Mukwege og Murad hljóta Friðarverðlaun Nóbels Atli Ísleifsson skrifar 5. október 2018 09:00 Nadia Murad. Getty Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að þau Denis Mukwege og Nadia Murad hljóti Friðarverðlaun Nóbels árið 2018. Þau fá verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kynferðisofbeldi í stríðsrekstri. Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að bæði hafi þau lagt sitt af mörkum til að beina kastljósinu að slíkum stríðsglæpum. „Mukwege er hjálparstarfsmaðurinn sem helgaði líf sitt því að verja þessi fórnarlömb. Murad er sjónarvotturinn sem greinir frá ofbeldinu sem hún og aðrir hafa þurft að þola.“Hefur starfað í Kongó Mukwege hefur starfað í Lýðveldinu Kongó og frá því að Panzi sjúkrahúsinu var komið á laggirnar í Buvaku árið 2008 hafa Mukwege og starfsmenn hans aðstoðað þúsundir sjúklinga sem hafa þurft að þola slíkar árásir. Borgarstríð hefur staðið í Kongó um langt skeið og hafa rúmlega sex milljónir manna fallið í átökunum.Denis Mukwege.Getty/Victor BoykoSlapp úr kynlífsánauð Murad tilheyrir minnihlutahópi Jasída í norðurhluta Íraks þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni í afskekktu þorpi, Kocko. Hryðjuverkasamtökin ISIS hófu í ágúst 2014 skipulagðar árásir gegn Jasídum sem miðaði að því að útrýma þeim og var yngri konum mörgum rænt og þær gerðar að kynlífsþrælum. Áætlað er að Murad sé ein um þrjú þúsund kvenna og stúlkna úr hópi Jasída sem eru fórnarlömb brota liðsmanna ISIS. Murad tókst að flýja eftir um þrjá mánuði í haldi ISIS-liða. Hún hefur rætt opinberlega um þær raunir sem hún og aðrar konur hafa þurft að þola og árið 2016 var hún gerð að velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna. Austur-Kongó Írak Nóbelsverðlaun Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Norska Nóbelsnefndin tilkynnti í morgun að þau Denis Mukwege og Nadia Murad hljóti Friðarverðlaun Nóbels árið 2018. Þau fá verðlaunin fyrir baráttu sína gegn kynferðisofbeldi í stríðsrekstri. Í rökstuðningi Nóbelsnefndarinnar segir að bæði hafi þau lagt sitt af mörkum til að beina kastljósinu að slíkum stríðsglæpum. „Mukwege er hjálparstarfsmaðurinn sem helgaði líf sitt því að verja þessi fórnarlömb. Murad er sjónarvotturinn sem greinir frá ofbeldinu sem hún og aðrir hafa þurft að þola.“Hefur starfað í Kongó Mukwege hefur starfað í Lýðveldinu Kongó og frá því að Panzi sjúkrahúsinu var komið á laggirnar í Buvaku árið 2008 hafa Mukwege og starfsmenn hans aðstoðað þúsundir sjúklinga sem hafa þurft að þola slíkar árásir. Borgarstríð hefur staðið í Kongó um langt skeið og hafa rúmlega sex milljónir manna fallið í átökunum.Denis Mukwege.Getty/Victor BoykoSlapp úr kynlífsánauð Murad tilheyrir minnihlutahópi Jasída í norðurhluta Íraks þar sem hún bjó með fjölskyldu sinni í afskekktu þorpi, Kocko. Hryðjuverkasamtökin ISIS hófu í ágúst 2014 skipulagðar árásir gegn Jasídum sem miðaði að því að útrýma þeim og var yngri konum mörgum rænt og þær gerðar að kynlífsþrælum. Áætlað er að Murad sé ein um þrjú þúsund kvenna og stúlkna úr hópi Jasída sem eru fórnarlömb brota liðsmanna ISIS. Murad tókst að flýja eftir um þrjá mánuði í haldi ISIS-liða. Hún hefur rætt opinberlega um þær raunir sem hún og aðrar konur hafa þurft að þola og árið 2016 var hún gerð að velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna.
Austur-Kongó Írak Nóbelsverðlaun Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira