„Mér finnst svo skrítið að þetta geti ekki borið sig“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. september 2018 14:00 Miðborgin er eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar ekki síst eftir tilkomu ferðamannaflaumsins. Það skjóti því skökku við að ekki sé hægt að reka matvörubúð á svæðinu að mati Benónýs Ægissonar. Vísir/ernir Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, spyr hvers vegna fjölmennt hverfi eins og miðborgin geti ekki borið almennilega matvöruverslun. Hann segir auðséð að markaður sé fyrir slíka þjónustu eftir brotthvarf fjölda matvörubúða úr miðborginni á síðustu árum. Greint var frá því í vikunni að loka þurfi Bónusversluninni á Hallveigarstíg, einu lágvöruverðsversluninni í Þingholtunum, vegna samruna Haga og Olíufélags Íslands. Búið er að finna kaupanda fyrir fasteignina en ekki hefur fengist uppgefið hvaða starfsemi kemur í stað verslunarinnar. Verði það ekki lágvöruverðsverslun munu íbúar hverfsins þurfa að bæta 700 metrum við innkaupaferðir sínar, en næsta eiginlega matvöruverslun er í Kjörgarði á Laugavegi. Þá bárust jafnframt fregnir af því að verslunin Kjöt og Fiskur hefði skellt í lás á Bergstaðastræti fyrir fullt og allt. Það er því ekki um auðugan matarinnkaupagarð að gresja fyrir íbúa miðborgarinnar þessi dægrin. „Þróunin undanfarna áratugi hefur verið á þá leið að þjónusta hérna í miðbænum hefur farið versnandi hvað varðar okkur íbúana,“ segir Benóný, sem búið hefur við Skólavörðustíg í 34 ár. Þannig hafi til að mynda ekkert kjötborð verið í miðborginni frá aldamótum, eða allt þar til Kjöt og Fiskur hóf rekstur árið 2014. Þá lokaði eina fiskbúðin í hverfinu, sem var á Freyjugötu, árið 2013.Benóný Ægisson hvetur snjalla kaupmenn til að hefja rekstur í miðborginni. Eftirspurnin sé til staðar.Benóný segir þetta umhverfi gríðarlega frábrugði því sem áður var. „Þegar ég flutti hingað fyrst þá voru fjórar matvöruverslanir við Skólavörðustíg,“ segir Benóný. Verslanirnar sem eftir eru, eins og til að mynda Krambúðin á Skólavörðustíg, er það sem Benóný kallar „snakkbúðir. Selja samlokur og annað „frá hönd til munns“ fyrir fólk sem vinnur hér og ferðamenn.“ Engin eiginleg matvöruverslun sé því eftir í þessu 8000 manna hverfi, sem Benóný þykir furðulegt. „Mér finnst þetta mjög merkilegt. Líka af því að við erum með jafn marga túrista í miðborginni, ef ekki fleiri. Það geta líklega búið um 20 þúsund manns í hverfinu þegar mest lætur og þetta fólk þarf að kaupa í matinn. Mér finnst þetta bara óskiljanlegt.“Sjá einnig: Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á LaugavegiÍ aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er stefnt að því að íbúar þurfi ekki að sækja grunnþjónustu út fyrir hverfin og segir Benóný það sérstaklega mikilvægt í tilfelli miðborgarinnar - „þar sem er gert ráð fyrir því að maður geti gengið. En það er bara ekkert þannig lengur,“ segir Benóný. Margvísleg þjónusta fyrir íbúa miðborgarinnar hafi liðið undir lok á síðustu árum og nefnir Benóný skósmíði í því samhengi. „Guði sé lof fyrir Brynju, annars þyrftum við að sækja alla slíka þjónustu í bíl,“ segir Benóný. „Ef svo færi þá væri þessi grundvallarhugsun, að fólk búi þétt í miðborginni, farin fyrir bí.“ Ef fer sem horfir verður Bónus í Kjörgarði eina lágvöruverðsverslunin í miðborginni. Búðin er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og oft hefur myndast örtröð í versluninni á háannatímum. „Það veitti því ekkert af því að hafa tvær lágvöruverðsverslanir - og einhverjar sérverslanir eins og fisk- eða kjötbúðir,“ segir Benóný.Bónusverslunin á Hallveigarstíg er á útleið. Framtíð rýmisins verður komin á hreint fyrir miðjan nóvember.ja.isHann segir að það sé ekki spurning að eftirspurnin eftir slíkri þjónustu sé til staðar í miðborginni. „Sniðugir kaupmenn ættu að geta plummað sig vel hérna,“ segir Benóný og bendir á að fiskbúðin á Freyjugötu hafi verið starfrækt áratugum saman áður en eigendur hennar ákváðu að endingu að setjast í helgan stein. Það sé því „auðvitað“ markaður fyrir slíka verslun í miðborginni. „Mér finnst svo skrítið að þetta geti ekki borið sig,“ segir Benóný. Í fyrrnefndu aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir miðborgina er þess getið að „verslun á íbúðarsvæðum miðborgar hafi dregist saman“ en engu að síður hafi hún „burði til að standa undir nafni sem aðalverslunarsvæði íbúa miðborgarinnar." Fjórar leiðir eru lagðar til þess að efla hverfisverslun í miðborginni: • Styðja hverfisverslun og tengsl íbúðahverfa við verslunargötur miðborgar, m.a. með því að efla hliðargötur. • Ýta undir götu- og torgsölu með ferskmeti. • Stuðla að fjölbreyttu framboði nauðsynjavöru sem stenst gæða- og verðsamkeppni. • Móta stefnu um umfang verslunarkjarna á jaðri miðborgarinnar. Þá sé jafnframt mikilvægt að tryggja fjölbreytt verslunarhúsnæði, þannig að það henti mismunandi tegundum verslunar og sé sveigjanlegt með tilliti til ytri aðstæðna. Neytendur Tengdar fréttir Kjöt og fiskur skellir í lás í síðasta skipti Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu verslunarinnar. 11. september 2018 18:07 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Benóný Ægisson, formaður Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur, spyr hvers vegna fjölmennt hverfi eins og miðborgin geti ekki borið almennilega matvöruverslun. Hann segir auðséð að markaður sé fyrir slíka þjónustu eftir brotthvarf fjölda matvörubúða úr miðborginni á síðustu árum. Greint var frá því í vikunni að loka þurfi Bónusversluninni á Hallveigarstíg, einu lágvöruverðsversluninni í Þingholtunum, vegna samruna Haga og Olíufélags Íslands. Búið er að finna kaupanda fyrir fasteignina en ekki hefur fengist uppgefið hvaða starfsemi kemur í stað verslunarinnar. Verði það ekki lágvöruverðsverslun munu íbúar hverfsins þurfa að bæta 700 metrum við innkaupaferðir sínar, en næsta eiginlega matvöruverslun er í Kjörgarði á Laugavegi. Þá bárust jafnframt fregnir af því að verslunin Kjöt og Fiskur hefði skellt í lás á Bergstaðastræti fyrir fullt og allt. Það er því ekki um auðugan matarinnkaupagarð að gresja fyrir íbúa miðborgarinnar þessi dægrin. „Þróunin undanfarna áratugi hefur verið á þá leið að þjónusta hérna í miðbænum hefur farið versnandi hvað varðar okkur íbúana,“ segir Benóný, sem búið hefur við Skólavörðustíg í 34 ár. Þannig hafi til að mynda ekkert kjötborð verið í miðborginni frá aldamótum, eða allt þar til Kjöt og Fiskur hóf rekstur árið 2014. Þá lokaði eina fiskbúðin í hverfinu, sem var á Freyjugötu, árið 2013.Benóný Ægisson hvetur snjalla kaupmenn til að hefja rekstur í miðborginni. Eftirspurnin sé til staðar.Benóný segir þetta umhverfi gríðarlega frábrugði því sem áður var. „Þegar ég flutti hingað fyrst þá voru fjórar matvöruverslanir við Skólavörðustíg,“ segir Benóný. Verslanirnar sem eftir eru, eins og til að mynda Krambúðin á Skólavörðustíg, er það sem Benóný kallar „snakkbúðir. Selja samlokur og annað „frá hönd til munns“ fyrir fólk sem vinnur hér og ferðamenn.“ Engin eiginleg matvöruverslun sé því eftir í þessu 8000 manna hverfi, sem Benóný þykir furðulegt. „Mér finnst þetta mjög merkilegt. Líka af því að við erum með jafn marga túrista í miðborginni, ef ekki fleiri. Það geta líklega búið um 20 þúsund manns í hverfinu þegar mest lætur og þetta fólk þarf að kaupa í matinn. Mér finnst þetta bara óskiljanlegt.“Sjá einnig: Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á LaugavegiÍ aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er stefnt að því að íbúar þurfi ekki að sækja grunnþjónustu út fyrir hverfin og segir Benóný það sérstaklega mikilvægt í tilfelli miðborgarinnar - „þar sem er gert ráð fyrir því að maður geti gengið. En það er bara ekkert þannig lengur,“ segir Benóný. Margvísleg þjónusta fyrir íbúa miðborgarinnar hafi liðið undir lok á síðustu árum og nefnir Benóný skósmíði í því samhengi. „Guði sé lof fyrir Brynju, annars þyrftum við að sækja alla slíka þjónustu í bíl,“ segir Benóný. „Ef svo færi þá væri þessi grundvallarhugsun, að fólk búi þétt í miðborginni, farin fyrir bí.“ Ef fer sem horfir verður Bónus í Kjörgarði eina lágvöruverðsverslunin í miðborginni. Búðin er vinsæll viðkomustaður ferðamanna og oft hefur myndast örtröð í versluninni á háannatímum. „Það veitti því ekkert af því að hafa tvær lágvöruverðsverslanir - og einhverjar sérverslanir eins og fisk- eða kjötbúðir,“ segir Benóný.Bónusverslunin á Hallveigarstíg er á útleið. Framtíð rýmisins verður komin á hreint fyrir miðjan nóvember.ja.isHann segir að það sé ekki spurning að eftirspurnin eftir slíkri þjónustu sé til staðar í miðborginni. „Sniðugir kaupmenn ættu að geta plummað sig vel hérna,“ segir Benóný og bendir á að fiskbúðin á Freyjugötu hafi verið starfrækt áratugum saman áður en eigendur hennar ákváðu að endingu að setjast í helgan stein. Það sé því „auðvitað“ markaður fyrir slíka verslun í miðborginni. „Mér finnst svo skrítið að þetta geti ekki borið sig,“ segir Benóný. Í fyrrnefndu aðalskipulagi Reykjavíkur fyrir miðborgina er þess getið að „verslun á íbúðarsvæðum miðborgar hafi dregist saman“ en engu að síður hafi hún „burði til að standa undir nafni sem aðalverslunarsvæði íbúa miðborgarinnar." Fjórar leiðir eru lagðar til þess að efla hverfisverslun í miðborginni: • Styðja hverfisverslun og tengsl íbúðahverfa við verslunargötur miðborgar, m.a. með því að efla hliðargötur. • Ýta undir götu- og torgsölu með ferskmeti. • Stuðla að fjölbreyttu framboði nauðsynjavöru sem stenst gæða- og verðsamkeppni. • Móta stefnu um umfang verslunarkjarna á jaðri miðborgarinnar. Þá sé jafnframt mikilvægt að tryggja fjölbreytt verslunarhúsnæði, þannig að það henti mismunandi tegundum verslunar og sé sveigjanlegt með tilliti til ytri aðstæðna.
Neytendur Tengdar fréttir Kjöt og fiskur skellir í lás í síðasta skipti Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu verslunarinnar. 11. september 2018 18:07 Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Kjöt og fiskur skellir í lás í síðasta skipti Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu verslunarinnar. 11. september 2018 18:07
Ákváðu að loka Bónus á Hallveigarstíg frekar en á Laugavegi Salan á Bónus á Hallveigarstíg var ein af niðurstöðum langra samningaviðræðna milli Haga og Samkeppniseftirlitsins að sögn Finns Árnasonar. 12. september 2018 15:00