Björn Daníel Sverrisson og liðsfélagar hans í AGF unnu 3-2 sigur á Hirti Hermannssyni og félögum í Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í dag.
Hjörtur Hermannsson var í byrjunarliði Bröndby og lék hann allan leikinn. Björn Daníel byrjaði hisn vegar á bekknum en kom inn á völlinn á 82. mínútu.
AGF komst yfir á 28. mínútu en Bröndby jafnaði strax í næstu sókn.
Heimamenn í AGF komust svo aftur yfir skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.
Bröndby jafnaði öðru sinni á 57. mínútu áður en AGF komst í þriðja sinn yfir í leiknum. Bröndby náði hins vegar ekki að jafna í þriðja skiptið og lokatölur því 3-2 í æsispennandi leik.
AGF komst með sigrinum upp fyrir Bröndby í 4. sæti deildarinnar en Bröndby er sæti neðar.
Björn Daníel sigraði Hjört Hermannsson í Íslendingaslag
