Innlent

Mikið tjón eftir eldsvoða í Laugalækjarskóla í nótt

Gissur Sigurðsson skrifar
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt.
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út vegna eldsins í nótt. vísir/hanna
Allt tiltækt slökkvilið af öllum fjórum slökkviliðsstöðvum á höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að elds varð vart í Laugalækjarskóla á öðrum tímanum í nótt og leikur sterkur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða.

Auk þessa stórútkalls voru nokkrir til viðbótar kallaðir út til að manna stöðvarnar og sinna sjúkraflutningum.

Slökkviliðsmenn þurftu að rífa mikið af klæðningu á tengibyggingu á skólasvæðinu auk þess sem eldur komst í þak hússins. Lítill sem enginn eldur mun hafa komist inn i húsið en mikill reykur slapp þar inn auk þess sem reykjarlykt fanst inni í íbúðarhúsum á svæðinu, en ekki kom þó til rýmingar. Slökkvistarfi lauk ekki fyrr en klukkan hálf fimm í morgun.

Ljóst er að verulegt tjón hefur orðið á húsnæði skólans. Eldsupptök eru ókunn, en sterkar líkur þykja benda til að um íkveikju sé að ræða enda kviknaði eldurinn undir klæðningu utan á húsinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×