Notaði kennitölu áhrifavalds til að kaupa lénið undir svikapóstana Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2018 20:19 Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. visir/getty Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. Rúv greindi fyrst frá. Í tölvupóstunum sem tölvuþrjóturinn sendi frá sér var að finna spilliforrit sem veitti honum aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars að upplýsingum um heimabanka fólks. Hann notaði kennitölu áhrifavaldsins Thelmu til þess að kaupa lénið „logregian.is“ með það fyrir augum að tölvupósturinn liti út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar.Thelma segir málið óþægilegt „Mínar upplýsingar voru notaðar í þetta sem er mjög óþægilegt og krípí,“ útskýrir Thelma Dögg fyrir fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að fyrir nokkrum dögum hafi viðkomandi hakkað sig inn í heimasíðuna hennar og síðan aftur í gær. Hann hafi þá einnig breytt notendanafninu hennar í „skugga sál“. „Þetta mál er víst bara í vinnslu og fékk ég að vita það að þetta er eitt stærsta mál sem lögreglu hefur borist tengt hakki. Þetta er víst frekar stórt og ég vonast til að þetta leysist sem fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að þetta er mjög óþægilegt og ég er svona að pæla í af hverju ég var notuð í þetta,“ sagði Thelma á Instagram en henni var auðsjáanlega nokkuð brugðið. Einblíndi á heimabanka fólksÍ fréttum Stöðvar 2 greindi Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður frá því að margir hafi lent í netóværunni. Hann sagði að spilliforritið veiti algjört aðgengi að tölvunni. „Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar.“ Hér er hægt að lesa sér nánar til um orðið áhrifavaldur: Áhrifavaldur er ekki tískuorð Tengdar fréttir Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Óprúttinn aðili sem sendi svikapósta út í gær þar sem fólk var boðað í skýrslutöku til lögreglu notaði persónulegar upplýsingar Thelmu Daggar Guðmundsen sem heldur úti vinsælum Instagram reikningi. Rúv greindi fyrst frá. Í tölvupóstunum sem tölvuþrjóturinn sendi frá sér var að finna spilliforrit sem veitti honum aðgang að öllum gögnum tölvunnar, meðal annars að upplýsingum um heimabanka fólks. Hann notaði kennitölu áhrifavaldsins Thelmu til þess að kaupa lénið „logregian.is“ með það fyrir augum að tölvupósturinn liti út fyrir að hafa verið sendur úr pósthólfi lögreglunnar.Thelma segir málið óþægilegt „Mínar upplýsingar voru notaðar í þetta sem er mjög óþægilegt og krípí,“ útskýrir Thelma Dögg fyrir fylgjendum sínum á Instagram. Hún segir að fyrir nokkrum dögum hafi viðkomandi hakkað sig inn í heimasíðuna hennar og síðan aftur í gær. Hann hafi þá einnig breytt notendanafninu hennar í „skugga sál“. „Þetta mál er víst bara í vinnslu og fékk ég að vita það að þetta er eitt stærsta mál sem lögreglu hefur borist tengt hakki. Þetta er víst frekar stórt og ég vonast til að þetta leysist sem fyrst. Ég verð samt að viðurkenna að þetta er mjög óþægilegt og ég er svona að pæla í af hverju ég var notuð í þetta,“ sagði Thelma á Instagram en henni var auðsjáanlega nokkuð brugðið. Einblíndi á heimabanka fólksÍ fréttum Stöðvar 2 greindi Daði Gunnarsson, rannsóknarlögreglumaður frá því að margir hafi lent í netóværunni. Hann sagði að spilliforritið veiti algjört aðgengi að tölvunni. „Hann getur séð allt sem stimplað er inn á lyklaborðið. Í þessu tilfelli virðist árásinni vera beint inn á heimabanka fólks til þess að sjá hvað fólk er að gera þar.“ Hér er hægt að lesa sér nánar til um orðið áhrifavaldur: Áhrifavaldur er ekki tískuorð
Tengdar fréttir Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30 Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10 Mest lesið Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Fleiri fréttir Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Sjá meira
Segir að sá sem sendi svikapóstana hafi einblínt á heimabanka fólks Málið er litið alvarlegum augum innan lögreglunnar 7. október 2018 19:30
Lögregla varar við svikapóstum þar sem fólk er boðað í skýrslutöku Lögreglan rannsakar nú vel skipulagða svikapósta sem sendir eru á fólk og það boðað í skýrskutöku. 7. október 2018 07:10