Myndbandið er hið glæsilegasta og er af stórum hluta tekið upp í Reynisfjöru.
„Hjartað í mér er að springa úr gleði að geta frumsýnt nýja myndbandið mitt við Head Above Water fyrir ykkur öll á afmælisdaginn minn,“ sagði Lavigne á Instagram í gær en hér að neðan má sjá myndbandið sjálft, en það sýnir íslenska náttúru eins og hún gerist fallegust.
Ætla má að myndbandið hafi verið tekið upp í tveimur hlutum. Annarsvegar með Lavigne sjálfri í tökuveri og með aukaleikara hér á landi. Að minnsta kosti sést aldrei framan í konuna sem er á gangi í Reynisfjöru og víðar.