Lífið

Reynir að sýna hvernig lungun á fólki líta út eftir mánuð af veipreykingum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Áhugavert innslag frá Chris Notap.
Áhugavert innslag frá Chris Notap.
Maður sem kallar sig Chris Notap á YouTube heldur úti rás þar sem hann birtir myndbönd af allskyns tilraunum.

Að þessu sinni tekur hann veip fyrir en milljónir manna hafa tekið upp að veipa á undanförnum árum.

Sumir gera það til þess að hætta að reykja en aðrir taka einfaldlega upp á því að veipa.

Notap setti upp tilraunarglas fullt af bómul og blés hann veipvökva inn í tilraunarglasið reglulega í einn mánuð. Glasið var fullt af hvítum bómullarhnoðrum og að lokum átti tilraunin að sýna hvernig veipreykingar hafa áhrif á lungun í fólki.

Útkoman nokkuð merkileg eins og sjá má hér að neðan en deila má um hve aðferðarfræði Notap. Rétt er að taka fram að í myndbandinu að neðan auglýsir Notap veipgræjur og í lýsingu myndbands er boðinn afsláttur á slíkum græjum.

Notap framkvæmdi svipaða tilraun með sígarettur í fyrra eins og sjá má hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×