Gunnar: Nenni ekki að tala meira um þennan KA-leik Benedikt Grétarsson skrifar 22. september 2018 20:05 Gunnar á hliðarlínunni á síðustu leiktíð. vísir/ernir Það mátti sjá á Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka, að honum var létt eftir 31-26 sigur hans manna gegn Akureyri í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Hauka í deildinni en lærisveinar Gunnars biðu afhroð í síðustu umferð gegn KA, 31-20. „Þetta er búin að vera löng vika og dagarnir hafa liðið hægt. Við erum búnir að bíða eftir að komast aftur á völlinn og svara fyrir síðasta leik. Það var bara hrikalega mikilvægt að ná í tvö stig og fá jafnframt fyrsta sigurinn í hús,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er bara ánægður með strákana.Þetta var þolinmæðisverk og vantaði alltaf herslumuninn að hrista þá af okkur. Alltaf þegar við fengum möguleikann, þá komu þeir aftur og gerðu okkur erfitt fyrir. Við náðum að halda haus allan leikinn og unnum þetta frekar sannfærandi að lokum.” Hvað skyldi hafa glatt Gunnar mest í þessum sigri? „Varnarleikurinn var góður og við náðum að refsa þeim í kjölfar sterkrar varnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarlega var þetta ágætt og við sáum margar góðar sóknir. Með örlítið betri nýtingu, hefðum við slitið þá fyrr af okkur en við sköpum fín færi og ég er bara sáttur.” Miklu munaði fyrir Hauka að fá Adam Hauk Baumruk sterkan inn í sóknina en hann hefur verið slakur hingað til. „Já, hann hefur verið góður á æfingum og ég veit alveg hvað hann getur. Ég setti hann í byrjunarliðið í dag og hann svaraði með góðum leik.” Fannst Gunnari umræðan eftir síðasta leik kannski snúast aðeins of mikið um hversu lélegir Haukar voru, frekar en að gefa KA verðskuldað hrós? „Við vorum bara lélegir í síðasta leik og sennilega var þetta einn lélegasti leikur sem ég hef lent í á mínum ferli sem þjálfari. KA menn voru frábærir en annars er ég bara að reyna að komast yfir þennan leik og nenni ekki mikið að tala meira um þennan KA-leik. Nú horfum við fram á veginn,“ sagði Gunnar einbeittur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Það mátti sjá á Gunnari Magnússyni, þjálfara Hauka, að honum var létt eftir 31-26 sigur hans manna gegn Akureyri í kvöld. Þetta er fyrsti sigur Hauka í deildinni en lærisveinar Gunnars biðu afhroð í síðustu umferð gegn KA, 31-20. „Þetta er búin að vera löng vika og dagarnir hafa liðið hægt. Við erum búnir að bíða eftir að komast aftur á völlinn og svara fyrir síðasta leik. Það var bara hrikalega mikilvægt að ná í tvö stig og fá jafnframt fyrsta sigurinn í hús,“ sagði Gunnar eftir leik. „Ég er bara ánægður með strákana.Þetta var þolinmæðisverk og vantaði alltaf herslumuninn að hrista þá af okkur. Alltaf þegar við fengum möguleikann, þá komu þeir aftur og gerðu okkur erfitt fyrir. Við náðum að halda haus allan leikinn og unnum þetta frekar sannfærandi að lokum.” Hvað skyldi hafa glatt Gunnar mest í þessum sigri? „Varnarleikurinn var góður og við náðum að refsa þeim í kjölfar sterkrar varnar, sérstaklega í fyrri hálfleik. Sóknarlega var þetta ágætt og við sáum margar góðar sóknir. Með örlítið betri nýtingu, hefðum við slitið þá fyrr af okkur en við sköpum fín færi og ég er bara sáttur.” Miklu munaði fyrir Hauka að fá Adam Hauk Baumruk sterkan inn í sóknina en hann hefur verið slakur hingað til. „Já, hann hefur verið góður á æfingum og ég veit alveg hvað hann getur. Ég setti hann í byrjunarliðið í dag og hann svaraði með góðum leik.” Fannst Gunnari umræðan eftir síðasta leik kannski snúast aðeins of mikið um hversu lélegir Haukar voru, frekar en að gefa KA verðskuldað hrós? „Við vorum bara lélegir í síðasta leik og sennilega var þetta einn lélegasti leikur sem ég hef lent í á mínum ferli sem þjálfari. KA menn voru frábærir en annars er ég bara að reyna að komast yfir þennan leik og nenni ekki mikið að tala meira um þennan KA-leik. Nú horfum við fram á veginn,“ sagði Gunnar einbeittur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Sjá meira
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi
Leik lokið: Holland - Ísland 27-25 | Tveggja marka tap niðurstaðan eftir flotta frammistöðu gegn erfiðum andstæðingi Handbolti