Teikningar af golfvöllum hjálpuðu honum úr fangelsi eftir 27 ár Henry Birgir Gunnarsson skrifar 20. september 2018 12:30 Dixon við eitt af sínum verkum. Mikill listamaður. vísir/ap Dæmdur morðingi er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir 27 ára dvöl í steininum. Hann getur að mörgu leyti þakkað það myndum af golfvöllum sem hann teiknaði í steininum. Sá heitir Valentino Dixon og var að losna úr fangelsi eftir að annar maður viðurkenndi að hafa framið morðið sem Dixon var dæmdur fyrir. Dixon hélt ávallt fram sakleysi sínu og getur loks um frjálst höfuð strokið.Golf Digest varpaði ljósi á málið Dixon byrjaði að teikna myndir af golfholum. Ekki af þekktum holum heldur einhverjum sem hann ímyndaði sér. Myndirnar vöktu mikla athygli og enduðu að lokum í hinu vinsæla tímariti, Golf Digest. Með myndunum var umfjöllun um mál fangans. Er myndirnar birtust í blaðinu komst mál hans aftur í fréttirnar og fólk fór að kafa betur ofan í það. Það var skriðan sem ýtti öllu af stað og nú er hann laus úr steininum 48 ára að aldri.Augusta kallaði á hann Allt byrjaði þetta með því að fangavörður gaf honum mynd af 12. holunni á Augusta og bað hann um að teikna hana. „Eftir 19 ár í Attica fangelsinu þá talaði golfhola til mín. Það virtist svo friðsamt þar. Ég ímyndaði mér að spila golf væri eins og að veiða. Ég vissi ekkert um golf enda úr gettóinu,“ sagði Dixon en hann hefur aldrei spilað golf.Dixon vinnur við eina af myndunum sem komu honum í sviðsljósið.vísir/apHann var sakfelldur fyrir að myrða hina 17 ára gömlu Torriano Jackson í Buffalo. Dixon viðurkenndi að hafa verið á staðnum en sagðist hafa verið í búð nálægt að kaupa sér bjór er skotárásin átti sér stað. Fjölmargir gátu borið vitni um að hann hefði ekki skotið af byssu en það dugði ekki til þar sem lögfræðingur hans náði ekki í neitt af þessum vitnum.Aldrei hlustað á raunverulega morðingjann Hinn raunverulegi morðingi, Lamarr Scott, viðurkenndi við fjölmiðla nokkrum dögum eftir morðið að vera sá seki. Hann vildi ekki að vinur sinn færi saklaus í fangelsi. Bróðir þess látna sagði aftur á móti að Dixon væri morðinginn og því fór hann í fangelsi en Scott gekk laus. Hann reyndi hvað hann gat til þess að koma Dixon úr fangelsi og játaði morðið á sig tíu sinnum. Það dugði ekki til þar til núna. Hann mætti loksins fyrir rétt í gær og viðurkenndi morðið. Nokkrum tímum síðar var Dixon laus allra mála. „Þetta er besta tilfinning allra mála,“ sagði Dixon er hann gekk úr fangelsinu. Á meðal þeirra sem tóku á móti honum var dóttir hans sem var lítið barn er faðirinn fór í steininn. Hún á nú fjórtán mánaða tvíbura. Dixon vonast til þess að prófa golf á næstu misserum og mun örugglega fá boð á fjölmarga golfvelli. Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Dæmdur morðingi er laus úr fangelsi í Bandaríkjunum eftir 27 ára dvöl í steininum. Hann getur að mörgu leyti þakkað það myndum af golfvöllum sem hann teiknaði í steininum. Sá heitir Valentino Dixon og var að losna úr fangelsi eftir að annar maður viðurkenndi að hafa framið morðið sem Dixon var dæmdur fyrir. Dixon hélt ávallt fram sakleysi sínu og getur loks um frjálst höfuð strokið.Golf Digest varpaði ljósi á málið Dixon byrjaði að teikna myndir af golfholum. Ekki af þekktum holum heldur einhverjum sem hann ímyndaði sér. Myndirnar vöktu mikla athygli og enduðu að lokum í hinu vinsæla tímariti, Golf Digest. Með myndunum var umfjöllun um mál fangans. Er myndirnar birtust í blaðinu komst mál hans aftur í fréttirnar og fólk fór að kafa betur ofan í það. Það var skriðan sem ýtti öllu af stað og nú er hann laus úr steininum 48 ára að aldri.Augusta kallaði á hann Allt byrjaði þetta með því að fangavörður gaf honum mynd af 12. holunni á Augusta og bað hann um að teikna hana. „Eftir 19 ár í Attica fangelsinu þá talaði golfhola til mín. Það virtist svo friðsamt þar. Ég ímyndaði mér að spila golf væri eins og að veiða. Ég vissi ekkert um golf enda úr gettóinu,“ sagði Dixon en hann hefur aldrei spilað golf.Dixon vinnur við eina af myndunum sem komu honum í sviðsljósið.vísir/apHann var sakfelldur fyrir að myrða hina 17 ára gömlu Torriano Jackson í Buffalo. Dixon viðurkenndi að hafa verið á staðnum en sagðist hafa verið í búð nálægt að kaupa sér bjór er skotárásin átti sér stað. Fjölmargir gátu borið vitni um að hann hefði ekki skotið af byssu en það dugði ekki til þar sem lögfræðingur hans náði ekki í neitt af þessum vitnum.Aldrei hlustað á raunverulega morðingjann Hinn raunverulegi morðingi, Lamarr Scott, viðurkenndi við fjölmiðla nokkrum dögum eftir morðið að vera sá seki. Hann vildi ekki að vinur sinn færi saklaus í fangelsi. Bróðir þess látna sagði aftur á móti að Dixon væri morðinginn og því fór hann í fangelsi en Scott gekk laus. Hann reyndi hvað hann gat til þess að koma Dixon úr fangelsi og játaði morðið á sig tíu sinnum. Það dugði ekki til þar til núna. Hann mætti loksins fyrir rétt í gær og viðurkenndi morðið. Nokkrum tímum síðar var Dixon laus allra mála. „Þetta er besta tilfinning allra mála,“ sagði Dixon er hann gekk úr fangelsinu. Á meðal þeirra sem tóku á móti honum var dóttir hans sem var lítið barn er faðirinn fór í steininn. Hún á nú fjórtán mánaða tvíbura. Dixon vonast til þess að prófa golf á næstu misserum og mun örugglega fá boð á fjölmarga golfvelli.
Golf Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira