Fá kannski vínarbrauð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. september 2018 07:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að afmælið verði haldið hátíðlegt á næsta ári. fréttablaðið/Ernir Það eru engin hátíðarhöld skipulögð í tilefni dagsins á morgun, annað en að kannski fá starfsmenn köku eða vínarbrauð í boði framkvæmdastjórans,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins sem stofnuð voru þennan dag, 24. september, árið 1993 og eiga því 25 ára afmæli. Samtökin sjálf miða þó afmælisdag sinn við árið 1994 að sögn Guðrúnar því þá hófst í raun sameiginleg starfsemi þeirra félaga sem sameinuðust þennan dag í september fyrir 25 árum. Þá sameinuðust sex helstu samtök iðnaðar; Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins, Verktakasamband Íslands, Samband málm- og skipasmiða og Meistara- og verktakasamband byggingamanna. Þau tóku síðan formlega til starfa um áramótin 1993/1994. Höfuðmarkmið hinna nýju samtaka var að auka áhrif iðnaðar í þjóðfélaginu, vinna að bættum starfsskilyrðum, hvetja til hagkvæmni í rekstri og leggja áherslu á markvissa vöruþróun, markaðsstarfsemi og menntamál. Innan Samtaka iðnaðarins eru nú um 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Á þessum aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun þess eru samtökin því orðin stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. „Vegna þess að við miðum afmælið í reynd við árið 1994 þá verður mikið um gleðihöld og dýrðir á næsta ári. Við munum helga það afmælinu okkar og gera því auðvitað greinargóð skil, sérstaklega á iðnþingi í mars næstkomandi. En við munum ekki gera neitt sérstakt í tilefni dagsins í dag,“ segir Guðrún sem sjálf var stödd á ferðalagi á Ítalíu þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún verður því fjarri góðu gamni á stofnafmælisdaginn en kveðst létt í bragði vona að starfsfólkið á skrifstofunni geri sér þó dagamun og fái í það minnsta köku eða bakkelsi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skorast væntanlega ekki undan því og kemur færandi hendi. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira
Það eru engin hátíðarhöld skipulögð í tilefni dagsins á morgun, annað en að kannski fá starfsmenn köku eða vínarbrauð í boði framkvæmdastjórans,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins sem stofnuð voru þennan dag, 24. september, árið 1993 og eiga því 25 ára afmæli. Samtökin sjálf miða þó afmælisdag sinn við árið 1994 að sögn Guðrúnar því þá hófst í raun sameiginleg starfsemi þeirra félaga sem sameinuðust þennan dag í september fyrir 25 árum. Þá sameinuðust sex helstu samtök iðnaðar; Félag íslenskra iðnrekenda, Landssamband iðnaðarmanna, Félag íslenska prentiðnaðarins, Verktakasamband Íslands, Samband málm- og skipasmiða og Meistara- og verktakasamband byggingamanna. Þau tóku síðan formlega til starfa um áramótin 1993/1994. Höfuðmarkmið hinna nýju samtaka var að auka áhrif iðnaðar í þjóðfélaginu, vinna að bættum starfsskilyrðum, hvetja til hagkvæmni í rekstri og leggja áherslu á markvissa vöruþróun, markaðsstarfsemi og menntamál. Innan Samtaka iðnaðarins eru nú um 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda. Á þessum aldarfjórðungi sem liðinn er frá stofnun þess eru samtökin því orðin stærstu og öflugustu hagsmunasamtök atvinnurekenda á Íslandi. „Vegna þess að við miðum afmælið í reynd við árið 1994 þá verður mikið um gleðihöld og dýrðir á næsta ári. Við munum helga það afmælinu okkar og gera því auðvitað greinargóð skil, sérstaklega á iðnþingi í mars næstkomandi. En við munum ekki gera neitt sérstakt í tilefni dagsins í dag,“ segir Guðrún sem sjálf var stödd á ferðalagi á Ítalíu þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Hún verður því fjarri góðu gamni á stofnafmælisdaginn en kveðst létt í bragði vona að starfsfólkið á skrifstofunni geri sér þó dagamun og fái í það minnsta köku eða bakkelsi. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skorast væntanlega ekki undan því og kemur færandi hendi.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Sjá meira