Arnór og Hörður höfðu betur gegn Real Madrid 2. október 2018 20:45 Vlasic fagnar marki sínu í kvöld. Vísir/Getty CSKA Moskva gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á þreföldum Evrópumeisturum á heimavelli er liðin mættust í G-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu báðir á bekknum en það vantaði marga menn í lið Real Madrid. Til að mynda Sergio Ramos, Gareth Bale og Isco. Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur er fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós. Lánsmaðurinn frá Everton, Nikola Vlasic, skoraði þá eftir Real sótti án afláts en náði ekki að brjóta niður varnarmúr Moskvu-manna. Arnór Sigurðsson kom inn síðustu tólf mínútur leiksins og hjálpaði CSKA að halda hreinu. Í uppbótartíma fékk svo Igor Akinfeev tvö gul spjöld, það síðara fyrir tuð, en Igor er markvörður rússneska liðsins. Klaufalegt en það kom ekki að sök. Lokatölur magnaður 1-0 sigur þeirra og CSKA er því með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í G-riðlinum en Real er með þrjú. Íslendingaliðið CSKA fer næst til Roma og mætir þar heimamönnum en Real Madrid spilar við Viktoria Plzen á heimavelli. Meistaradeild Evrópu
CSKA Moskva gerði sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á þreföldum Evrópumeisturum á heimavelli er liðin mættust í G-riðli Meistaradeildarinnar í kvöld. Hörður Björgvin Magnússon og Arnór Sigurðsson byrjuðu báðir á bekknum en það vantaði marga menn í lið Real Madrid. Til að mynda Sergio Ramos, Gareth Bale og Isco. Það voru ekki liðnar nema tvær mínútur er fyrsta og eina mark leiksins leit dagsins ljós. Lánsmaðurinn frá Everton, Nikola Vlasic, skoraði þá eftir Real sótti án afláts en náði ekki að brjóta niður varnarmúr Moskvu-manna. Arnór Sigurðsson kom inn síðustu tólf mínútur leiksins og hjálpaði CSKA að halda hreinu. Í uppbótartíma fékk svo Igor Akinfeev tvö gul spjöld, það síðara fyrir tuð, en Igor er markvörður rússneska liðsins. Klaufalegt en það kom ekki að sök. Lokatölur magnaður 1-0 sigur þeirra og CSKA er því með fjögur stig eftir fyrstu tvær umferðirnar í G-riðlinum en Real er með þrjú. Íslendingaliðið CSKA fer næst til Roma og mætir þar heimamönnum en Real Madrid spilar við Viktoria Plzen á heimavelli.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti