Fjalla um fyrsta kossinn, stefnumótið og önnur óþægileg atvik Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. september 2018 19:30 Fimm ungir leikarar ætla að frumsýna nýtt leikrit í næsta mánuði sem byggir meðal annars á reynslusögum þeirra úr ástarlífinu eins og fyrsta kossinum, fyrsta sambandinu og öllu því sem við þorum ekki að tala um. Handritið samdi leikhópurinn í samvinnu við leikstjórann og er um sannar sögur að ræða. Hópurinn segir mikilvægt að geta gert grin að vandræðalegum atvikum sem flestir ættu kannast við. „Sýningin fjallar um alls konar fyrstu skipti. Alls konar vandræðaleg og óþægileg mannleg fyrstu skipti. Fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta skipti að reyna að losa brjóstarhaldara svo dæmi séu nefnd,“ segir leikhópurinn. „Ég held að þetta sé verk sem að þorir að fjalla um hlutina með húmorinn að leiðarljósi, þannig að þetta er ekki kynfræðsluverk sem er skrifað af fullorðnum sem veifa smokknum framan í ungmennin. Það er ekki allt kennt í kynfræðslu, þetta er svolítið eins og að íslenskukennarinn myndi bara kenna þágufall og svo gætu þau bara farði á netið og lært hin föllin. Við erum hér svo að þau þurfi ekki að fara á netið til að læra hin föllin. Þau geta bara komið í leikhúsið. Þá er tilvalið fyrir skólahópa að sækja sér fróðleik á sýningunni,“ segir Björk Jakobsdóttir.Leikhópurinn er ansi náinnSkjáskot úr fréttNú eru mögulega mörg skiptin persónuleg. Hvernig er að vinna í svona litlum hópi og deila öllum þessum sögum? „Það er bara geggjað. Það tók smá tíma en núna erum við svo náin. Það er mjög frelsandi og það eru engar bremsur lengur á æfingum,“ segir leikhópurinn. Fyrsti kossinn er meðal annars tekinn fyrir á sýningunni og deildu þau reynslusögum af þeirra fyrsta kossi. „Minn koss var þannig að ég tók það bara á mig og taldi upphátt frá fimm og niður í einn og kyssti hann. Þetta var óþægilegt. Maður panikkar, segir Berglind. Leikararnir eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Inga Steinunn Henningsdóttir og Arnór Björnsson. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. október og er miðasala hafin á Tix.is Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Fimm ungir leikarar ætla að frumsýna nýtt leikrit í næsta mánuði sem byggir meðal annars á reynslusögum þeirra úr ástarlífinu eins og fyrsta kossinum, fyrsta sambandinu og öllu því sem við þorum ekki að tala um. Handritið samdi leikhópurinn í samvinnu við leikstjórann og er um sannar sögur að ræða. Hópurinn segir mikilvægt að geta gert grin að vandræðalegum atvikum sem flestir ættu kannast við. „Sýningin fjallar um alls konar fyrstu skipti. Alls konar vandræðaleg og óþægileg mannleg fyrstu skipti. Fyrsti kossinn, fyrsta stefnumótið, fyrsta skipti að reyna að losa brjóstarhaldara svo dæmi séu nefnd,“ segir leikhópurinn. „Ég held að þetta sé verk sem að þorir að fjalla um hlutina með húmorinn að leiðarljósi, þannig að þetta er ekki kynfræðsluverk sem er skrifað af fullorðnum sem veifa smokknum framan í ungmennin. Það er ekki allt kennt í kynfræðslu, þetta er svolítið eins og að íslenskukennarinn myndi bara kenna þágufall og svo gætu þau bara farði á netið og lært hin föllin. Við erum hér svo að þau þurfi ekki að fara á netið til að læra hin föllin. Þau geta bara komið í leikhúsið. Þá er tilvalið fyrir skólahópa að sækja sér fróðleik á sýningunni,“ segir Björk Jakobsdóttir.Leikhópurinn er ansi náinnSkjáskot úr fréttNú eru mögulega mörg skiptin persónuleg. Hvernig er að vinna í svona litlum hópi og deila öllum þessum sögum? „Það er bara geggjað. Það tók smá tíma en núna erum við svo náin. Það er mjög frelsandi og það eru engar bremsur lengur á æfingum,“ segir leikhópurinn. Fyrsti kossinn er meðal annars tekinn fyrir á sýningunni og deildu þau reynslusögum af þeirra fyrsta kossi. „Minn koss var þannig að ég tók það bara á mig og taldi upphátt frá fimm og niður í einn og kyssti hann. Þetta var óþægilegt. Maður panikkar, segir Berglind. Leikararnir eru þeir Óli Gunnar Gunnarsson, Berglind Alda Ástþórsdóttir, Mikael Emil Kaaber, Inga Steinunn Henningsdóttir og Arnór Björnsson. Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir. Verkið verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu þann 14. október og er miðasala hafin á Tix.is
Menning Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira