Greiða 1.000 krónur með hverjum farþega Sunna Sæmundsdóttir skrifar 25. september 2018 10:35 Ferðamenn sem koma til Íslands virðast viðkæmir fyrir verðbreytingum. vísir/ernir Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert. Farið var yfir horfurnar í ferðaþjónustu á morgunfundi hjá greiningardeild Arion banka í morgun. Í þeirra spá er gert ráð fyrir lítilli fjölgun ferðamanna á næstu árum, eða 4,5% í ár og 1,4% á næsta ári. Flugfargjöld um Ísland hafa verið í lágmarki undanfarið og segir Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion, að íslensku félögin séu að greiða með hverjum farþega. „Það er útlit fyrir það að í ár séu flugfélögin að greiða eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega. Við vitum bara að ef þú ert að reka fyrirtæki gengur það ekki til lengdar," segir Erna. Hún segir ferðaþjónustuna í óheppilegri stöðu þar sem ferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu séu viðkvæmir fyrir verðbreytingum á flugmiðum, en stærstu hópar ferðamanna sem koma til Íslands eru einmitt þaðan.Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion„Og svo í þokkabót fer þetta líka eftir flugleiðum. Og flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið sem við erum svolítið að treysta á, að eftirspurnin eftir því flugi er líka svolítið viðkvæm fyrir verðbreytingum," segir Erna. „Við erum dýr áfangastaður og lág flugfargjöld virðast hafa vegið upp á móti því." Verðhækkanir sem gætu orðið nauðsynlegar gætu þannig skilað færri ferðamönnum til landsins. „Ef verðið hækkar um tíu prósent, að þá getum við séð nýja mynd. Grunnspáin okkar gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna á næsta ári. Við gætum séð þessa tölu fara niður í 1,8 eða 1,9 milljónir ferðamanna ef það gerist," segir Erna. Og það er fækkun? „Já það er fækkun, og það yrði í fyrsta skipti í langan tíma sem við værum að sjá það yfir allt árið." Þetta setji flugfélög í snúna stöðu. „Flugfélögin verða auðvitað að hugsa um sinn rekstur. Þetta hefur verið erfitt rekstrarumhverfi, ekki bara fyrir íslensku flugfélögin heldur bara fyrir flugfélög í heiminum. Á meðan olíuverð hefur verið að hækka hafa flugfargjöld ekki fylgt eftir. Maður skilur því hækkanir, en það er auðvitað óheppilegt fyrir ferðaþjónustuna í landinu," segir Erna. Aðrir þættir gætu þó haft áhrif á stöðuna. „Ef flugfargjöld hækka og við sjáum krónuna lækka á móti, myndi það draga það úr kostnaðinum sem ferðamenn standa frammi fyrir þegar þeir koma til landsins." Hér má lesa skýrslu greiningardeildar Arion banka í heild sinni. Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Íslensku flugfélögin greiða um eitt þúsund krónur með hverjum farþega. Ef félögin bregðast við og hækka verð gæti ferðamönnum hér á landi fækkað umtalsvert. Farið var yfir horfurnar í ferðaþjónustu á morgunfundi hjá greiningardeild Arion banka í morgun. Í þeirra spá er gert ráð fyrir lítilli fjölgun ferðamanna á næstu árum, eða 4,5% í ár og 1,4% á næsta ári. Flugfargjöld um Ísland hafa verið í lágmarki undanfarið og segir Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá greiningardeild Arion, að íslensku félögin séu að greiða með hverjum farþega. „Það er útlit fyrir það að í ár séu flugfélögin að greiða eitt þúsund krónur með hverjum flugfarþega. Við vitum bara að ef þú ert að reka fyrirtæki gengur það ekki til lengdar," segir Erna. Hún segir ferðaþjónustuna í óheppilegri stöðu þar sem ferðamenn frá Norður-Ameríku og Evrópu séu viðkvæmir fyrir verðbreytingum á flugmiðum, en stærstu hópar ferðamanna sem koma til Íslands eru einmitt þaðan.Erna Björg Sverrisdóttir, hagfræðingur hjá Greiningardeild Arion„Og svo í þokkabót fer þetta líka eftir flugleiðum. Og flugleiðin yfir Norður-Atlantshafið sem við erum svolítið að treysta á, að eftirspurnin eftir því flugi er líka svolítið viðkvæm fyrir verðbreytingum," segir Erna. „Við erum dýr áfangastaður og lág flugfargjöld virðast hafa vegið upp á móti því." Verðhækkanir sem gætu orðið nauðsynlegar gætu þannig skilað færri ferðamönnum til landsins. „Ef verðið hækkar um tíu prósent, að þá getum við séð nýja mynd. Grunnspáin okkar gerir ráð fyrir 2,3 milljónum ferðamanna á næsta ári. Við gætum séð þessa tölu fara niður í 1,8 eða 1,9 milljónir ferðamanna ef það gerist," segir Erna. Og það er fækkun? „Já það er fækkun, og það yrði í fyrsta skipti í langan tíma sem við værum að sjá það yfir allt árið." Þetta setji flugfélög í snúna stöðu. „Flugfélögin verða auðvitað að hugsa um sinn rekstur. Þetta hefur verið erfitt rekstrarumhverfi, ekki bara fyrir íslensku flugfélögin heldur bara fyrir flugfélög í heiminum. Á meðan olíuverð hefur verið að hækka hafa flugfargjöld ekki fylgt eftir. Maður skilur því hækkanir, en það er auðvitað óheppilegt fyrir ferðaþjónustuna í landinu," segir Erna. Aðrir þættir gætu þó haft áhrif á stöðuna. „Ef flugfargjöld hækka og við sjáum krónuna lækka á móti, myndi það draga það úr kostnaðinum sem ferðamenn standa frammi fyrir þegar þeir koma til landsins." Hér má lesa skýrslu greiningardeildar Arion banka í heild sinni.
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45 Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27 Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Segir Keflavíkurflugvöll þann langversta í Evrópu sem bitni á afkomu flugfélaganna „Ég er þeirrar skoðunar, og ef maður horfir á þessar skiptistöðvar sem við erum að keppa við, þá er Keflavíkurflugvöllur langversti flugvöllur í Evrópu, það er ekkert hægt að neita því,“ segir Pétur J. Eiríksson, fyrrverandi yfirmaður hjá Icelandair til 28 ára. Það er hans mat að staðan á Keflavíkurflugvelli bitni á afkomu Icelandair og Wow Air. 25. september 2018 10:45
Segir að rekja megi vanda Icelandair til þess að stóru flugfélögin séu hætt að hunsa félagið Vandi Icelandair er fólgin í því að offramboð er á flugsætum á flugleiðum félagsins að mati sérfræðings. Segir hann einnig að stóru flugfélögin sem fljúgi milli Evrópu og Bandaríkjanna séu hætt að hunsa Icelandair. 29. ágúst 2018 14:27
Samdráttur í komum þýskra ferðamanna í fyrsta sinn í tólf ár Í fyrsta sinn í tólf ár hefur orðið samdráttur á milli ára í komum þýskra ferðamanna til Íslands. Minna flugframboð og fall Air Berlin kann meðal annars að skýra samdráttinn að sögn verkefnastjóra hjá Íslandsstofu. Fyrrverandi forstjóri Icelandair segir flugfélögin gegna lykilhlutverki við að tryggja stöðu Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. 19. september 2018 19:30