Allur aðgangseyrir að leiknum í kvöld rennur til hjónanna Fanneyjar Eiríksdóttur og Ragnars Njálssonar en á dögunum greindist Fanney með leghálskrabbamein er hún var ófrísk af öðru barni þeirra hjóna.
Þau búa á Akureyri og Ragnar lék á sínum tíma með KA en hann var afar lunkinn handknattleiksmaður. KA ákvað því að nýta tækifærið í kvöld til þess að styrkja við fjölskylduna á erfiðum tímum.
Bæði lið og dómararnir borguðu sig inn á leikinn í kvöld og auk þess keyptu þau boli þar sem stendur á #FyrirFanney og #SamanViðSigrum.
Fallega gert af félögunum og dómurunum en hér að neðan má sjá reikningsupplýsingar fyrir þá sem vilja styðja fjölskylduna.
Vegna fjölda fyrirspurna þá birtum við hér reikningsupplýsingar til að styðja við Fanney og @ragnarnjalsson:
— KA (@KAakureyri) October 8, 2018
RN: 0536-26-170487
KT: 100387-2209
Kass: 866-0851
Aur: 866-0851#SamanViðSigrum#FyrirFanney
Nóg að gera í miðasölu klst fyrir leik! Dómarar, gestalið og heimaleið búin að greiða aðgangseyri + kaupa sér bol. Vel gert @bjarkibje @Grottahandbolti @KAakureyri #handbolti #seinnibylgjan pic.twitter.com/XHG2NrrGuS
— Siguróli Sigurðsson (@SiguroliM) October 8, 2018