Fótbolti

Arnór Sigurðsson kom inn á í sínum fyrsta deildarleik með CSKA Moskvu

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Arnór kom inn á sínum fyrsta deildarleik í dag
Arnór kom inn á sínum fyrsta deildarleik í dag Twitter
Arnór varð fyrr í vikunni yngsti íslenski leikmaðurinn til þess að leika í Meistaradeild Evrópu er hann kom inn á gegn Viktoria Plzen. Hans fyrsti deildarleikur með rússneska stórliðinu kom svo í dag í nágrannaslag gegn Spartak Moskvu.



Spartak Moskva byrjaði betur og leiddi í hálfleik, 1-0 eftir mark frá Fernando.



Nikola Vlasic jafnaði hins vegar leikinn á 63. mínútu og þar við sat. Lokatölur 1-1.



Arnór kom inn á völlinn á 71. mínútu.

 

Hörður Björgvin Magnússon leikur einnig CSKA Moskvu en hann var ekki með í dag vegna meiðsla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×