Segir að sambærileg búð opni á Hallveigarstíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2018 12:37 Degi B. Eggertssyni borgarstjóra brá við tíðindin af hvarfi Bónus af Hallveigarstíg. Vísir/Vilhelm Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að sambærileg verslun við Bónus verði rekin á Hallveigarstíg. Hagar þurfa að loka verslun Bónus á næstunni samkvæmt ákvæðum er tengjast samruna Haga og Olís. Dagur segist ekki hafa upplýsingar um hvaða verslun hefji þar rekstur en þegar hafi verið gengið frá kaupsamningum. Í sátt Samkeppniseftirlitsins er gerð sú krafa að kaupendur að eignum Haga séu líklegir til að veita Högum beina samkeppni. Dagur, sem býr í hverfinu, segist líkt og fleiri hafa rekið upp stór augu og klórað sér í kollinum yfir tíðindunum að verslun Bónus yrði lokað. Vísir greindi frá því að Hagar hefðu getað valið á milli þess að loka versluninni á Hallveigarstíg eða Laugavegi. Úr varð að þeirri fyrrnefndu verður lokað, að líkindum í nóvember að sögn Dags. Vonar að fólki sé rórra í tilkynningu vegna samruna Olís og Haga segir að vonir standi til að hæfismati Samkeppniseftirlitsins ljúki í síðasta lagi um miðjan nóvember. Borgarstjórinn segir ýmsa áhyggjufulla íbúa miðborgarinnar hafa haft samband og fólk sem styðji þá „góðu stefnu að hafa dagvöru í göngufæri í öllum hverfum“ lýst vonbrigðum sínum á ýmsum vettvangi. „Vona ég að fleirum en mér sé heldur rórra, þó vissulega sé enn ákveðin óvissa um hvernig þetta verður endanlega.“ Tíðindin af lokun Bónus verslunarinnar komu um svipað leyti og Kjöt og fiskur, verslun með fyrrnefnda matvöru, tilkynnti að rekstri í Bergstaðarstræti yrði hætt. Samkeppnishæfur aðili verður að hefja rekstur Í sátt Samkeppniseftirlitsins er fjallað um kröfur til kaupenda seldra eigna, svo sem húsnæðinu við Hallveigarstíg. Þar segir að að tilgangurinn með sölu á dagvöruverslunum sé að eyða þeirri samkeppnisrökun sem leiði af samrunanum. Eignirnar eigi að sleja aðila sem sé líklegur til að veita Högum samkeppni. Kaupandinn þurfi að vera óháður Högum, líklegur til að geta veitt Högum samkeppni og búa yfir nægjanlegri þekking, fjárstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti veit samkeppnislegt aðhald til bæði skemmri og lengri tíma.Nokkur umræða hefur skapast við þráð Dags og segist Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, meðal annars vona að arftaki Bónus við Hallveigarstíg verði ekki 10-11 verslun. Þá spyr Ingþór Eyþórsson að því hvort ekki sé hægt að huga að fleiri hverfum en miðbænum. „Það er einmitt málið,“ segir Dagur. „Þetta er stefnan í öllum hverfum skv. aðalskipulagi Reykjavíkur.“ Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 „Mér finnst svo skrítið að þetta geti ekki borið sig“ Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, spyr hvers vegna fjölmennt hverfi eins og miðborgin geti ekki borið almennilega matvöruverslun. 13. september 2018 14:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir að sambærileg verslun við Bónus verði rekin á Hallveigarstíg. Hagar þurfa að loka verslun Bónus á næstunni samkvæmt ákvæðum er tengjast samruna Haga og Olís. Dagur segist ekki hafa upplýsingar um hvaða verslun hefji þar rekstur en þegar hafi verið gengið frá kaupsamningum. Í sátt Samkeppniseftirlitsins er gerð sú krafa að kaupendur að eignum Haga séu líklegir til að veita Högum beina samkeppni. Dagur, sem býr í hverfinu, segist líkt og fleiri hafa rekið upp stór augu og klórað sér í kollinum yfir tíðindunum að verslun Bónus yrði lokað. Vísir greindi frá því að Hagar hefðu getað valið á milli þess að loka versluninni á Hallveigarstíg eða Laugavegi. Úr varð að þeirri fyrrnefndu verður lokað, að líkindum í nóvember að sögn Dags. Vonar að fólki sé rórra í tilkynningu vegna samruna Olís og Haga segir að vonir standi til að hæfismati Samkeppniseftirlitsins ljúki í síðasta lagi um miðjan nóvember. Borgarstjórinn segir ýmsa áhyggjufulla íbúa miðborgarinnar hafa haft samband og fólk sem styðji þá „góðu stefnu að hafa dagvöru í göngufæri í öllum hverfum“ lýst vonbrigðum sínum á ýmsum vettvangi. „Vona ég að fleirum en mér sé heldur rórra, þó vissulega sé enn ákveðin óvissa um hvernig þetta verður endanlega.“ Tíðindin af lokun Bónus verslunarinnar komu um svipað leyti og Kjöt og fiskur, verslun með fyrrnefnda matvöru, tilkynnti að rekstri í Bergstaðarstræti yrði hætt. Samkeppnishæfur aðili verður að hefja rekstur Í sátt Samkeppniseftirlitsins er fjallað um kröfur til kaupenda seldra eigna, svo sem húsnæðinu við Hallveigarstíg. Þar segir að að tilgangurinn með sölu á dagvöruverslunum sé að eyða þeirri samkeppnisrökun sem leiði af samrunanum. Eignirnar eigi að sleja aðila sem sé líklegur til að veita Högum samkeppni. Kaupandinn þurfi að vera óháður Högum, líklegur til að geta veitt Högum samkeppni og búa yfir nægjanlegri þekking, fjárstyrk og hvata til þess að líklegt sé að hann geti veit samkeppnislegt aðhald til bæði skemmri og lengri tíma.Nokkur umræða hefur skapast við þráð Dags og segist Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, meðal annars vona að arftaki Bónus við Hallveigarstíg verði ekki 10-11 verslun. Þá spyr Ingþór Eyþórsson að því hvort ekki sé hægt að huga að fleiri hverfum en miðbænum. „Það er einmitt málið,“ segir Dagur. „Þetta er stefnan í öllum hverfum skv. aðalskipulagi Reykjavíkur.“
Neytendur Tengdar fréttir Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15 „Mér finnst svo skrítið að þetta geti ekki borið sig“ Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, spyr hvers vegna fjölmennt hverfi eins og miðborgin geti ekki borið almennilega matvöruverslun. 13. september 2018 14:00 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Haga og Olís með skilyrðum Samkeppniseftirlitið og Hagar hafa undirritað sátt um skilyrði fyrir kaupum Haga á Olíuverslun Íslands hf. og fasteignafélaginu DGV ehf. 11. september 2018 19:15
„Mér finnst svo skrítið að þetta geti ekki borið sig“ Formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, spyr hvers vegna fjölmennt hverfi eins og miðborgin geti ekki borið almennilega matvöruverslun. 13. september 2018 14:00
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00