Viðskipti innlent

Uppsagnir og lokanir hjá VÍS

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VÍS stefnir á að sameina og loka útibúum.
VÍS stefnir á að sameina og loka útibúum. Vísir/Anton
Vátryggingafélag Íslands mun loka rúmlega helmingi skrifstofa sinna og segja upp starfsfólki - „í samræmi við framtíðarsýn sína um að verða sta­f­rænt þjón­ustu­fyr­ir­tæki.“ Alls munu þrír starfsmenn missa vinnuna auk þess sem þrettán verktakasamningum verður sagt upp. Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja fyrirkomulag þjónustu „þannig að auk­in áhersla verði lögð á sta­f­ræn­ar lausn­ir.“ Breytingarnar munu taka gildi 1. október en þær fela meðal annars í sér að loka átta skrifstofum, þar af verða sex sameinaðar öðrum.

Á vef Fréttablaðsins segir að VÍS muni eftir breytingarnar ekki lengur reka útibú á Húsavík, Akranesi, Borgarnesi, Reyðarfirði, Hvolsvelli og í Keflavík. Starfsfólki þessara útibúa bauðst starf í nýjum, sameinuðu útibúum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í einhverjum tilfellum gafst fólki einnig færi á að starfa að heiman. Þá verður jafnframt skrifstofum VÍS á Höfn og í Vestmannaeyjum lokað. Þar munu samanlagt tveir starfsmenn missa vinnuna.

Samhliða breytingunum mun VÍS hætta að skipta landinu upp í umdæmi. Við það verður ekki lengur þörf á þremur umdæmisstjórum. Tveir munu halda í önnur störf innan VÍS en sá þriðji hættir störfum. Þrettán verktökum á vegum VÍS, svokallaðir umboðsmenn, verður að sama skapi sagt upp.

Í tilkynningu á vef VÍS segir að breytingarnar séu ekki síst tilkomnar vegna áherslu viðskiptavina á aukna stafræna þjónustu. „Sam­skipti við viðskipta­vini fara í sí­aukn­um mæli fram í gegn­um net og síma og sam­kvæmt þjón­ustu­könn­un­um kalla viðskipta­vin­ir eft­ir auk­inni þjón­ustu á þeim vett­vangi. Áherslu­breyt­ing­um í þjón­ustu er ætlað að svara þessu kalli.“

Haft er eftir Helga Bjarnasyni, forstjóra VÍS, að nýlega hafi verið mótuð stefna þar sem áhersla var lögð á að VÍS yrði stafrænt þjónustufyrirtæki. „Breyt­ing­arn­ar sem við ger­um núna eru í takt við þá sýn og er ætlað sam­ræma þjón­ust­una okk­ar og laga hana enn bet­ur að þörf­um viðskipta­vina sem vilja ein­föld, flækju­laus og skil­virk trygg­ingaviðskipti.“

„Við sjá­um skýr merki um að viðskipta­vin­ir okk­ar vilja í sí­aukn­um mæli nota sta­f­ræn­ar leiðir til að eiga við okk­ur sam­skipti. Okk­ar trú er að sú eft­ir­spurn fari vax­andi og kjarn­inn í okk­ar veg­ferð næstu miss­eri verður efla þjón­ust­una okk­ar á því sviði.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×