Umfjöllun og viðtöl: FH - Fram 29-27 | FH kláraði Fram í Krikanum Svava Kristín Grétarsdóttir í Kaplakrika skrifar 16. september 2018 22:15 vísir/daníel FH vann góðan tveggja marka sigur á Fram í kvöld, 29-27. FH byrjaði leikinn betur og leiddi fyrstu mínúturnar. Fram komst þó hægt og rólega inní leikinn sem var nokkuð jafn til loka fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 16-13. Fram mætti hins vegar ekki til leiks í síðari hálfleik, upphafs mínúturnar slakar hjá gestunum sem enduðu sex mörkum undir, 21-15. Guðmundur tók þá leikhlé sem skilaði sér. Gestirnir mættu sterkari inná völlinn, þéttu vörnina og spiluðu fínan handbolta. Munurinn var þó orðinn of mikill og var erfitt fyrir Fram að elta FH-ingana á heimavelli sem héldu forystunni út leikinn. Af hverju vann FH?FH var betri aðilinn í dag og vann þess vegna leikinn. Varnarleikurinn var þéttur hjá FH sem skilaði þeim sigrinum. Heilt yfir var leikurinn góður hjá heimamönnum sem fengu einnig gott framlag sóknarlega.Hverjir stóðu upp úr?Margir leikmenn FH áttu fínan leik í dag, Ásbjörn Friðriksson, átti flottan leik og var markahæstur sinna manna með 8 mörk en Arnar Freyr Ársælsson var einnig drjúgur sóknarlega með 7 mörk. Í liði Fram voru það þeir, Þorgrímur Smári Ólafsson og Valdimar Sigurðsson sem áttu fínan leik en Andri Þór Helgason var þar atkvæðamestur með 6 mörk. Hvað gekk illa? Leikur Fram var alltof sveiflukenndur í dag, áttu góða kafla en þeir slæmu kostuðu sitt. Hvað gerist næst?Í næstu umferð fær FH Gróttu í heimsókn á meðan Fram mætir liðinu sem situr á toppi deildarinnar, það eru sjóðheitir KA-menn sem mæta í Safamýrinni.Guðmundur: Þetta er lögreglumál„Við vorum að klikka alltof mikið á dauðafærum í dag.“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við náðum að opna þá þokkalega í fyrri hálfleik en nýttum okkur það svo ekki. Ég er auðvitað reiður núna, heilt yfir er margt gott sem ég get tekið úr þessu en nýting dauðafæra er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Guðmundur segir að varnarleikurinn hjá sínum mönnum hafi verið ágætur í síðari hálfleik en alls ekki nógu góður í þeim fyrri. „Í fyrri hálfleik vorum við að hleypa alltof mörgum skotum í gegnum okkur, þetta eru hlutir sem við vorum búnir að fara yfir. Baráttan er alltaf til staðar hjá strákunum, það er jákvætt en annað var bara la-la hjá okkur í kvöld.“ Leikmenn Fram voru lengi í gang í síðari hálfleik, Guðmundur segir það auðvitað áhyggjuefni „Það er lögreglumál hvernig Fram kemur alltaf út í seinni hálfleikinn. Það er einstaka sinnum sem við náum að halda tempói en oftar en ekki missum við leikinn niður. Ég vil láta stytta hálfleikinn í 5 mínútur.“ sagði Guðmundur að lokum.Halldór Jóhann á hliðarlínunni gegn Haukum fyrr í vikunni.vísir/daníelHalldór Jóhann: Alltaf erfitt að spila á móti Fram „Þetta var fínn sigur hjá okkur, Fram er með hörku lið sem er alltaf erfitt að spila á móti“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Þetta endar með tveimur mörkum sem mér finnst ekki sýna rétt mynd af leiknum. Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn þróast þá voru við með 5-6 marka forystu allan tímann en gáfum bara eftir á loka mínútunum.” „Ég var ánægður með varnarleikinn hjá okkur og Birkir Fannar (Bragason) var góður í markinu fyrir aftan vörnina. Ef við hefðum nýtt dauðafærin okkar undir lok leiks og verið aðeins miskunarlausari þá hefði þetta sennilega endaði með stærri sigri, en auðvitað góður sigur hjá okkur.“ FH var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag en Fram átti nokkur áhlaup sem hélt heimamönnum á tánnum. „Við vissum alltaf að það væru sveiflur í þeirra leik, það hefur alltaf einkennt Fram liðið. Við vissum að við þyrftum að halda stöðuleika og að það kæmu áhlaup frá þeim, við gerðum það og heilt yfir er ég ánægður með leikinn.“ „Mér finnst við vera með heilsteyptari leik núna en á móti Haukum í síðustu umferð, þar vorum við hægir fyrstu 15 mínúturnar. Miklu heilsteyptari leikur í dag og meiri stöðuleiki í okkar leik, nema kannski nýting dauðafæra og þeir leikmenn vita það bara sjálfir sem voru að klikka í dag.“ Það hafa verið óvænt úrslit í þessum fyrstu tveimur umferðum, Halldór segir það eðlileg þróun í upphafi móts en að það þýði ekkert að vanmeta neinn. „Það verða alltaf óvænt úrslit í upphafi leiktíðar. Það kemur einhver spá sem lætur deildina líta út fyrir að það sé langt á milli liðanna, en það er bara ekki svona langt á milli liðanna. Lið eins og Fram sem er spáð neðarlega og já KA fyrir norðan, þessi lið vilja glefsa og sýna hvað í þeim býr.” „Þessi lið eru bara að sanna sig fyrir okkur. Við þurfum að passa okkur hvernig við mætum í leiki, það er ekki í boði að vera værukærir og það þarf að bera virðingu fyrir hverjum einasta leik. Ef þú mætir ekki með þitt á hreinu þá færðu það í bakið og tapar leiknum, það er bara þannig sem þetta virkar.“ Olís-deild karla
FH vann góðan tveggja marka sigur á Fram í kvöld, 29-27. FH byrjaði leikinn betur og leiddi fyrstu mínúturnar. Fram komst þó hægt og rólega inní leikinn sem var nokkuð jafn til loka fyrri hálfleiks, staðan í hálfleik 16-13. Fram mætti hins vegar ekki til leiks í síðari hálfleik, upphafs mínúturnar slakar hjá gestunum sem enduðu sex mörkum undir, 21-15. Guðmundur tók þá leikhlé sem skilaði sér. Gestirnir mættu sterkari inná völlinn, þéttu vörnina og spiluðu fínan handbolta. Munurinn var þó orðinn of mikill og var erfitt fyrir Fram að elta FH-ingana á heimavelli sem héldu forystunni út leikinn. Af hverju vann FH?FH var betri aðilinn í dag og vann þess vegna leikinn. Varnarleikurinn var þéttur hjá FH sem skilaði þeim sigrinum. Heilt yfir var leikurinn góður hjá heimamönnum sem fengu einnig gott framlag sóknarlega.Hverjir stóðu upp úr?Margir leikmenn FH áttu fínan leik í dag, Ásbjörn Friðriksson, átti flottan leik og var markahæstur sinna manna með 8 mörk en Arnar Freyr Ársælsson var einnig drjúgur sóknarlega með 7 mörk. Í liði Fram voru það þeir, Þorgrímur Smári Ólafsson og Valdimar Sigurðsson sem áttu fínan leik en Andri Þór Helgason var þar atkvæðamestur með 6 mörk. Hvað gekk illa? Leikur Fram var alltof sveiflukenndur í dag, áttu góða kafla en þeir slæmu kostuðu sitt. Hvað gerist næst?Í næstu umferð fær FH Gróttu í heimsókn á meðan Fram mætir liðinu sem situr á toppi deildarinnar, það eru sjóðheitir KA-menn sem mæta í Safamýrinni.Guðmundur: Þetta er lögreglumál„Við vorum að klikka alltof mikið á dauðafærum í dag.