„Meistaradeildin er Disneyland fótboltans“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2018 14:00 Luciano Spalletti tekur af sér sjálfu með stuðningsmönnum Inter. Vísir/Getty Luciano Spalletti er mættur með lið Internazionale í Meistaradeildina og lætur eins og krakki í ævintýraheimi Disneyland. Svo lýsir hann allavega tilfinningunni sjálfur. Luciano Spalletti tók við liði Internazionale fyrir síðasta tímabil og kom því inn í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sex ár eða síðan tímabilið 2011-12. Internazionale náði fjórða sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti frá tímabilinu á undan. Fyrsti leikur Internazionale í Meistaradeildinni í ár er jafnframt fyrsti leikur Meistaradeildarinnar en liðið tekur á móti Tottenham á San Siro klukkan 16.55 í dag. Leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. „Meistaradeildin færir manni fallega upplifun eins og að vera staddur í skemmtigarði fótboltans,“ sagði Luciano Spalletti á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það fallega við Meistaradeildina er að hún breytir leikvöngum í Disneyland fótboltans þar sem draumar allra geta ræst,“ sagði Spalletti.The music, the lights, the excitement! Luciano Spalletti has compared the Champions League to Disneyland!#UCLpic.twitter.com/G6yLUf6hXg — Goal (@goal) September 18, 2018Internazionale hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins og er í 15. sæti ítölsku deildarinnar. Það mætti halda að hugur Luciano Spalletti hafi kannski verið við Meistaradeildina í upphafi tímabilsins. Internazionale fór í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar liðið var það síðast 2011-12 og datt þá út fyrir franska félaginu Marseille. Tveimur tímabilum fyrr, 2009-2010, þá vann Internazionale Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho. Luciano Spalletti hefur stjórnað liðum í 51 leik í Meistaradeildinni og unnið 20 þeirra. Lengst komst hann lið AS Roma í átta liða úrslitin 2007 og 2008. Hann fór lengst með lið Zenit St. Petersburg í sextán liða úrslit. Síðasti Meistaradeildarleikur hans var með AS Roma á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinar 8. mars 2016. Real Madrid vann 2-0 með mörkum Cristiano Ronaldo og James Rodríguez en spænska liðið fór síðan alla leið og vann Meistaradeildina. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Luciano Spalletti er mættur með lið Internazionale í Meistaradeildina og lætur eins og krakki í ævintýraheimi Disneyland. Svo lýsir hann allavega tilfinningunni sjálfur. Luciano Spalletti tók við liði Internazionale fyrir síðasta tímabil og kom því inn í Meistaradeildina í fyrsta sinn í sex ár eða síðan tímabilið 2011-12. Internazionale náði fjórða sætinu og hækkaði sig um þrjú sæti frá tímabilinu á undan. Fyrsti leikur Internazionale í Meistaradeildinni í ár er jafnframt fyrsti leikur Meistaradeildarinnar en liðið tekur á móti Tottenham á San Siro klukkan 16.55 í dag. Leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport. „Meistaradeildin færir manni fallega upplifun eins og að vera staddur í skemmtigarði fótboltans,“ sagði Luciano Spalletti á blaðamannafundi fyrir leikinn. „Það fallega við Meistaradeildina er að hún breytir leikvöngum í Disneyland fótboltans þar sem draumar allra geta ræst,“ sagði Spalletti.The music, the lights, the excitement! Luciano Spalletti has compared the Champions League to Disneyland!#UCLpic.twitter.com/G6yLUf6hXg — Goal (@goal) September 18, 2018Internazionale hefur aðeins náð í fjögur stig út úr fyrstu fjórum deildarleikjum tímabilsins og er í 15. sæti ítölsku deildarinnar. Það mætti halda að hugur Luciano Spalletti hafi kannski verið við Meistaradeildina í upphafi tímabilsins. Internazionale fór í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þegar liðið var það síðast 2011-12 og datt þá út fyrir franska félaginu Marseille. Tveimur tímabilum fyrr, 2009-2010, þá vann Internazionale Meistaradeildina undir stjórn Jose Mourinho. Luciano Spalletti hefur stjórnað liðum í 51 leik í Meistaradeildinni og unnið 20 þeirra. Lengst komst hann lið AS Roma í átta liða úrslitin 2007 og 2008. Hann fór lengst með lið Zenit St. Petersburg í sextán liða úrslit. Síðasti Meistaradeildarleikur hans var með AS Roma á móti Real Madrid í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinar 8. mars 2016. Real Madrid vann 2-0 með mörkum Cristiano Ronaldo og James Rodríguez en spænska liðið fór síðan alla leið og vann Meistaradeildina.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira