Umfjöllun og viðtöl: KA - Akureyri 28-27 │Háspenna í grannaslagnum Arnar Geir Halldórsson skrifar 10. september 2018 22:15 vísir/ernir KA og Akureyri Handboltafélag mættust í nýliðaslag í 1.umferð Olís-deildar karla að viðstöddum 800 áhorfendum í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. Leiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu og er óhætt að segja að áhorfendur hafi fengið allt fyrir peninginn. KA-menn byrjuðu leikinn mun betur og nýttu fyrri hálfleikinn til að búa til góða forystu en staðan í leikhléi var 16-11, KA í vil. Akureyringar urðu fyrir áfalli seint í hálfleiknum þegar Leonid Mykhailiutenko fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Erni Árnasyni. Stórt skarð þar með höggvið í lið Akureyrar þar sem Úkraínumaðurinn virðist eiga að spila lykilhlutverk í varnarleik Akureyrar. KA-menn héldu áfram að hafa frumkvæðið í upphafi síðari hálfleiks en um miðbik hálfleiksins tóku gestirnir í Akureyri öll völd á vellinum og unnu upp sex marka forskot KA-manna á 10 mínútna kafla. Akureyringar skyndilega komnir í forystu þegar fimm mínútur lifðu leiks. Lokamínúturnar æsispennandi og var Akureyri komið með frumkvæðið. Brynjar Hólm Grétarsson virtist vera að koma Akureyri yfir þegar ein og hálf mínúta lifði leiks en lína var dæmd á Brynjar. KA-menn tóku i kjölfarið leikhlé og lögðu á ráðin fyrir lokasókn sína í leiknum. Hún endaði í höndunum á Sigþóri Gunnari Jónssyni og skoraði hann það sem reyndist sigurmark leiksins. Akureyringar fengu hálfa mínútu til að jafna leikinn en náðu ekki að búa til gott skotfæri og dramatískur sigur KA staðreynd. Af hverju vann KA Sentimetra spursmál. Það bar lítið sem ekkert á milli liðanna í kvöld og í raun bara smáatriði sem sker úr um sigurvegara leiksins að lokum. KA-menn keyrðu upp hraðann í fyrri hálfleik og náðu að búa til fínt forskot en Akureyri tók svo öll völd á vellinum þegar á leið og virtust gestirnir vera að sigla sigrinum í hús. Lokamínúturnar voru æsilegar og gat sigurinn fallið hvoru megin sem var. Línudómurinn á Brynjar Hólm er risastór en þar virtist hann vera að koma gestunum í kjörstöðu fyrir síðustu mínútu leiksins.Hvað gekk illa?Tarik Kasumovic. Risinn frá Bosníu leit ekki vel út í frumraun sinni í Olís-deildinni. Virðist slakur varnarmaður þrátt fyrir svakalegan skrokk og þó KA-menn hafi eytt miklu púðri í að koma honum í gang í sóknarleiknum hjálpaði hann liðinu ekki ýkja mikið þar. Segir ýmislegt að hann var ekki inn á í mikilvægustu sókn leiksins. Skilar vissulega fimm mörkum en úr tólf tilraunum og átti stóran þátt í endurkomu Akureyrar með því að tapa boltum á klaufalegan hátt og fara illa með góðar leikstöður þegar mest var undir.Hverjir stóðu uppúr?Sigþór Gunnar Jónsson var maður leiksins. Þrátt fyrir að vera einn reynsluminnsti leikmaður vallarins var það hann sem steig upp þegar mest á reyndi. Uppstilltur sóknarleikur KA miðaði að því að búa til flugbrautir fyrir Tarik annars vegar og Áka Egilsnes hins vegar. Sigþór Gunnar stal hins vegar senunni; fyrirmyndar nýting hjá kauða og steig upp á mikilvægum augnablikum. Hjá Akureyri mæðir mikið á ungum herðum Hafþórs Más Vignissonar og líklega óumdeilt að hann var sá leikmaður á vellinum sem sýndi mestu gæðin. Lék sér oft að varnarmönnum. KA-menn lögðu mikla áherslu á að stöðva Hafþór og tókst það oft ágætlega en liðsfélagar Hafþórs þurfa að hjálpa honum meira í uppstilltum sóknarleik ef Akureyri ætlar sér stóra hluti í deildinni. Þá sýndi Ihor Kopyshynskyi að hann er líklega einn besti hraðaupphlaupsmaður deildarinnar en hann raðaði inn mörkum úr hraðaupphlaupum þegar Akureyri kom til baka.Hvað gerist næst?Akureyri leikur sinn fyrsta heimaleik þegar þeir fá Selfyssinga í heimsókn eftir slétta viku. KA-menn eiga hins vegar annan heimaleik í 2.umferð þar sem þeir fá Hauka í heimsókn næstkomandi laugardag. Báðum liðum er spáð erfiðum vetri og erfitt að meta það út frá þessum leik hvort þau búi yfir nægilega miklum gæðum fyrir efstu deild. Verður því spennandi að sjá hvað gerist í næstu umferð þar sem bæði lið mæta mjög öflugum liðum. Sverre: Mjög svekktur en mjög stolturSverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar.vísir/gettySverre Jakobsson var svekktur í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa með minnsta mun. „Ég er mjög svekktur en hins vegar mjög stoltur af liðinu. Við komum virkilega til baka í síðari hálfleiknum og sýndum karakter. Ýmislegt sem við lögðum upp með gekk mjög vel eftir. Það er dæmd lína hérna þegar við getum komist yfir rúmlega mínútu fyrir leikslok. Í staðinn fá þeir boltann og við missum mann af velli. Það er stutt á milli í þessu,“ sagði Sverre. Hann hrósaði sínu liði fyrir að sýna karakter eftir slæma byrjun. „Við gerðum okkur svolítið erfitt fyrir í fyrri hálfleik og þurftum að eyða mikilli orku í að elta. Það þurfti margt að ganga upp og það munaði alls ekki miklu.“ „Mér fannst við eiga skilið að fá stig út úr þessu miðað við hvernig leikurinn þróaðist en það er ekkert spurt að því í íþróttum. Það þarf að klára þetta,“ sagði Sverre. Hann telur að það verði ekki erfitt að rífa leikmannahópinn upp þrátt fyrir svekkelsið. „Nei. Það verður ekki erfitt að rífa menn upp eftir þetta. Þetta var bara fyrsta skrefið og við byrjum á stórleik. Mér fannst liðið taka miklum framförum í þessum leik miðað við hvernig við höfum verið undanfarið. Við höfum verið á eftir öðrum liðum í undirbúningi þannig að ég er bara voðalega stoltur af strákunum og mér fannst seinni hálfleikurinn gefa góð fyrirheit fyrir framhaldið,“ segir Sverre. ,,Draumur síðan í æsku"Sigþór Gunnar tryggði KA sigur.Heimasíða KASkyttan unga, Sigþór Gunnar Jónsson, reyndist hetjan í Akureyrarslagnum í Olís-deild karla í kvöld þegar KA lagði Akureyri Handboltafélag að velli með minnsta mun, 28-27. Þegar rúm mínúta lifði leiks tóku KA-menn leikhlé og lögðu á ráðin fyrir lokasókn sína í leiknum. Hún endaði með því að Sigþór braut sér leið í gegnum vörn Akureyrar og skoraði framhjá Marius Aleksejev í marki Akureyrar. Hann hikaði hvergi og var eðlilega í sigurvímu í leikslok. „Það er ekki til betri tilfinning. Stútfullt hús og þetta er bara draumur síðan í æsku.“ „Maður er í þessu til þess (að taka lokaskotið). Það þýðir ekkert að hika við það," segir Sigþór. KA-menn höfðu frumkvæðið framan af en um miðbik síðari hálfleiks komst Akureyri á bragðið og náði forystunni á lokamínútunum en Sigþór kveðst ekki hafa verið orðinn smeykur. „Nei það fór ekkert um okkur því við KA-menn gefumst aldrei upp,“ segir Sgiþór. Flestir sérfræðingar spá KA-manni falli úr deildinni en Sigþór hefur engar áhyggjur af því. „Ég tel að við getum gert góða hluti. Þetta er ógeðslega spennandi og við munum gefa okkur alla í þetta. Það er ekki hægt að biðja um meira en það,“ sagði Sigþór að endingu. Olís-deild karla
KA og Akureyri Handboltafélag mættust í nýliðaslag í 1.umferð Olís-deildar karla að viðstöddum 800 áhorfendum í KA-heimilinu á Akureyri í kvöld. Leiksins var beðið með mikilli eftirvæntingu og er óhætt að segja að áhorfendur hafi fengið allt fyrir peninginn. KA-menn byrjuðu leikinn mun betur og nýttu fyrri hálfleikinn til að búa til góða forystu en staðan í leikhléi var 16-11, KA í vil. Akureyringar urðu fyrir áfalli seint í hálfleiknum þegar Leonid Mykhailiutenko fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Heimi Erni Árnasyni. Stórt skarð þar með höggvið í lið Akureyrar þar sem Úkraínumaðurinn virðist eiga að spila lykilhlutverk í varnarleik Akureyrar. KA-menn héldu áfram að hafa frumkvæðið í upphafi síðari hálfleiks en um miðbik hálfleiksins tóku gestirnir í Akureyri öll völd á vellinum og unnu upp sex marka forskot KA-manna á 10 mínútna kafla. Akureyringar skyndilega komnir í forystu þegar fimm mínútur lifðu leiks. Lokamínúturnar æsispennandi og var Akureyri komið með frumkvæðið. Brynjar Hólm Grétarsson virtist vera að koma Akureyri yfir þegar ein og hálf mínúta lifði leiks en lína var dæmd á Brynjar. KA-menn tóku i kjölfarið leikhlé og lögðu á ráðin fyrir lokasókn sína í leiknum. Hún endaði í höndunum á Sigþóri Gunnari Jónssyni og skoraði hann það sem reyndist sigurmark leiksins. Akureyringar fengu hálfa mínútu til að jafna leikinn en náðu ekki að búa til gott skotfæri og dramatískur sigur KA staðreynd. Af hverju vann KA Sentimetra spursmál. Það bar lítið sem ekkert á milli liðanna í kvöld og í raun bara smáatriði sem sker úr um sigurvegara leiksins að lokum. KA-menn keyrðu upp hraðann í fyrri hálfleik og náðu að búa til fínt forskot en Akureyri tók svo öll völd á vellinum þegar á leið og virtust gestirnir vera að sigla sigrinum í hús. Lokamínúturnar voru æsilegar og gat sigurinn fallið hvoru megin sem var. Línudómurinn á Brynjar Hólm er risastór en þar virtist hann vera að koma gestunum í kjörstöðu fyrir síðustu mínútu leiksins.Hvað gekk illa?Tarik Kasumovic. Risinn frá Bosníu leit ekki vel út í frumraun sinni í Olís-deildinni. Virðist slakur varnarmaður þrátt fyrir svakalegan skrokk og þó KA-menn hafi eytt miklu púðri í að koma honum í gang í sóknarleiknum hjálpaði hann liðinu ekki ýkja mikið þar. Segir ýmislegt að hann var ekki inn á í mikilvægustu sókn leiksins. Skilar vissulega fimm mörkum en úr tólf tilraunum og átti stóran þátt í endurkomu Akureyrar með því að tapa boltum á klaufalegan hátt og fara illa með góðar leikstöður þegar mest var undir.Hverjir stóðu uppúr?Sigþór Gunnar Jónsson var maður leiksins. Þrátt fyrir að vera einn reynsluminnsti leikmaður vallarins var það hann sem steig upp þegar mest á reyndi. Uppstilltur sóknarleikur KA miðaði að því að búa til flugbrautir fyrir Tarik annars vegar og Áka Egilsnes hins vegar. Sigþór Gunnar stal hins vegar senunni; fyrirmyndar nýting hjá kauða og steig upp á mikilvægum augnablikum. Hjá Akureyri mæðir mikið á ungum herðum Hafþórs Más Vignissonar og líklega óumdeilt að hann var sá leikmaður á vellinum sem sýndi mestu gæðin. Lék sér oft að varnarmönnum. KA-menn lögðu mikla áherslu á að stöðva Hafþór og tókst það oft ágætlega en liðsfélagar Hafþórs þurfa að hjálpa honum meira í uppstilltum sóknarleik ef Akureyri ætlar sér stóra hluti í deildinni. Þá sýndi Ihor Kopyshynskyi að hann er líklega einn besti hraðaupphlaupsmaður deildarinnar en hann raðaði inn mörkum úr hraðaupphlaupum þegar Akureyri kom til baka.Hvað gerist næst?Akureyri leikur sinn fyrsta heimaleik þegar þeir fá Selfyssinga í heimsókn eftir slétta viku. KA-menn eiga hins vegar annan heimaleik í 2.umferð þar sem þeir fá Hauka í heimsókn næstkomandi laugardag. Báðum liðum er spáð erfiðum vetri og erfitt að meta það út frá þessum leik hvort þau búi yfir nægilega miklum gæðum fyrir efstu deild. Verður því spennandi að sjá hvað gerist í næstu umferð þar sem bæði lið mæta mjög öflugum liðum. Sverre: Mjög svekktur en mjög stolturSverre Jakobsson, þjálfari Akureyrar.vísir/gettySverre Jakobsson var svekktur í leikslok eftir að hafa séð lið sitt tapa með minnsta mun. „Ég er mjög svekktur en hins vegar mjög stoltur af liðinu. Við komum virkilega til baka í síðari hálfleiknum og sýndum karakter. Ýmislegt sem við lögðum upp með gekk mjög vel eftir. Það er dæmd lína hérna þegar við getum komist yfir rúmlega mínútu fyrir leikslok. Í staðinn fá þeir boltann og við missum mann af velli. Það er stutt á milli í þessu,“ sagði Sverre. Hann hrósaði sínu liði fyrir að sýna karakter eftir slæma byrjun. „Við gerðum okkur svolítið erfitt fyrir í fyrri hálfleik og þurftum að eyða mikilli orku í að elta. Það þurfti margt að ganga upp og það munaði alls ekki miklu.“ „Mér fannst við eiga skilið að fá stig út úr þessu miðað við hvernig leikurinn þróaðist en það er ekkert spurt að því í íþróttum. Það þarf að klára þetta,“ sagði Sverre. Hann telur að það verði ekki erfitt að rífa leikmannahópinn upp þrátt fyrir svekkelsið. „Nei. Það verður ekki erfitt að rífa menn upp eftir þetta. Þetta var bara fyrsta skrefið og við byrjum á stórleik. Mér fannst liðið taka miklum framförum í þessum leik miðað við hvernig við höfum verið undanfarið. Við höfum verið á eftir öðrum liðum í undirbúningi þannig að ég er bara voðalega stoltur af strákunum og mér fannst seinni hálfleikurinn gefa góð fyrirheit fyrir framhaldið,“ segir Sverre. ,,Draumur síðan í æsku"Sigþór Gunnar tryggði KA sigur.Heimasíða KASkyttan unga, Sigþór Gunnar Jónsson, reyndist hetjan í Akureyrarslagnum í Olís-deild karla í kvöld þegar KA lagði Akureyri Handboltafélag að velli með minnsta mun, 28-27. Þegar rúm mínúta lifði leiks tóku KA-menn leikhlé og lögðu á ráðin fyrir lokasókn sína í leiknum. Hún endaði með því að Sigþór braut sér leið í gegnum vörn Akureyrar og skoraði framhjá Marius Aleksejev í marki Akureyrar. Hann hikaði hvergi og var eðlilega í sigurvímu í leikslok. „Það er ekki til betri tilfinning. Stútfullt hús og þetta er bara draumur síðan í æsku.“ „Maður er í þessu til þess (að taka lokaskotið). Það þýðir ekkert að hika við það," segir Sigþór. KA-menn höfðu frumkvæðið framan af en um miðbik síðari hálfleiks komst Akureyri á bragðið og náði forystunni á lokamínútunum en Sigþór kveðst ekki hafa verið orðinn smeykur. „Nei það fór ekkert um okkur því við KA-menn gefumst aldrei upp,“ segir Sgiþór. Flestir sérfræðingar spá KA-manni falli úr deildinni en Sigþór hefur engar áhyggjur af því. „Ég tel að við getum gert góða hluti. Þetta er ógeðslega spennandi og við munum gefa okkur alla í þetta. Það er ekki hægt að biðja um meira en það,“ sagði Sigþór að endingu.
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti