Dramatískur sigur Napólí Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. október 2018 21:00 Vísir/Getty Lorenzo Insigne tryggði Napólí sigur á Liverpool með marki á lokamínútum leiks liðanna í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eftir nokkuð atvikalausan fyrri hálfleik var markalaust í leikhléi. Heimamenn í Napólí komu sterkari út í þann seinni og áttu meðal annars marktilraun í þverslána. Heilt yfir áttu Napólímenn betri marktækifæri í leiknum og leikmenn Liverpool náðu ekki einu skoti á markrammann yfir 90 mínúturnar. Mark Insigne kom á 90. mínútu og tryggði Napólí dramatískan sigur. Eftir aðeins 17. mínútur var Naby Keita borinn af velli og virtist meiddur í baki. Keita hafði átt í erfiðleikum í leiknum og ekki náð að koma sér almennilega inn í hann. Hann átti að eins sjö sendingar og tapaði boltanum fimm sinnum á þessum sautján mínútum. Liverpool er með þrjú stig í C-riðli líkt og PSG sem valtaði yfir Rauðu stjörnuna fyrr í dag. Napólí fer á topp riðilsins með fjögur stig. Meistaradeild Evrópu
Lorenzo Insigne tryggði Napólí sigur á Liverpool með marki á lokamínútum leiks liðanna í C-riðli Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Eftir nokkuð atvikalausan fyrri hálfleik var markalaust í leikhléi. Heimamenn í Napólí komu sterkari út í þann seinni og áttu meðal annars marktilraun í þverslána. Heilt yfir áttu Napólímenn betri marktækifæri í leiknum og leikmenn Liverpool náðu ekki einu skoti á markrammann yfir 90 mínúturnar. Mark Insigne kom á 90. mínútu og tryggði Napólí dramatískan sigur. Eftir aðeins 17. mínútur var Naby Keita borinn af velli og virtist meiddur í baki. Keita hafði átt í erfiðleikum í leiknum og ekki náð að koma sér almennilega inn í hann. Hann átti að eins sjö sendingar og tapaði boltanum fimm sinnum á þessum sautján mínútum. Liverpool er með þrjú stig í C-riðli líkt og PSG sem valtaði yfir Rauðu stjörnuna fyrr í dag. Napólí fer á topp riðilsins með fjögur stig.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti