Þjóðverjar framselja grunaðan banamann Marinovu Atli Ísleifsson skrifar 17. október 2018 23:36 Viktoria Marinova starfaði í sjónvarpi í umræðuþætti sem hafði hafði nýverið fjallað um spillingarmál. AP/Filip Dvorski Tvítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgarska fréttakonu fyrr í mánuðinum hefur verið framseldur frá Þýskalandi til Búlgaríu. Hin þrítuga Viktoria Marinova fannst látin á göngustíg við bakka ár í borginni Ruse í norðurhluta Búlgaríu þann 6. október síðastliðinn. Þremur sólarhringum síðar var svo hinn tvítugi Severin Krasimirov handtekinn í þýska bænum Stade, nálægt Hamborg, eftir að gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Skömmu eftir morðið var rætt um að morðið kynni að tengjast störfum Marinovu sem fréttakonu en saksóknarar Í Búlgaríu segja engar vísbendingar vera um slíkt. Maðurinn neitar að hafa nauðgað Marinovu en viðurkennir að hafa slegið hana í höfuðið og síðar kastað henni inn í runna. Hann sagði fyrir dómara í Þýskalandi að hann hafði ekki haft í hyggju að drepa konuna. Sotir Tsatsarov, ríkissaksóknari í Búlgaríu, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að nægar sannanir séu fyrir hendi til að sakfella manninn. Búlgaría Þýskaland Tengdar fréttir Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40 Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30 Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem grunaður er um að hafa nauðgað og myrt búlgarska fréttakonu fyrr í mánuðinum hefur verið framseldur frá Þýskalandi til Búlgaríu. Hin þrítuga Viktoria Marinova fannst látin á göngustíg við bakka ár í borginni Ruse í norðurhluta Búlgaríu þann 6. október síðastliðinn. Þremur sólarhringum síðar var svo hinn tvítugi Severin Krasimirov handtekinn í þýska bænum Stade, nálægt Hamborg, eftir að gefin var út evrópsk handtökuskipun á hendur honum. Skömmu eftir morðið var rætt um að morðið kynni að tengjast störfum Marinovu sem fréttakonu en saksóknarar Í Búlgaríu segja engar vísbendingar vera um slíkt. Maðurinn neitar að hafa nauðgað Marinovu en viðurkennir að hafa slegið hana í höfuðið og síðar kastað henni inn í runna. Hann sagði fyrir dómara í Þýskalandi að hann hafði ekki haft í hyggju að drepa konuna. Sotir Tsatsarov, ríkissaksóknari í Búlgaríu, segir í samtali við þarlenda fjölmiðla að nægar sannanir séu fyrir hendi til að sakfella manninn.
Búlgaría Þýskaland Tengdar fréttir Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40 Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30 Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Sjá meira
Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu. 7. október 2018 18:40
Búlgarskur blaðamaður segir áhyggjur af líkamlegu öryggi sínu of tímafrekar Ritstjóri vefmiðilsins Bivol í Búlgaríu ræðir við Fréttablaðið um fréttir sínar af fjársvikum og spillingu við meðferð Evrópustyrkja í Búlgaríu og um morðið á fjölmiðlakonunni Victoriu Marinovu sem fjallaði um fréttir hans. 12. október 2018 07:30
Handtekinn í Þýskalandi vegna morðsins á búlgörsku fréttakonunni Maðurinn var handtekinn að beiðni búlgarskra yfirvalda. 10. október 2018 08:36