún segir verkið hafa verið boðið út sem þá stangast á við þær upplýsingar sem Vísir hefur undir höndum. Hún segist ekki þekkja hvert verkefni í þaula, þau séu mörg sem Framkvæmdasýsla ríkisins hefur á sinni könnu.Fer fram á formlega fyrirspurn Guðrún vildi sem minnst tjá sig um málið á þessu stigi, taldi eðlilegra að þingið, sem einnig kom að verkinu, sé til svara. Hún fór fram á formlega skriflega fyrirspurn sem Vísir hefur sent á framkvæmdasýsluna og má sjá hana hér neðar. Guðrún sagði þó að Framkvæmdasýsla ríkisins legði sig í líma við að standa vel að öllum útboðum fyrir hönd ríkisins og að þar væri gætt jafnræðis. Sem fyrr segir hefur Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis ekki enn tjáð sig um þennan mikla kostnað en þingmenn vísa á hann. Steingrímur var í gær í opinberri heimsókn í Færeyjum og hefur ekki verið til svara.Fyrirspurn til framkvæmdasýslu ríkisins Eins og áður sagði fór Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, fram á formlega fyrirspurn vegna málsins og til nánari glöggvunar er hún svohljóðandi: Vegna kostnaðar við hátíðarfund Alþingis sem nam alls um 87 milljónum krónac/o Guðrún Ingvarsdóttir forstjóri framkvæmdasýslu ríksins. Framkvæmdasýsla ríkisins stjórnaði verkinu því sem snéri að sviði og sviðsbúnaði sem settur var upp í tengslum við hátíðarfund Alþingis sem haldinn var 18. júní 2018. Verkkaupi var Skrifstofa Alþingis.Hvenær var verkið fyrst boðið út og hvaða verkþættir þá? (Snéri útboðið að heildarpakkanum eða aðeins einum þætti, sviðinu?)Hversu margir buðu í verkið?Var tilboð Exton lægst eða réðu aðrir þættir því að gengið var að tilboði þeirra?Fóru fram einhver önnur útboð á seinni stigum vegna uppsetningar á sviði, hljóði og lýsingu? Og/eða var kallað sérstaklega eftir slíkum tilboðum.Er það rétt, eins og heimildir Vísis kveða á um, að Exton hafi séð um hönnun og útfærslu á lýsingu og hljóði og þá verið fengnir til að framkvæma þá hönnun?Hver fór fram á baksviðslýsingu vegna sjónvarpsútsendingar, sem mun hafa hleypt kostnaði upp við lýsinguna, og hvenær kom sú ósk/krafa fram?Hver af hálfu Alþingis kom að stjórn verksins?Gerði framkvæmdasýsla ríkisins á einhverju stigi athugsemd við kostnaðinn þegar fyrir lá að hann yrði mikill? Ef svo, hvenær þá?
Alþingi Stjórnsýsla Þjóðgarðar Tengdar fréttir Gífurleg vinna að baki uppsetningu ljósabúnaðarins sem þurfti að yfirgnæfa dagsbirtuna Lýsingin á hátíðarþingfundinum kostaði 22 milljónir króna. 17. september 2018 19:00 Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30 22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29 Forseti Alþingis þurfi að útskýra tvöföldun á kostnaði fyrir þingi og þjóð Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það vera augljós að eitthvað hafi farið úrskeiðis við undirbúning hátíðarþingfundar á Þingvöllum. 18. september 2018 20:03 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg Sjá meira
Gífurleg vinna að baki uppsetningu ljósabúnaðarins sem þurfti að yfirgnæfa dagsbirtuna Lýsingin á hátíðarþingfundinum kostaði 22 milljónir króna. 17. september 2018 19:00
Kostnaður vegna hátíðarfundar þingsins gengur fram af fólki Allsherjar reiði og hneykslan beinist einkum að Steingrími J. Sigfússyni forseta sameinaðs þings. 18. september 2018 11:30
22 milljónir í lýsingu og 9 milljónir í hönnun og ráðgjöf Heildarkostnaður við hátíðarfund Alþingis á Þingvöllum nam rétt tæpum 87 milljónum króna og fór því rúmar 40 milljónir fram úr upphaflegri kostnaðaráætlun. 17. september 2018 14:29
Forseti Alþingis þurfi að útskýra tvöföldun á kostnaði fyrir þingi og þjóð Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það vera augljós að eitthvað hafi farið úrskeiðis við undirbúning hátíðarþingfundar á Þingvöllum. 18. september 2018 20:03