Lífið

RÚV tekur þátt í Eurovision í Tel Aviv

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari á sviði í Lissabon í vor ásamt bakröddum
Ari á sviði í Lissabon í vor ásamt bakröddum Vísir/getty
RÚV hefur ákveðið að taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva á næsta ári en keppnin fer fram í Tel Aviv í Ísrael.

Endanleg ákvörðun lá fyrir í morgun þegar ljóst var að Ísraelar, sem halda keppnina, ákváðu að hafa hana í Tel Aviv en ekki Jerúsalem en þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV.

Áskoranir tugþúsunda einstaklinga til RÚV um að sniðganga Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva kom til umræðu á fundi stjórnar RÚV en nú hefur verið ákveðið að taka þátt.

Í tilkynningunni segir að allar norrænu sjónvarpsstöðvarnar verða með.

„Enn hefur ekki heyrst af þjóðum sem hyggjast sniðganga keppnina í Ísrael af pólitískum ástæðum. Almannaþjónustumiðlarnir á Norðurlöndunum hafa jafnan verið samstíga í slíkum efnum og hafa þeir allir nú þegar staðfest þátttöku sína,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson, dagskrárstjóri RÚV.

Keppnisdagarnir þrír í Tel Aviv verða þriðjudagurinn 14. maí, fimmtudagurinn 16. maí og aðalkvöldið verður laugardaginn 18. maí.


Tengdar fréttir

Stjórn RÚV ræðir áskorun vegna Ísraels

Áskoranir tugþúsunda um sniðgöngu Eurovision til umræðu í stjórn RÚV. Ekki liggur fyrir á hvers borði ákvörðunin endar. Dagskrárstjóri RÚV segir að haft verði samráð við norrænu stöðvarnar áður en ákvörðun verður tekin.

Eurovision verður í Tel Aviv

64. söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva verður haldin í Tel Aviv í Ísrael á næsta ári.

Hætta á að Eurovision fari ekki fram í Ísrael

Hætta er á því að Eurovision, söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, fari ekki fram í Ísrael á næsta ári, fari svo að ísraelska ríkissjónvarpið geri ekki upp skuld sem það á við samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.