Lögfræðingar hans höfðu áður gefið út fyrir hans hönd að hann neitaði öllum ásökunum.
Kathryn Mayorga segir að Ronaldo hafi nauðgað sér árið 2009 í Las Vegas. Í gær ákvað lögreglan að opna aftur rannsókn á málinu.
Der Spiegel hefur fjallað um málið og byrjaði aftur að fjalla um það á dögunum. Í kjölfarið fór lögreglan í Las Vegas betur yfir sín mál á ný. Ronaldo segist ætla í mál við blaðið fyrir að birta falsfréttir.
Hermt er að Mayorga hafi náð samkomulagi við Ronaldo árið 2010 um að fara ekki með ásakanir sínar í blöðin. Fyrir það á hún að hafa fengið 43 milljónir króna.
I firmly deny the accusations being issued against me. Rape is an abominable crime that goes against everything that I am and believe in. Keen as I may be to clear my name, I refuse to feed the media spectacle created by people seeking to promote themselves at my expense.
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 3, 2018
My clear conscious will thereby allow me to await with tranquillity the results of any and all investigations.
— Cristiano Ronaldo (@Cristiano) October 3, 2018