Erfingjar dánarbúa slá skiptum á frest í von um lægri skattgreiðslur Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. október 2018 07:00 Frumvarpið kveður á um að af fyrstu 75 milljónum skattstofns dánarbús skuli greiða fimm prósenta erfðafjárskatt en tíu prósent af skattstofni umfram 75 milljónir króna. Fréttablaðið/Stefán Dæmi eru um að erfingjar dánarbúa telji að skattstofn erfðafjárskatts muni lækka um næstu áramót og óski því eftir því að skiptalokum verði frestað fram á næsta ár. Þetta kemur fram í umsögn sýslumannsembættisins á Austurlandi við frumvarp Óla Björns Kárasonar um þrepaskiptingu erfðafjárskatts. Frumvarpið kveður á um að af fyrstu 75 milljónum skattstofns dánarbús skuli greiða fimm prósenta erfðafjárskatt en tíu prósent af skattstofni umfram 75 milljónir króna. Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2019 verði þau samþykkt. Í umsögn sýslumannsins er engin athugasemd gerð við þrepaskiptinguna en lagt til að í gildistökuákvæðinu verði kveðið á um að lögin taki til þeirra sem „andast þann dag eða síðar“ auk þeirra sem hafa heimild til setu í óskiptu búi og álagningar erfðafjárskatts á fyrirframgreiddan arf eftir gildistöku laganna. „Með því að kveða á um að lagabreytingin eigi eingöngu við um dánarbú þeirra sem andast við eða eftir gildistöku þeirra er réttaróvissu eytt og enginn þarf að velkjast í vafa um hvaða reglur gilda,“ segir í umsögninni. Ágreiningur um lagaskil erfðafjárskatts hefur ratað fyrir dómstóla. Árið 2004 féll dómur í Hæstarétti vegna slíks máls. Þar hafði einstaklingur andast árið 2003 og erfingjar fengið leyfi til einkaskipta. Sex vikum síðar tóku gildi ný lög um erfðafjárskatt en þar var ekki kveðið á um hvernig skyldi fara með álagningu erfðafjárskatts á dánarbú þeirra sem létust í tíð eldri laga. Skattskýrslu var skilað eftir að nýju lögin tóku gildi. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki hefði verið heimild til að innheimta erfðafjárskatt í tilvikinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira
Dæmi eru um að erfingjar dánarbúa telji að skattstofn erfðafjárskatts muni lækka um næstu áramót og óski því eftir því að skiptalokum verði frestað fram á næsta ár. Þetta kemur fram í umsögn sýslumannsembættisins á Austurlandi við frumvarp Óla Björns Kárasonar um þrepaskiptingu erfðafjárskatts. Frumvarpið kveður á um að af fyrstu 75 milljónum skattstofns dánarbús skuli greiða fimm prósenta erfðafjárskatt en tíu prósent af skattstofni umfram 75 milljónir króna. Lagt er til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2019 verði þau samþykkt. Í umsögn sýslumannsins er engin athugasemd gerð við þrepaskiptinguna en lagt til að í gildistökuákvæðinu verði kveðið á um að lögin taki til þeirra sem „andast þann dag eða síðar“ auk þeirra sem hafa heimild til setu í óskiptu búi og álagningar erfðafjárskatts á fyrirframgreiddan arf eftir gildistöku laganna. „Með því að kveða á um að lagabreytingin eigi eingöngu við um dánarbú þeirra sem andast við eða eftir gildistöku þeirra er réttaróvissu eytt og enginn þarf að velkjast í vafa um hvaða reglur gilda,“ segir í umsögninni. Ágreiningur um lagaskil erfðafjárskatts hefur ratað fyrir dómstóla. Árið 2004 féll dómur í Hæstarétti vegna slíks máls. Þar hafði einstaklingur andast árið 2003 og erfingjar fengið leyfi til einkaskipta. Sex vikum síðar tóku gildi ný lög um erfðafjárskatt en þar var ekki kveðið á um hvernig skyldi fara með álagningu erfðafjárskatts á dánarbú þeirra sem létust í tíð eldri laga. Skattskýrslu var skilað eftir að nýju lögin tóku gildi. Niðurstaða Hæstaréttar var að ekki hefði verið heimild til að innheimta erfðafjárskatt í tilvikinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í gæsluvarðhaldi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Sjá meira