“ sagði Guðmundur Helgi Pálsson, þjálfari Fram. „Við náðum að opna þá þokkalega í fyrri hálfleik en nýttum okkur það svo ekki. Ég er auðvitað reiður núna, heilt yfir er margt gott sem ég get tekið úr þessu en nýting dauðafæra er eitthvað sem við þurfum að laga.“ Guðmundur segir að varnarleikurinn hjá sínum mönnum hafi verið ágætur í síðari hálfleik en alls ekki nógu góður í þeim fyrri. „Í fyrri hálfleik vorum við að hleypa alltof mörgum skotum í gegnum okkur, þetta eru hlutir sem við vorum búnir að fara yfir. Baráttan er alltaf til staðar hjá strákunum, það er jákvætt en annað var bara la-la hjá okkur í kvöld.“ Leikmenn Fram voru lengi í gang í síðari hálfleik, Guðmundur segir það auðvitað áhyggjuefni „Það er lögreglumál hvernig Fram kemur alltaf út í seinni hálfleikinn. Það er einstaka sinnum sem við náum að halda tempói en oftar en ekki missum við leikinn niður. Ég vil láta stytta hálfleikinn í 5 mínútur.“ sagði Guðmundur að lokum.Halldór Jóhann á hliðarlínunni gegn Haukum fyrr í vikunni.vísir/daníelHalldór Jóhann: Alltaf erfitt að spila á móti Fram „Þetta var fínn sigur hjá okkur, Fram er með hörku lið sem er alltaf erfitt að spila á móti“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari FH. „Þetta endar með tveimur mörkum sem mér finnst ekki sýna rétt mynd af leiknum. Miðað við hvernig síðari hálfleikurinn þróast þá voru við með 5-6 marka forystu allan tímann en gáfum bara eftir á loka mínútunum.” „Ég var ánægður með varnarleikinn hjá okkur og Birkir Fannar (Bragason) var góður í markinu fyrir aftan vörnina. Ef við hefðum nýtt dauðafærin okkar undir lok leiks og verið aðeins miskunarlausari þá hefði þetta sennilega endaði með stærri sigri, en auðvitað góður sigur hjá okkur.“ FH var heilt yfir betra liðið á vellinum í dag en Fram átti nokkur áhlaup sem hélt heimamönnum á tánnum. „Við vissum alltaf að það væru sveiflur í þeirra leik, það hefur alltaf einkennt Fram liðið. Við vissum að við þyrftum að halda stöðuleika og að það kæmu áhlaup frá þeim, við gerðum það og heilt yfir er ég ánægður með leikinn.“ „Mér finnst við vera með heilsteyptari leik núna en á móti Haukum í síðustu umferð, þar vorum við hægir fyrstu 15 mínúturnar. Miklu heilsteyptari leikur í dag og meiri stöðuleiki í okkar leik, nema kannski nýting dauðafæra og þeir leikmenn vita það bara sjálfir sem voru að klikka í dag.“ Það hafa verið óvænt úrslit í þessum fyrstu tveimur umferðum, Halldór segir það eðlileg þróun í upphafi móts en að það þýði ekkert að vanmeta neinn. „Það verða alltaf óvænt úrslit í upphafi leiktíðar. Það kemur einhver spá sem lætur deildina líta út fyrir að það sé langt á milli liðanna, en það er bara ekki svona langt á milli liðanna. Lið eins og Fram sem er spáð neðarlega og já KA fyrir norðan, þessi lið vilja glefsa og sýna hvað í þeim býr.” „Þessi lið eru bara að sanna sig fyrir okkur. Við þurfum að passa okkur hvernig við mætum í leiki, það er ekki í boði að vera værukærir og það þarf að bera virðingu fyrir hverjum einasta leik. Ef þú mætir ekki með þitt á hreinu þá færðu það í bakið og tapar leiknum, það er bara þannig sem þetta virkar.“
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti