Umskurður drengja kannski þegar bannaður með lögum Heimir Már Pétursson skrifar 18. september 2018 12:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Vísir/vilhelm Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins telur að umskurður ólögráða drengja án læknisfræðilegrar ástæðu kunni nú þegar að vera bannaður samkvæmt íslenskum lögum og jafnvel stjórnarskrá. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr þessu skorið og boðar nýtt frumvarp um bann við umskurði gerist þess þörf. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Frumvarpið fór til nefndar eftir fyrstu umræðu en fékk ekki afgreiðslu í nefndinni. „Nefndin hafði kannski ekki tíma til að fullvinna málið og svara þeim spurningum sem brunnu á. Umsagnirnar voru reyndar fjölmargar en okkur vantaði ákveðnar upplýsingar inn í málið. Þess vegna ákvað ég að senda skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr ákveðnum hlutum skorðið áður en lengra verði haldið,“ segir Silja Dögg. Fyrirspurn Silju Daggar til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er í þremur liðum. Hún spyr hvort heimilt sé að framkvæma umskurð á kynfærum drengja ef ekki liggi fyrir læknisfræðilegar ástæður eða rök fyrir þörf á slíku óafturkræfu inngripi. Ef svo sé vill Silja fá að vita í hvaða tilvikum væri það heimilt. Þá spyr Silja Dögg ráðherra hvort hún telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip sem umskurður á kynfærum drengja sé geti verið refsivert samkvæmt almennri refsilöggjöf. Og hvort ráðherra telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip geti verið andstætt mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, m.a. um jafnræði og um friðhelgi einkalífs, ákvæðum barnaverndarlaga, laga um heilbrigðisstarfsfólk, laga um réttindi sjúklinga og laga um mannréttindasáttmála Evrópu auk barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „En sumir lögfræðingar hafa nefnt að það sé hægt að gera þetta nú þegar. Þannig að ég vildi fá formlega niðurstöðu við þeim spurningum. Það er nauðsynlegt til að vita hvert skal stefna.“Þannig að þú metur þá stöðuna í framhaldi af þessum svörum, hvort nauðsynlegt sé að leggja fram annað frumvarp?„Já, ég geri það. Ég þarf náttúrlega ekki að leggja fram frumvarp að nýju ef þetta er þegar bannað. Það segir sig sjálft,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir. Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins telur að umskurður ólögráða drengja án læknisfræðilegrar ástæðu kunni nú þegar að vera bannaður samkvæmt íslenskum lögum og jafnvel stjórnarskrá. Hún hefur lagt fram fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr þessu skorið og boðar nýtt frumvarp um bann við umskurði gerist þess þörf. Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins lagði fram frumvarp á Alþingi síðastliðinn vetur um bann við umskurði ólögráða drengja. Frumvarpið fór til nefndar eftir fyrstu umræðu en fékk ekki afgreiðslu í nefndinni. „Nefndin hafði kannski ekki tíma til að fullvinna málið og svara þeim spurningum sem brunnu á. Umsagnirnar voru reyndar fjölmargar en okkur vantaði ákveðnar upplýsingar inn í málið. Þess vegna ákvað ég að senda skriflega fyrirspurn til dómsmálaráðherra til að fá úr ákveðnum hlutum skorðið áður en lengra verði haldið,“ segir Silja Dögg. Fyrirspurn Silju Daggar til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra er í þremur liðum. Hún spyr hvort heimilt sé að framkvæma umskurð á kynfærum drengja ef ekki liggi fyrir læknisfræðilegar ástæður eða rök fyrir þörf á slíku óafturkræfu inngripi. Ef svo sé vill Silja fá að vita í hvaða tilvikum væri það heimilt. Þá spyr Silja Dögg ráðherra hvort hún telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip sem umskurður á kynfærum drengja sé geti verið refsivert samkvæmt almennri refsilöggjöf. Og hvort ráðherra telji vert að láta skoða hvort slíkt óafturkræft inngrip geti verið andstætt mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar, m.a. um jafnræði og um friðhelgi einkalífs, ákvæðum barnaverndarlaga, laga um heilbrigðisstarfsfólk, laga um réttindi sjúklinga og laga um mannréttindasáttmála Evrópu auk barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. „En sumir lögfræðingar hafa nefnt að það sé hægt að gera þetta nú þegar. Þannig að ég vildi fá formlega niðurstöðu við þeim spurningum. Það er nauðsynlegt til að vita hvert skal stefna.“Þannig að þú metur þá stöðuna í framhaldi af þessum svörum, hvort nauðsynlegt sé að leggja fram annað frumvarp?„Já, ég geri það. Ég þarf náttúrlega ekki að leggja fram frumvarp að nýju ef þetta er þegar bannað. Það segir sig sjálft,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir.
Alþingi Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47 Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Fleiri fréttir Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Sjá meira
Þverpólitísk andstaða við umskurðarfrumvarpið Leiðtogar repúblikana og demókrata í utanríkisnefnd bandaríska fulltrúaþingsins hafa sent íslenska sendiráðinu í Washington bréf þar sem hið svokallaða umskurðarfrumvarp, sem nú liggur fyrir alþingi, er harðlega gagnrýnt. 13. apríl 2018 07:47
Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. 18. mars 2018 13:00
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48