Trump dásamaði Gianforte fyrir að ráðast á blaðamann Guardian Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2018 10:04 Donald Trump er ánægður með Greg Gianforte. getty/justin sullivan Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dásamaði Greg Gianforte, þingmann Repúblikana, fyrir að ráðast á blaðamann breska dagblaðsins Guardian. Þingmaðurinn var kærður fyrir árásina en hann skellti blaðamanninum í gólfið (e. body slam), eins og þekkist í glímu. Trump ræddi þetta á kosningafundi í Montana í gær en Gianforte réðst á Ben Jacobs, blaðamann Guardian, í maí í fyrra þegar sá síðastnefndi var að spyrja þingmanninn út í stefnu hans í heilbrigðismálum í aðdraganda sérstakra þingkosninga í Bozeman í Montana. Orðum Trump um Gianforte var vel tekið á fundinum í gær þegar hann sagði að þingmaðurinn væri klár. „Og þú átt aldrei að fara í glímu við hann. Þið skiljið, aldrei,“ sagði Trump sem hélt áfram undir fagnaðarlátunum: „Hvaða gaur sem getur skellt öðrum í gólfið, það er gaur að mínu skapi.“ Trump lék síðan eftir hreyfingu þegar einhver skellir öðrum í gólfið. Vonar að Trump biðjist afsökunar á orðum sínum Fjallað er um málið á vef Guardian og segir þar að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump dásami beint ofbeldi gagnvart blaðamönnum á bandrískri grundu. Ritstjóri blaðsins í Bandaríkjunum, John Mulholland, sendi frá sér yfirlýsingu vegna orða Trump. Sagði hann Bandaríkjaforseta hafa fagnað árás á blaðamann sem var aðeins að vinna vinnuna sína samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna en Trump hefur sjálfur svarið þess eið að verja stjórnarskrána sem forseti. Þá vísaði Mulholland jafnframt í morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi en tyrknesk yfirvöld segja vísbendingar um að sádi-arabísk yfirvöld hafi ráðið Khashoggi af dögum. Sagði Mulholland í yfirlýsingu að orð Trump byðu hættunni heim varðandi frekari árásir á blaðamenn bæði í Bandaríkjunum sem og um heim allan. „Við vonum að heiðvirt fólk muni fordæma þessi orð og að forsetinn sjái sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu Mulholland. Guardian US editor issues statement responding to Trump: “The President of the United States tonight applauded the assault on an American journalist who works for the Guardian.” pic.twitter.com/sSwUiBQo2J — Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2018 Donald Trump Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, dásamaði Greg Gianforte, þingmann Repúblikana, fyrir að ráðast á blaðamann breska dagblaðsins Guardian. Þingmaðurinn var kærður fyrir árásina en hann skellti blaðamanninum í gólfið (e. body slam), eins og þekkist í glímu. Trump ræddi þetta á kosningafundi í Montana í gær en Gianforte réðst á Ben Jacobs, blaðamann Guardian, í maí í fyrra þegar sá síðastnefndi var að spyrja þingmanninn út í stefnu hans í heilbrigðismálum í aðdraganda sérstakra þingkosninga í Bozeman í Montana. Orðum Trump um Gianforte var vel tekið á fundinum í gær þegar hann sagði að þingmaðurinn væri klár. „Og þú átt aldrei að fara í glímu við hann. Þið skiljið, aldrei,“ sagði Trump sem hélt áfram undir fagnaðarlátunum: „Hvaða gaur sem getur skellt öðrum í gólfið, það er gaur að mínu skapi.“ Trump lék síðan eftir hreyfingu þegar einhver skellir öðrum í gólfið. Vonar að Trump biðjist afsökunar á orðum sínum Fjallað er um málið á vef Guardian og segir þar að þetta sé í fyrsta sinn sem Trump dásami beint ofbeldi gagnvart blaðamönnum á bandrískri grundu. Ritstjóri blaðsins í Bandaríkjunum, John Mulholland, sendi frá sér yfirlýsingu vegna orða Trump. Sagði hann Bandaríkjaforseta hafa fagnað árás á blaðamann sem var aðeins að vinna vinnuna sína samkvæmt fyrstu grein stjórnarskrár Bandaríkjanna en Trump hefur sjálfur svarið þess eið að verja stjórnarskrána sem forseti. Þá vísaði Mulholland jafnframt í morðið á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi en tyrknesk yfirvöld segja vísbendingar um að sádi-arabísk yfirvöld hafi ráðið Khashoggi af dögum. Sagði Mulholland í yfirlýsingu að orð Trump byðu hættunni heim varðandi frekari árásir á blaðamenn bæði í Bandaríkjunum sem og um heim allan. „Við vonum að heiðvirt fólk muni fordæma þessi orð og að forsetinn sjái sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ sagði í yfirlýsingu Mulholland. Guardian US editor issues statement responding to Trump: “The President of the United States tonight applauded the assault on an American journalist who works for the Guardian.” pic.twitter.com/sSwUiBQo2J — Oliver Darcy (@oliverdarcy) October 19, 2018
Donald Trump Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Sjá meira