Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. september 2018 11:00 Pistill Halldórs birtist fyrst á Moggablogginu hans í gær. „Ekki er víst að óhætt sé að endurbirta pistil Halldórs Jónssonar.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins í dag, með fyrirvara á pistilinn sem fylgir í kjölfarið. Um er að ræða endurbirtingu á pistlinum „Dömufrí“ sem Halldór, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði á bloggsíðu sína í gær. Þar snertir Halldór á funheitu máli vestan hafs sem snýr að skipun nýs Hæstaréttardómara og ber saman við hvernig hann reyndi að vingast við stúlkur á dansæfingum í Menntaskólanum í Reykjavík á árum áður. „Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegðaði sér á dansæfingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brennivíni og Camelsmóki bauð maður stelpunum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik,“ segir Halldór í pistli sínum sem vakið hefur athygli í morgunsárið. „Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði samþykktur í embætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawanough eða hvernig það er stafað. Sá kall hegðaði sér eitthvað svona á menntaskólaböllum fyrir einum þrjátíu árum. Nú ætla demókratarnir að nota það til að hindra að þessi dóni komist í Hæstarétt Bandaríkjanna.“Ritstjórnargrein í Mbl. Um pistil sem lýsir því yfir að það sé bölvað vesen og réttrúnaður að mega ekki lengur drekka sig í gang til að 'trukka“ og troða sér í sleik við konur sem vilja það ekki. Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur. #gamlirhvítirkarlar pic.twitter.com/9szflEfNHT— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 19, 2018 Sakaður um tilraun til nauðgunar Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í embætti Hæstaréttardómara, er sakaður um að hafa á framhaldsskólaaldri veist að stúlku, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni á meðan vinur horfði á. Þessu heldur sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford fram fullum fetum. Kavanaugh segist tilbúinn að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar, í annað skipti. „Ef bara hefðu verið dömufrí í MR í gamla daga hefði mér líklega sjaldnar verið boðið upp en þeim myndarlegri. Fyrir bragðið hefði ég líklega minna á samviskunni varðandi mögulegt embættisgengi og færri stelpur hefði talið sig geta hankað mig á einhverju, þó svo að ég hafi ekki orðið var við mikla mótspyrnu þeirra á þeim tíma .En kannski hef ég bara fattað þetta vitlaust eins og þeir í Orkuveitunni,“ segir Halldór. „Ef bara konur mættu hafa kynferðislegt frumkvæði í formi almenns dömufrís en ekki þessir ólaungröðu kallar sem vaða allstaðar uppi, bæði prelátar, paragraffistar og pólitíkusar, þá yrðu kannski færri vandræði en nú ríða allstaðar húsum.“Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna.Vísir/EPABrotið á rétti til að „niðurlægja konur“ Pistill Halldórs er birtur í Staksteinum undir titlinum „Samfélag heilagra“. Nokkur umræða hefur skapast um hann á Twitter þar sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV, hneykslast á skrifunum. „Þetta er svo sjúkt. Vilja Staksteinar ekki líka endurbirta pistilinn hans Halldórs um hvað það er skrýtið það séu engin takmörk fyrir því „hvers konar útlendingar mega flytjast hingað“ þegar hundar þurfa að fara í Hrísey og sænskar getur mega ekki menga Þingvallavatn,“ segir Stígur. „Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur,“ segir Þórður.Að „trukka“ konur Velta margir fyrir sér hvað sögnin „trukka“ þýði. Í Slangurorðabókinni segir að „trukka“ þýði að koma kvenmanni til, eins og Bergur Ebbi Benediktsson sagði frá á Lestrarhátíð 2012. Eða að þrýsta konu að sér, eins og í dansi. Þá getur verið að Halldór sé undir áhrifum úr sænsku en orðið Tryckare þýðir vangadans. Þá er komið inn á að trukka í texta við lagið Ó Jósep Jósep.Ó, Jósep, Jósep láttu bílinn brunaog byrjaðu sem fyrst að trukka mig.Við keyrum út í græna náttúruna,sem gerir viðkvæm bæði mig og þig.Ó, Jósep, Jósep hvar er karlmannslundinog kjarkur sá er prýðir hraustan mann.hvenær má ég klerkinn pantakjarkinn má ei vanta.Jósep, Jósep nefndu daginn þann. Bandaríkin MeToo Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira
„Ekki er víst að óhætt sé að endurbirta pistil Halldórs Jónssonar.“ Þannig hefjast Staksteinar Morgunblaðsins í dag, með fyrirvara á pistilinn sem fylgir í kjölfarið. Um er að ræða endurbirtingu á pistlinum „Dömufrí“ sem Halldór, verkfræðingur og áhrifamaður í Sjálfstæðisflokknum, skrifaði á bloggsíðu sína í gær. Þar snertir Halldór á funheitu máli vestan hafs sem snýr að skipun nýs Hæstaréttardómara og ber saman við hvernig hann reyndi að vingast við stúlkur á dansæfingum í Menntaskólanum í Reykjavík á árum áður. „Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegðaði sér á dansæfingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brennivíni og Camelsmóki bauð maður stelpunum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik,“ segir Halldór í pistli sínum sem vakið hefur athygli í morgunsárið. „Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði samþykktur í embætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawanough eða hvernig það er stafað. Sá kall hegðaði sér eitthvað svona á menntaskólaböllum fyrir einum þrjátíu árum. Nú ætla demókratarnir að nota það til að hindra að þessi dóni komist í Hæstarétt Bandaríkjanna.“Ritstjórnargrein í Mbl. Um pistil sem lýsir því yfir að það sé bölvað vesen og réttrúnaður að mega ekki lengur drekka sig í gang til að 'trukka“ og troða sér í sleik við konur sem vilja það ekki. Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur. #gamlirhvítirkarlar pic.twitter.com/9szflEfNHT— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) September 19, 2018 Sakaður um tilraun til nauðgunar Brett Kavanaugh, sem Trump hefur tilnefnt í embætti Hæstaréttardómara, er sakaður um að hafa á framhaldsskólaaldri veist að stúlku, haldið henni niðri og reynt að nauðga henni á meðan vinur horfði á. Þessu heldur sálfræðiprófessorinn Christine Blasey Ford fram fullum fetum. Kavanaugh segist tilbúinn að hrekja ásakanir um kynferðisofbeldi fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar, í annað skipti. „Ef bara hefðu verið dömufrí í MR í gamla daga hefði mér líklega sjaldnar verið boðið upp en þeim myndarlegri. Fyrir bragðið hefði ég líklega minna á samviskunni varðandi mögulegt embættisgengi og færri stelpur hefði talið sig geta hankað mig á einhverju, þó svo að ég hafi ekki orðið var við mikla mótspyrnu þeirra á þeim tíma .En kannski hef ég bara fattað þetta vitlaust eins og þeir í Orkuveitunni,“ segir Halldór. „Ef bara konur mættu hafa kynferðislegt frumkvæði í formi almenns dömufrís en ekki þessir ólaungröðu kallar sem vaða allstaðar uppi, bæði prelátar, paragraffistar og pólitíkusar, þá yrðu kannski færri vandræði en nú ríða allstaðar húsum.“Brett Kavanaugh, sem Donald Trump hefur tilnefnt til Hæstaréttar Bandaríkjanna.Vísir/EPABrotið á rétti til að „niðurlægja konur“ Pistill Halldórs er birtur í Staksteinum undir titlinum „Samfélag heilagra“. Nokkur umræða hefur skapast um hann á Twitter þar sem Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV, hneykslast á skrifunum. „Þetta er svo sjúkt. Vilja Staksteinar ekki líka endurbirta pistilinn hans Halldórs um hvað það er skrýtið það séu engin takmörk fyrir því „hvers konar útlendingar mega flytjast hingað“ þegar hundar þurfa að fara í Hrísey og sænskar getur mega ekki menga Þingvallavatn,“ segir Stígur. „Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur,“ segir Þórður.Að „trukka“ konur Velta margir fyrir sér hvað sögnin „trukka“ þýði. Í Slangurorðabókinni segir að „trukka“ þýði að koma kvenmanni til, eins og Bergur Ebbi Benediktsson sagði frá á Lestrarhátíð 2012. Eða að þrýsta konu að sér, eins og í dansi. Þá getur verið að Halldór sé undir áhrifum úr sænsku en orðið Tryckare þýðir vangadans. Þá er komið inn á að trukka í texta við lagið Ó Jósep Jósep.Ó, Jósep, Jósep láttu bílinn brunaog byrjaðu sem fyrst að trukka mig.Við keyrum út í græna náttúruna,sem gerir viðkvæm bæði mig og þig.Ó, Jósep, Jósep hvar er karlmannslundinog kjarkur sá er prýðir hraustan mann.hvenær má ég klerkinn pantakjarkinn má ei vanta.Jósep, Jósep nefndu daginn þann.
Bandaríkin MeToo Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Sjá meira