Halldór segist hafa verið að grínast Jakob Bjarnar skrifar 20. september 2018 14:51 Halldór Jónsson segist bara hafa verið að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi sínu. Hann biður Áslaugu Örnu afsökunar og kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa vakið athygli á pistlinum. Halldór Jónsson verkfræðingur, sem þekktur er í þröngum hópi fyrir oft afdráttarlausar bloggfærslur sínar, segist hafa verið að grínast í pistli sem náði uppá yfirborðið í gær. Vísir hefur sagt af efni pistilsins sem vakti verulega athygli en þar segir hann meðal annars af fremur grófum tilburðum pilta á dansæfingum í MR fyrir rúmri hálfri öld. Sem hann svo vildi bera við það að demókratar hundelti „dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu.“Líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi Þá þótti mörgum það skjóta skökku við að Morgunblaðið skyldi birta skrifin í þætti blaðsins sem heitir Staksteinar og gera þeim þannig hátt undir höfði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún fordæmdi skrif Halldórs fortakslaust í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.Margir hafa deilt pistli Áslaugar Örnu en hún fordæmir skrif Halldórs Jónssonar fortakslaust.„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi.“ Þannig hefst pistill Halldórs sem óvænt er orðinn einn þekktasti bloggari landsins. Hann vitnar í pistil Áslaugar, sem Halldór segir að stimpli sig sem versta dóna.Dansæfingarnar siðsamar í alla staði Halldór kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa birt pistil sinn í Staksteinum, hann hafi ekki verið spurður. Og enn síður minnist Halldór þess „að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna.“ Halldór segir að dansæfingarnar hafi verið siðsamar í alla staði og að hann sækist ekki eftir pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. „Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“ Fjölmiðlar MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Halldór Jónsson verkfræðingur, sem þekktur er í þröngum hópi fyrir oft afdráttarlausar bloggfærslur sínar, segist hafa verið að grínast í pistli sem náði uppá yfirborðið í gær. Vísir hefur sagt af efni pistilsins sem vakti verulega athygli en þar segir hann meðal annars af fremur grófum tilburðum pilta á dansæfingum í MR fyrir rúmri hálfri öld. Sem hann svo vildi bera við það að demókratar hundelti „dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu.“Líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi Þá þótti mörgum það skjóta skökku við að Morgunblaðið skyldi birta skrifin í þætti blaðsins sem heitir Staksteinar og gera þeim þannig hátt undir höfði. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ritari Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra en hún fordæmdi skrif Halldórs fortakslaust í aðsendri grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.Margir hafa deilt pistli Áslaugar Örnu en hún fordæmir skrif Halldórs Jónssonar fortakslaust.„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi.“ Þannig hefst pistill Halldórs sem óvænt er orðinn einn þekktasti bloggari landsins. Hann vitnar í pistil Áslaugar, sem Halldór segir að stimpli sig sem versta dóna.Dansæfingarnar siðsamar í alla staði Halldór kann Davíð Oddssyni litlar þakkir fyrir að hafa birt pistil sinn í Staksteinum, hann hafi ekki verið spurður. Og enn síður minnist Halldór þess „að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna.“ Halldór segir að dansæfingarnar hafi verið siðsamar í alla staði og að hann sækist ekki eftir pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. „Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“
Fjölmiðlar MeToo Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Ber dansæfingar í MR saman við nauðgunarmál í Bandaríkjunum Halldór Jónsson verkfræðingur og Sjálfstæðismaður rifjar upp gamla takta af dansgólfinu. 19. september 2018 11:00