Les Moonves hættur hjá CBS eftir fleiri ásakanir um kynferðisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2018 07:27 Les Moonves. Vísir/AP Les Moonves hefur látið af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun. Afsögn hans tekur gildi tafarlaust. Ásakanir á hendur Moonves birtust fyrst í blaðinu the New Yorker í júlí og sex bættust við á sunnudag. Moonves neitar öllum slíkum ásökunum og segir þær nýjustu vera ógeðfelldar. Í yfirlýsingu frá CBS segir að fyrirtækið og Moonves muni gefa 20 milljónir dollara, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna til hópa sem styrkja MeToo hreyfinguna. Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Einhver hinna meintu brota munu hafa átt sér stað þegar Moonves var einn af æðstu yfirmönnum Warner Bros. Þrjátíu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn CBS sögðu Moonves hafa stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áretni. Þeir sögðu starfsmenn sem hafi orðið uppvísir af slíkri hefðun hafa fengið stöðuhækkanir og þolendum hafi verið greitt fyrir þagmælsku. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Eftir að fyrstu sex konurnar sökuðu Moonves um að hafa brotið á sér réði stjórn CBS lögfræðinga til að rannsaka ásakanirnar. Þeirri rannsókn er ekki lokið og hefur stjórn CBS ákveðið að ekki verði farið út í hvað Moonves verði greitt fyrir að láta af störfum fyrr en rannsókninni lýkur. Búist er við því að hann muni fá margar milljónir dala, samkvæmt Washington Post. Þá verður helmingi stjórnar CBS skipt út og hafa þrjár konur þegar verið ráðnar. MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Les Moonves hefur látið af störfum sem forstjóri fjölmiðlarisans CBS eftir ásakanir um ósæmilega kynferðislega hegðun. Afsögn hans tekur gildi tafarlaust. Ásakanir á hendur Moonves birtust fyrst í blaðinu the New Yorker í júlí og sex bættust við á sunnudag. Moonves neitar öllum slíkum ásökunum og segir þær nýjustu vera ógeðfelldar. Í yfirlýsingu frá CBS segir að fyrirtækið og Moonves muni gefa 20 milljónir dollara, eða um 2,2 milljarða íslenskra króna til hópa sem styrkja MeToo hreyfinguna. Alls sökuðu tólf konur Monnves um kynferðisbrot. Meðal ásakana er að hann hafi þvingað minnst eina til munnmaka og að hafa bæði kysst þær og snert án samþykkis. Þá á hann að hafa áreitt þær á vinnutíma og brugðist ókvæða við þegar þær tóku illa í hegðun hans. Einhver hinna meintu brota munu hafa átt sér stað þegar Moonves var einn af æðstu yfirmönnum Warner Bros. Þrjátíu þáverandi og fyrrverandi starfsmenn CBS sögðu Moonves hafa stuðlað að vinnuumhverfi sem gerði lítið úr kynferðislegri áretni. Þeir sögðu starfsmenn sem hafi orðið uppvísir af slíkri hefðun hafa fengið stöðuhækkanir og þolendum hafi verið greitt fyrir þagmælsku. Sjá einnig: Blaðamaðurinn sem afhjúpaði Weinstein opinberar ásakanir á hendur æðsta stjórnanda CBS Eftir að fyrstu sex konurnar sökuðu Moonves um að hafa brotið á sér réði stjórn CBS lögfræðinga til að rannsaka ásakanirnar. Þeirri rannsókn er ekki lokið og hefur stjórn CBS ákveðið að ekki verði farið út í hvað Moonves verði greitt fyrir að láta af störfum fyrr en rannsókninni lýkur. Búist er við því að hann muni fá margar milljónir dala, samkvæmt Washington Post. Þá verður helmingi stjórnar CBS skipt út og hafa þrjár konur þegar verið ráðnar.
MeToo Bandaríkin Fjölmiðlar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira