Stjórnvöld björguðu lánalínu Arctic Fish á síðustu stundu Sveinn Arnarsson skrifar 9. október 2018 06:30 Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun freista þess að höggva á þann hnút sem kominn er á málefni laxeldisfyrirtækja. Fréttablaðið/Ernir Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun í dag leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtæki í laxeldi á Vestfjörðum, Fjarðalax og Arctic Fish, geti haldið áfram starfsemi þrátt fyrir úrskurði og afturköllun starfsleyfa fyrirtækjanna. Í frumvarpi Kristjáns Þórs kemur fram að ráðherra sé heimilt, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi, til allt að tíu mánaða. „Þetta eru mál sem snerta sjávarútvegsráðherra. Það sem snýr að mér hefur með starfsleyfi að gera á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar er alveg ljóst að fyrirtækin geta sótt um undanþágu frá starfsleyfinu og það var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra þegar hann gekk af ríkisstjórnarfundi í gær. Hann sagði enn fremur að hann hefði ekki fengið inn á sitt borð umsókn fyrirtækjanna um undanþágu en ef til þess kæmi myndi hann taka málið til meðferðar. Fundur var haldinn í gær með Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og laxeldisfyrirtækjunum tveimur. Sigrún Ágústsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði friðlýsinga og starfsleyfa, segir að á fundinum hafi verið rædd tillaga um hvernig væri hægt að bæta úr þeim annmarka sem fjallað er um í úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Ný leyfi fyrirtækjanna tveggja eru fallin úr gildi en eldri leyfi þeirra fyrir minna umfangi eru enn í gildi samkvæmt okkar skilningi. Það sé því enn hægt að nýta þau leyfi að okkar mati,“ segir Sigrún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru fulltrúar Arctic Fish kallaðir á fund viðskiptabanka síns þegar rekstrarleyfi þeirra hafði verið afturkallað og gerð grein fyrir því að afturköllun á rekstrarleyfi gæti þýtt riftun á lánasamningum við félagið. Hins vegar hafi fréttir síðustu daga um inngrip stjórnvalda róað viðskiptabankann. Litlu hafi þó mátt muna á tímabili. Halla Signý Kristjánsdóttir, annar varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að gjaldþrot fyrirtækjanna hafi komið til tals. „Þetta er dagaspursmál því þeir sjá stefnuleysið í málaflokknum og vandræðaganginn og hafa kallað fyrirtækin að borðinu og viljað fá svör,“ segir Halla Signý. „Fyrirtækin hafa sagt atvinnuveganefnd þetta og ég sem þingmaður kjördæmisins hef verið fyrir vestan og hef verið að heyra þetta.“Vill laxveiðirétthafa á fund Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segist ekki hafa séð frumvarp sjávarútvegsráðherra. „En ég óskaði eftir því á sunnudag að umhverfisverndarsinnar og laxveiðirétthafar komi á fund umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni, enda nauðsynlegt að við fáum að heyra þeirra sjónarmið í nefndinni,“ segir Rósa. Aðspurð segir Rósa að enn sem komið er hafi engar undirtektir verið við þá beiðni, hvorki frá stjórnarliðum né stjórnarandstöðu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra mun í dag leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um fiskeldi til að tryggja að fyrirtæki í laxeldi á Vestfjörðum, Fjarðalax og Arctic Fish, geti haldið áfram starfsemi þrátt fyrir úrskurði og afturköllun starfsleyfa fyrirtækjanna. Í frumvarpi Kristjáns Þórs kemur fram að ráðherra sé heimilt, að undangenginni umsögn Matvælastofnunar, að veita fyrirtækjum í laxeldi bráðabirgðaleyfi, til allt að tíu mánaða. „Þetta eru mál sem snerta sjávarútvegsráðherra. Það sem snýr að mér hefur með starfsleyfi að gera á grundvelli laga um hollustuhætti og mengunarvarnir. Þar er alveg ljóst að fyrirtækin geta sótt um undanþágu frá starfsleyfinu og það var ekki rætt á ríkisstjórnarfundi.“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfisráðherra þegar hann gekk af ríkisstjórnarfundi í gær. Hann sagði enn fremur að hann hefði ekki fengið inn á sitt borð umsókn fyrirtækjanna um undanþágu en ef til þess kæmi myndi hann taka málið til meðferðar. Fundur var haldinn í gær með Matvælastofnun, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og laxeldisfyrirtækjunum tveimur. Sigrún Ágústsdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnunar á sviði friðlýsinga og starfsleyfa, segir að á fundinum hafi verið rædd tillaga um hvernig væri hægt að bæta úr þeim annmarka sem fjallað er um í úrskurðum úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. „Ný leyfi fyrirtækjanna tveggja eru fallin úr gildi en eldri leyfi þeirra fyrir minna umfangi eru enn í gildi samkvæmt okkar skilningi. Það sé því enn hægt að nýta þau leyfi að okkar mati,“ segir Sigrún. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru fulltrúar Arctic Fish kallaðir á fund viðskiptabanka síns þegar rekstrarleyfi þeirra hafði verið afturkallað og gerð grein fyrir því að afturköllun á rekstrarleyfi gæti þýtt riftun á lánasamningum við félagið. Hins vegar hafi fréttir síðustu daga um inngrip stjórnvalda róað viðskiptabankann. Litlu hafi þó mátt muna á tímabili. Halla Signý Kristjánsdóttir, annar varaformaður atvinnuveganefndar og þingmaður Framsóknarflokksins á Vestfjörðum, segir að gjaldþrot fyrirtækjanna hafi komið til tals. „Þetta er dagaspursmál því þeir sjá stefnuleysið í málaflokknum og vandræðaganginn og hafa kallað fyrirtækin að borðinu og viljað fá svör,“ segir Halla Signý. „Fyrirtækin hafa sagt atvinnuveganefnd þetta og ég sem þingmaður kjördæmisins hef verið fyrir vestan og hef verið að heyra þetta.“Vill laxveiðirétthafa á fund Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segist ekki hafa séð frumvarp sjávarútvegsráðherra. „En ég óskaði eftir því á sunnudag að umhverfisverndarsinnar og laxveiðirétthafar komi á fund umhverfis- og samgöngunefndar í vikunni, enda nauðsynlegt að við fáum að heyra þeirra sjónarmið í nefndinni,“ segir Rósa. Aðspurð segir Rósa að enn sem komið er hafi engar undirtektir verið við þá beiðni, hvorki frá stjórnarliðum né stjórnarandstöðu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00 Mest lesið Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Neyðarástand bregðist stjórnvöld ekki við Ljóst þykir að ákvörðun úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála muni hafa neikvæð áhrif á uppbyggingu laxeldis. 8. október 2018 07:00