Serena hvíslaði fallegum orðum í eyra Osaka

Þegar lítið var eftir af leiknum þá byrjuðu áhorfendur að baula. Osaka var ekki viss um hvort það væri verið að baula á hana eða Williams.
Þá kallaði Williams hana til sín og róaði hana niður með því að hvísla í eyrað á henni.
„Hún sagðist vera stolt af mér og ekki hafa áhyggjur af áhorfendum. Þeir væru ekki að baula á mig. Ég var mjög ánægð að heyra þetta frá henni,“ sagði Osaka er hún kíkti í heimsókn til Ellen DeGeneres.
„Ég hélt svona nokkurn veginn að það væri verið að baula á mig því ég áttaði mig ekki á því sem var í gangi. Það voru mikil læti og ég varð frekar stressuð.“
Osaka varð fyrsta japanska konan til þess að vinna US Open er hún vann þennan frækna sigur á Serenu.
Tengdar fréttir

Williams tapaði úrslitunum eftir að hafa kallað dómarann þjóf
Naomi Osaka varð fyrsti Japaninn til þess að vinna risatitil í tennis þegar hún sigraði Serena Willams í úrslitunum á Opna bandaríska rissamótinu í kvöld.

Serena Williams kallaði dómarann þjóf og tapaði úrslitaeinvíginu
Bandaríska tennisdrottningin Serena Williams tapaði nokkuð óvænt fyrir Japananum Naomi Osaka í úrslitum opna bandaríska meistaramótsins í tennis en mótið er eitt af risamótunum í tennis.

Grét eftir stærsta sigur ferilsins en ekki af gleði
Naomi Osaka náði um helgina bæði besta árangri sínum á ferlinum og varð fyrsta japanska konan til vinna risamót. Það er hins vegar mjög fáir að tala um sögulegan sigur Osaka á Opna bandaríska meistaramótinu því öll umræðan snýst um viðbrögð Serenu Williams.

Tennissamband kvenna styður ásakanir Serenu um kynjamismunun
Tennissamband kvenna stendur við bakið á Serenu Williams í gagnrýni hennar á dómaranum Carlos Ramos og styður ásakanir hennar um kynjabundna mismunun.

Serena sektuð um þúsundir dollara eftir að hafa kallað dómarann þjóf
Serena Williams hefur verið sektuð um 17 þúsund bandaríkjadali fyrir hegðun sína í úrslitaleik Opna bandaríska risamótsins í tennis.