Michael orðinn þriðja stigs fellibylur og gengur „tröllaukinn“ á land á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2018 23:15 Hér sést Michael á ferð sinni yfir Mexíkóflóa í dag. Vísir/AP Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, NHC, hefur nú skilgreint fellibylinn Michael sem þriðja stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að Michael gangi á land á morgun við Panama City Beach á hinu svokallaða Pönnuskafti (e. Panhandle) í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, varaði íbúa ríkisins við Michael á blaðamannafundi í dag og sagði hann „tröllaukinn“. Hann hvatti íbúa til að hlusta á viðvaranir yfirvalda og hika ekki við að flýja heimili sín þegar Mikael sækir í sig veðrið næstu klukkustundirnar. „Þetta er upp á líf og dauða,“ sagði Scott. „Þessi stormur getur grandað ykkur.“ Ávarp Scott má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Viðvaranir vegna Michaels ná nú til yfir 20 milljóna manna í fimm ríkjum Bandaríkjanna, Flórída, Alabama, Georgíu, Mississippi og Suður-Karólínu. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nær öllum sýslum Flórída, Alabama og Georgíu. 120 þúsund manns hefur jafnframt verið gert að flýja heimili sín við strendur Flórída. Vindhraði í Michael hefur mælst allt að 53 km/s og þá er búist við því að bylnum fylgi gríðarleg rigning. Áhrifa Michaels mun gæta í Karólínuríkjunum, þar sem fellibylurinn Flórens gekk nýlega á land og olli mikilli eyðileggingu. Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir því að Michael gangi á land í grennd við Panama City Beach á Pönnuskaftinu og fikri sig svo hratt upp austurströnd Bandaríkjanna.Heavy rainfall from #Michael could produce life-threatening flashflooding from the Florida Panhandle and Big Bend region intoportions of Georgia, the Carolinas, and southeast Virginia. See the latest @NWSWPC forecast for more details. pic.twitter.com/Gj38izMHaI— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2018 Þegar hefur verið tilkynnt um þrettán dauðsföll af völdum Michaels í Mið-Ameríku yfir helgina. Sex létust í Hondúras, fjórir í Níkaragúa og þrír í El Salvador. Samkvæmt samantekt CNN er Mikael umfangsmesti fellibylurinn sem gengur á land á áðurnefndu pönnuskafti síðan fellibylurinn Dennis skall þar á árið 2005.FLORIDA - It is imperative that you heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! #HurricaneMichael https://t.co/VP6PBXfzm9 pic.twitter.com/aKmaDNgZve— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018 Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00 Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46 Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna, NHC, hefur nú skilgreint fellibylinn Michael sem þriðja stigs fellibyl. Gert er ráð fyrir að Michael gangi á land á morgun við Panama City Beach á hinu svokallaða Pönnuskafti (e. Panhandle) í Flórída. Rick Scott, ríkisstjóri Flórída, varaði íbúa ríkisins við Michael á blaðamannafundi í dag og sagði hann „tröllaukinn“. Hann hvatti íbúa til að hlusta á viðvaranir yfirvalda og hika ekki við að flýja heimili sín þegar Mikael sækir í sig veðrið næstu klukkustundirnar. „Þetta er upp á líf og dauða,“ sagði Scott. „Þessi stormur getur grandað ykkur.“ Ávarp Scott má hlusta á í spilaranum hér að neðan.Viðvaranir vegna Michaels ná nú til yfir 20 milljóna manna í fimm ríkjum Bandaríkjanna, Flórída, Alabama, Georgíu, Mississippi og Suður-Karólínu. Þá hefur neyðarástandi verið lýst yfir í nær öllum sýslum Flórída, Alabama og Georgíu. 120 þúsund manns hefur jafnframt verið gert að flýja heimili sín við strendur Flórída. Vindhraði í Michael hefur mælst allt að 53 km/s og þá er búist við því að bylnum fylgi gríðarleg rigning. Áhrifa Michaels mun gæta í Karólínuríkjunum, þar sem fellibylurinn Flórens gekk nýlega á land og olli mikilli eyðileggingu. Eins og áður sagði gera spár ráð fyrir því að Michael gangi á land í grennd við Panama City Beach á Pönnuskaftinu og fikri sig svo hratt upp austurströnd Bandaríkjanna.Heavy rainfall from #Michael could produce life-threatening flashflooding from the Florida Panhandle and Big Bend region intoportions of Georgia, the Carolinas, and southeast Virginia. See the latest @NWSWPC forecast for more details. pic.twitter.com/Gj38izMHaI— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2018 Þegar hefur verið tilkynnt um þrettán dauðsföll af völdum Michaels í Mið-Ameríku yfir helgina. Sex létust í Hondúras, fjórir í Níkaragúa og þrír í El Salvador. Samkvæmt samantekt CNN er Mikael umfangsmesti fellibylurinn sem gengur á land á áðurnefndu pönnuskafti síðan fellibylurinn Dennis skall þar á árið 2005.FLORIDA - It is imperative that you heed the directions of your State and Local Officials. Please be prepared, be careful and be SAFE! #HurricaneMichael https://t.co/VP6PBXfzm9 pic.twitter.com/aKmaDNgZve— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 9, 2018
Bandaríkin Veður Tengdar fréttir Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00 Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46 Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Neyðarástand vegna fellibyls Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum. 9. október 2018 07:00
Flórens nú flokkuð sem hitabeltisstormur Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að fellibylurinn Flórens gekk yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í dag. Yfir 600.000 heimili eru án rafmagns og byggingar hafa hrunið til grunna. 14. september 2018 23:46
Móðir og barn fyrstu fórnarlömb Flórens Samtals hafa nú fjórir látist vegna fellibylsins Flórens sem gengur nú yfir austurströnd Bandaríkjanna. 14. september 2018 19:51