Rukkað fyrir klósettferðir í Borgarfirði Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. október 2018 15:19 N1 áætlar að um 400 þúsund manns stoppi gagngert til að nýta sér salernin í versluninni í Borgarnesi. Aðsend Rafrænn aðgangur verður tekinn upp að salernum þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi. Ferðalangar sem ekki versla við N1 munu framvegis þurfa að greiða 100 krónur fyrir aðgang að salerninu. Búið er að koma upp sérstökum búnaði við innganginn að salerninu þar sem greitt er fyrir aðgang. Í tilkynningu frá N1 segir að salernin á stöðinni séu „eðli málsins samkvæmt hugsuð fyrir viðskiptavini N1,“ það er að segja þá sem versla sér þjónustu, mat eða aðrar vörur. Greiðandi viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir salernisnotkun. Aðrir munu þurfa að borga 100 krónur sem fyrr segir. Þar segir jafnframt að handhafar N1 korta og lykla fái þar að auki frítt á salernin, rétt eins og börn. „Mjög hefur færst í aukana að stórir hópar fólks sæki inn á þjónustöðina í Borgarnesi, eingöngu í því skyni að nýta salernin en reikna má með að það sé um 400.000 manns á hverju ári. Vegna þess hefur kostnaður við þrif, salernispappír, rafmagn og aðrar rekstrarvörur aukist mjög verulega án þess að nokkrar tekjur frá þessum hópum hafi komið á móti,“ segir í útskýringu N1.Borgað í Baulu Þjónustustöð N1 er þó ekki eina verslunin á þessum slóðum sem tekið hefur upp rafrænan aðgang að salernum. Það hefur að sama skapi verið gert í vegaversluninni Baulu í Borgarfirði. Þar greiða einstaklingar 300 krónur fyrir aðgang að salerninu en upphæðina geta þeir svo notað sem ákveðna „inneignarnótu“ í versluninni. Greiðandi viðskiptavinir Baulu þurfa þó ekki að borga fyrir klósettferðina. Í samtali við Vísi sagði talsmaður verslunarinnar að ástæðan fyrir gjaldtökunni væri sambærileg þeirri sem kemur fram í útskýringu N1. Það kosti að halda úti salernisaðstöðu og því verið brugðið á það ráð að innheimta gjald af þeim sem nýti sér salernin. Neytendur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Rafrænn aðgangur verður tekinn upp að salernum þjónustustöðvar N1 í Borgarnesi. Ferðalangar sem ekki versla við N1 munu framvegis þurfa að greiða 100 krónur fyrir aðgang að salerninu. Búið er að koma upp sérstökum búnaði við innganginn að salerninu þar sem greitt er fyrir aðgang. Í tilkynningu frá N1 segir að salernin á stöðinni séu „eðli málsins samkvæmt hugsuð fyrir viðskiptavini N1,“ það er að segja þá sem versla sér þjónustu, mat eða aðrar vörur. Greiðandi viðskiptavinir munu ekki þurfa að greiða fyrir salernisnotkun. Aðrir munu þurfa að borga 100 krónur sem fyrr segir. Þar segir jafnframt að handhafar N1 korta og lykla fái þar að auki frítt á salernin, rétt eins og börn. „Mjög hefur færst í aukana að stórir hópar fólks sæki inn á þjónustöðina í Borgarnesi, eingöngu í því skyni að nýta salernin en reikna má með að það sé um 400.000 manns á hverju ári. Vegna þess hefur kostnaður við þrif, salernispappír, rafmagn og aðrar rekstrarvörur aukist mjög verulega án þess að nokkrar tekjur frá þessum hópum hafi komið á móti,“ segir í útskýringu N1.Borgað í Baulu Þjónustustöð N1 er þó ekki eina verslunin á þessum slóðum sem tekið hefur upp rafrænan aðgang að salernum. Það hefur að sama skapi verið gert í vegaversluninni Baulu í Borgarfirði. Þar greiða einstaklingar 300 krónur fyrir aðgang að salerninu en upphæðina geta þeir svo notað sem ákveðna „inneignarnótu“ í versluninni. Greiðandi viðskiptavinir Baulu þurfa þó ekki að borga fyrir klósettferðina. Í samtali við Vísi sagði talsmaður verslunarinnar að ástæðan fyrir gjaldtökunni væri sambærileg þeirri sem kemur fram í útskýringu N1. Það kosti að halda úti salernisaðstöðu og því verið brugðið á það ráð að innheimta gjald af þeim sem nýti sér salernin.
Neytendur Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira