Efnahagslegur bónusvinningur Sighvatur Arnmundsson skrifar 11. september 2018 06:15 FRÉTTABLAÐIÐ/ „Þetta eru auðvitað miklar kerfisbreytingar sem um ræðir. Við erum að tala um að rafvæða samgöngur á tiltölulega stuttum tíma. Það þýðir að það þarf innviðauppbyggingu þannig að venjulegt fólk geti tekið þátt í þessu með okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær. Áætlunin samanstendur af 34 tillögum að aðgerðum sem ætlað er að mæta skuldbindingum stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum. Markmiðið er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losunina 1990. Skipta má tillögunum í tvo meginhluta. Annars vegar þær sem snúa að orkuskiptum í samgöngum og hins vegar aðgerðir um átak í kolefnisbindingu en markmið stjórnvalda er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Lagt er til að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030. Þá eru lagðar til ívilnanir til að flýta fyrir fjölgun umhverfisvænna bíla. Katrín segir að í fyrsta skipti fylgi alvöru fjármunir í verkefni tengd loftslagsmálum en alls verður 6,8 milljörðum varið í áætlunina. „Við erum líka komin lengra í að útfæra aðgerðir sem við teljum að geti skilað því markmiði sem við stefnum að. Ég skynja áhuga frá almenningi, sveitarfélögum og atvinnulífinu til þess að taka þátt í þessu.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist stoltur af áætluninni sem sé vel fjármögnuð. „Mér finnst tímabært að við komum auga á þann efnahagslega ávinning sem fylgir því að samgöngur verði knúnar af orkugjöfum sem við Íslendingar búum yfir og eru sjálfbærir. Það eykur efnahagslegt sjálfstæði okkar og er eins og bónusvinningur í þessu heildarsamhengi hlutanna.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að allir ríkisstjórnarflokkarnir fylki sér á bak við aðgerðir í loftslagsmálum. „Með þeim aðgerðum sem við erum að boða erum við í rauninni að taka fyrstu skrefin í að umbylta samgöngukerfinu okkar.“ Hann segir að skilaboðin til almennings og atvinnulífsins séu þau að bjóða þeim með í þessa vegferð. „Það er grundvallaratriðið, einhvers staðar þurfa stjórnvöld að byrja. Lykilatriði í þessu er fjármagnið sem við setjum í þetta og að við erum að taka heildstætt á loftslagsmálunum og horfa á alla geira samfélagsins.“Mikil aukning í losun frá stóriðju Á Íslandi jókst losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaðarferlum um 106 prósent milli 1990 og 2016 sem fyrst og fremst er rakið til uppbyggingar stóriðju. Losun frá stóriðju fellur ekki undir beinar skuldbindingar stjórnvalda í loftslagsmálum heldur undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Stefnt er að 43 prósenta minnkun á heildarlosun innan kerfisins til 2030 miðað við losun 1990. Samkvæmt áætluninni mun Ísland taka þátt í breyttu viðskiptakerfi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þótt stóriðja falli ekki beint undir skuldbindingar stjórnvalda geti hún tekið þátt í kolefnishlutleysi. „Ég hvet stóriðjuna til að gera það og hlakka til að sjá hana taka skref í þá átt líkt og aðrar greinar.“Siðferðisleg skylda gagnvart komandi kynslóðum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að það sem hann hafi séð af aðgerðaáætluninni sé gott. „Það er ánægjulegt að við Íslendingar skulum ætla að taka þessa hluti fastari tökum. Við munum berjast með stjórnvöldum hverju sinni að öllum málum sem eru góð, nauðsynleg og skynsamleg.“ Hann segir þó að það eigi eftir að koma í ljós hvort um sé að ræða raunverulega aukningu fjármuna til loftslagsmála eða hvort verið sé að endurnýta fjármagn úr ríkisfjármálaáætlun. „Það er samt ekki spurning hvort við Íslendingar eigum að ráðast í aðgerðir, heldur erum við skuldbundin til þess. Bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga okkar og svo höfum við siðferðislega skyldu gagnvart komandi kynslóðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
„Þetta eru auðvitað miklar kerfisbreytingar sem um ræðir. Við erum að tala um að rafvæða samgöngur á tiltölulega stuttum tíma. Það þýðir að það þarf innviðauppbyggingu þannig að venjulegt fólk geti tekið þátt í þessu með okkur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra um nýja aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum sem kynnt var í gær. Áætlunin samanstendur af 34 tillögum að aðgerðum sem ætlað er að mæta skuldbindingum stjórnvalda gagnvart Parísarsamningnum. Markmiðið er að minnka losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent til ársins 2030 miðað við losunina 1990. Skipta má tillögunum í tvo meginhluta. Annars vegar þær sem snúa að orkuskiptum í samgöngum og hins vegar aðgerðir um átak í kolefnisbindingu en markmið stjórnvalda er kolefnishlutlaust Ísland árið 2040. Lagt er til að nýskráning bensín- og dísilbíla verði bönnuð eftir 2030. Þá eru lagðar til ívilnanir til að flýta fyrir fjölgun umhverfisvænna bíla. Katrín segir að í fyrsta skipti fylgi alvöru fjármunir í verkefni tengd loftslagsmálum en alls verður 6,8 milljörðum varið í áætlunina. „Við erum líka komin lengra í að útfæra aðgerðir sem við teljum að geti skilað því markmiði sem við stefnum að. Ég skynja áhuga frá almenningi, sveitarfélögum og atvinnulífinu til þess að taka þátt í þessu.“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segist stoltur af áætluninni sem sé vel fjármögnuð. „Mér finnst tímabært að við komum auga á þann efnahagslega ávinning sem fylgir því að samgöngur verði knúnar af orkugjöfum sem við Íslendingar búum yfir og eru sjálfbærir. Það eykur efnahagslegt sjálfstæði okkar og er eins og bónusvinningur í þessu heildarsamhengi hlutanna.“ Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir það sérstaklega ánægjulegt að allir ríkisstjórnarflokkarnir fylki sér á bak við aðgerðir í loftslagsmálum. „Með þeim aðgerðum sem við erum að boða erum við í rauninni að taka fyrstu skrefin í að umbylta samgöngukerfinu okkar.“ Hann segir að skilaboðin til almennings og atvinnulífsins séu þau að bjóða þeim með í þessa vegferð. „Það er grundvallaratriðið, einhvers staðar þurfa stjórnvöld að byrja. Lykilatriði í þessu er fjármagnið sem við setjum í þetta og að við erum að taka heildstætt á loftslagsmálunum og horfa á alla geira samfélagsins.“Mikil aukning í losun frá stóriðju Á Íslandi jókst losun gróðurhúsalofttegunda frá iðnaðarferlum um 106 prósent milli 1990 og 2016 sem fyrst og fremst er rakið til uppbyggingar stóriðju. Losun frá stóriðju fellur ekki undir beinar skuldbindingar stjórnvalda í loftslagsmálum heldur undir evrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir. Stefnt er að 43 prósenta minnkun á heildarlosun innan kerfisins til 2030 miðað við losun 1990. Samkvæmt áætluninni mun Ísland taka þátt í breyttu viðskiptakerfi. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, segir að þótt stóriðja falli ekki beint undir skuldbindingar stjórnvalda geti hún tekið þátt í kolefnishlutleysi. „Ég hvet stóriðjuna til að gera það og hlakka til að sjá hana taka skref í þá átt líkt og aðrar greinar.“Siðferðisleg skylda gagnvart komandi kynslóðum Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar segir að það sem hann hafi séð af aðgerðaáætluninni sé gott. „Það er ánægjulegt að við Íslendingar skulum ætla að taka þessa hluti fastari tökum. Við munum berjast með stjórnvöldum hverju sinni að öllum málum sem eru góð, nauðsynleg og skynsamleg.“ Hann segir þó að það eigi eftir að koma í ljós hvort um sé að ræða raunverulega aukningu fjármuna til loftslagsmála eða hvort verið sé að endurnýta fjármagn úr ríkisfjármálaáætlun. „Það er samt ekki spurning hvort við Íslendingar eigum að ráðast í aðgerðir, heldur erum við skuldbundin til þess. Bæði vegna alþjóðlegra skuldbindinga okkar og svo höfum við siðferðislega skyldu gagnvart komandi kynslóðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira